Vísir Sunnudagsblað - 29.11.1942, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 29.11.1942, Blaðsíða 3
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 Hann samdi ágrip af æfisögu sinni og setli í ljóð. Er það mikið kvæði; 215 erindi. Segir í þvi m. a. frá ferðalagi hans, er liann flutti alfarinn af Norð- urlandi til Suðurlands. Fór hann að liaustlagi með konu og börn o. fl. Vatnahjallaveg (upp úr Eyjafirði, þvert yfir öræfin), og má nærri geta hversu erfitt það ferðalag hefir verið. En þessa leið fór hann vegna þess, að séra Sigurður sonur hans varð honum samferða með konu og barn, en hann var prestur þá á Munkaþverá i .Eyjafirði — varð litlu síðar prestur og próf. á Biæiðabóls- stað. — Förinni var heitið í Skálholt til Odds biskups, þar sem allur þessi skari, 16 manns, ætlaði að hafa vetrarsetu. í Skálholti var þennan vetur nærri 100 manns, svo mikið liefir þurft til lieimilisins, — en þrátt fyrir stórskaða af liey- bruna þar m. a., var nóg til nf öllu. Má af þessu marka, að Oddur biskup hefir verið fyrir- hyggjusamur búhöldur. Lýs- ingin á þessum syni séra Einars —og Margrétar fv. ráðskonu — i Biskupasögunum, er ekki ó- glæsileg, en hún er svona: „Herra Oddur var manna hæstur á vöxt, svo hann og Ari Magnússon i Ögri, sýslumaður, voru nærri höfði hærri öllum mönnum á alþingi þá allur þing- heimurinn kom saman.......... Hann var á þeim tínmm al- mennilega haldinn hinn lærð- asti maður hér á landi í fram- andi tungumálum og lærdóms- listum, sérdeilis i stjörnu- meistarakunst. Hann var guð- hræddur, siðprúður, hófsamur, hógvær,' ljúflyndur, lítillátur, og stór lukkumaður.“ Þetta er fögur lýsing á manni, og þó skrifuð löngu eftir dauða hans. Oddur biskup var skáldmæltur, en eigi nærri í eins ríkum mæli og faðir hans. Hann var og mjög forspár, og sagði oft fyrir ó- orðna hluti, eins og t. d. er hann sagði frú Ragnheiði í Holti i Önundarfirði, (dóttur Staðar- hóls Páls, er var þremenningur við konu hans Helgu, frá Jóni bisk. Arasyni), að barnið, sem hún gekk með er þau hittust, mundi verða biskup e’ftir sig. Varð biskup sannspár, þvi Ragnheiður bar undir brjósti sínu svembarn, er síðar- varð Brynjólfur biskup Sveinsson. Oddur biskup sat lengur á biskupsstóli i Skálholti en nokkur annar biskup, eða i 41 ár. Aðeins tveir Hólabiskupar hafa gegnt lengur biskupsem- bætti á Islandi, þeir: Jörundur Þorsteinsson í 46 ár, og Guð- Hér stendur dómprófasturinn af Ivantaraborg, Dr. Hewlett Johnson frammi fyx-ir rústunum af íbúðarhúsi sínu eftir að Þjóðvei’jar liöfðu gert loftárás á box-gina. En eins og kunnugt er, gei’ðu ^jóðverjar loftárás á Kantaraboorg i hefndarskyni fyrir loftárásir Bi’eta á Köln. ■ « .r ’ ‘..i” «'u'' ' ■*'“* — brandur Þorláksson i 56 ár. Stendur það met líklega nolck- uð lengi. Kona Odds biskups var Helga, dóttir Jóns sýslum. Bjöi’nssonar á Holtastöðum í Langadal, Jónssonar biskups Ai-asonar. Áttu þau sex börn, meðal þeirra voru Árni lög- maður og Gísli biskup. í sambandi við séra Einar í Eydölum, varð ekki hjá því komizt, að minnast lítið eitt á þennan stórmei’ka son hans. Hinir synir hans voru og nxei’k- ir nxenn, og þá ekki sízt séra Sigui’ður pi’óf. á Breiðabóls- stað (albi’óðir Odds), og séi’a Ölafur í Kirkjubæ. Nú skulu birt nokkur erindi úr æfisögukvæði séra Einars, er lúta að fyi’rgreindu fei’ðalagi hans úr Eyjafirði til Suðurlands, er sýna bæði hvað hann segir vel fei’ðasöguna, hvernig við- tökurnar voru í Skállxolti, — og lxvert afbragðs skáld Iiann var. i Bjóst þá Einar burt að hausti, nxeð harnii skildu þá hjón við granna og heillastað, þar þau höfðu margar dásemdir reynt drottins sannar. t ! Vill þá Einar á Vatnahjalla Eyfirðingaveg af því ríða, að síra Sigurður sonur hans lika með sinni kvinnu suður fex’ðaðist....... ! Svo reið Einar með selskap veikan nafnkunnugur úr norðui’sveitum; var hann þá fullra finxmtíu vetra óðai’snxiður og einuxn fleira. « lÓlöf kvinna hans, ástkær flestum, kallast mátti ker hið veika, hestfær varla, hugveik stundunx, þunglega veitti á langri leið. I Yngstu börnin öll þá sýktust, móðirin veik þá mæddist líka, en óveður á þau dundu seint á hausttínxa i háska stöddum. ( Á nxiðjum öræfum ennþá .reyndu dásenxd eina drottins Ijósa, þar seixx að allir villtir voru, engill drottins þá á veg leiddi. } Komst þá síðan þeim með heiðri í Skálholt beint , að skaparans ráði, þar frómur í’áðsmann fyrir var settur, Oddur þá sjálfur ei lieimkominn. (Úr yfirreið um Austurl.) Sá hét Stefán, sæmdarmaður, ríkur og fi’óxxiur í ráðsmanns sæti, fagnar Einax’i með ölluixx, sínuixi, svo seixx biskupsbréf bezt út visar...... Flestunx mátti sá flo'kkurinn ægja (þ. e. fólk Einars) ratar þó Oddur í reynslu nxeiri, i áttatiu ixauta, ixóg vetrai’bjöi’g, hey þar bruixnu öll til ösku..... Nærri hundrað manns heima i Skálholti heybrest þennan hlutu að líða vetur allan út eðlisglaðir, xxefndi engiixn það neitt sig bi’ysti. Æfisögukvæði séra Einars lýk- ur íxieð þessari fögru ósk hans og bæn, til eftii’koixxenda sinna, og færi betur að þeir hefðu hana allir ætíð í huga. Nú munu „eft- irkomendur“ séra Einars vera nálega öll íslenzka þjóðin;

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.