Vísir Sunnudagsblað - 23.05.1943, Page 7

Vísir Sunnudagsblað - 23.05.1943, Page 7
7 VÍSIR SUNNUDÁGSBLAÐ André Birabeau„• Flísin í auganu ' Smásaga sama hátt, enginn mismunur — hinn jarðneski lofstýr var þeim öllum jafn. En nú skynjaði Örk, að það var meira en sólin, sem lýsti upp valinn og gerði hann bjartan. Það voru bjartar verur — starf- andi sálir, sem komnar voru til hjálpar. Þær hirtu ekki um sundurtættu líkin, eða hlæðandi undirnar. — Þær vildu losa sál- irnar við skelfingarnar, sem þeim hafði verið um megn að bera. Þær ætluðu að leiða sálir þeirra þangað, sem hvíldin beið þeirra. Og ef þeir vildu, þá gátu þeir gleymt — þeir máttu gleyma jarðlífinu, — verða aft- ur hinn ungi sproti í hinu dýrð- lega ríki Guðs. En nú urðu þessir menn jafn misjafnir i meðförum og fóta- tök þeirra höfðu verið samstillt, er þeir gengu hinn breiða, langa, bugðótta veg. — Frelsisþrá þeirra brauzt út á ný, og þeim fannst svo margt að athuga, áð- ur en þeir gátu orðið sammála verunum, sem svo miklu vildu fórna fyrir þá, — því þrátt fyrir allt þá lifðu þeir. — Þeir klædd- ust bara aldrei framar sínu eig- in blóði. — Hinir göfugu hjálpendur lögðu sig fram, reyndu að sýna þessum, þjökuðu sálum þær mörgu leiðir, sem biðu þeirra. — Það hafði kostað þessa menn svo inikið, að komast yfir þenn- an seinasta lijalla, að dapurleik- inn, sem ennþá sat eftir í end- urminningum flestra þeirra, var jafnvel það, sem túlkaði þá ljúf- ast til að taka öllu vel. Nú gengu þeir hver á eftir öðr- um að lindinni inn á milli runn- anna. Svipur þeirra bar vott um innri ró, en dapurleik, — og að þeir þráðu langan frið. — Við lindina stóð konan bjarta, vinkona Arkar, með hvítan fána í hendi ser, sem hún lét blakta yfir þessu lilla lcristalstæra vatni og svo virtist sem andblær bærði það, með jöfnu millibili. í smá hópum kom fjöldinn, senr fvrir svo fáum augnahlik- um hafði verið blæðandi, og laugaðist jiarna við þessa litlu lind. Það var enginn troðningur, enginn hávaði. — Áhugamál þeirra voru nú það, að leita með hjálpendunum til síns samastað- ar. Þegar hver hópur fyrir sig hafði tekið sér laug, svifu þe'ir á braut, ásamt hjálpendum sín- um, út i ljósliafið. Einhverjir urðu eftir, þar sem blóð þeirra háfði runnið, en við skulum vona, að þeir komi brátt auga á lindina inn á milli runn- anna tveggja, og þá munu þeir einnig lauga sig og svífa á braut. Örk leit i kring um sig. Hvar var Hákon? Hann var horfinn. Ilann hafði gleymt öllu og svifið á brott með þeim, sem störfuðu að líknarstarfseminni andlega. Málari sá naut uppi í sveit. Honum leizt vel á bola og eig- andinn leyfði honum. að teikna hann. Nokkru se’inna hitti hann bónda og sagði honum frá því, að hann hefði fengið 1200 krón- ur fyrir málverkið. „Bölvaðir lieimskingjar hafa það verið,“ sagði bóndi. „Eg liefði selt þeim nautið sjálft fyrir sex lmndruð.“ Honum hafði líkað prýðilega við stúlkuna, sem hafði unnið hjá Iionum í nokkrar vikur. En nú hafði hún sagt upp, og lionum var um geð að hún færi. Hann hafði spurt liana, hversyegna liún vildi fara og búizt við einhverju vana- !egu svari, að hún l'æri fram á liærri laun eða þessháttar. En í þcss stað hafði hún farið hjá sér, litið undan og verið vandræðaleg á svipinn. Þetta var svo óvenjuleg hegðun, að hann hafði orðið hálf- undrandi og spurt frekar, jafnvel krafizt að fá að vita ástæðuna. Loks svaraði hún: „Ég hefði heldur kosið að segja ekkert, en úr því að þér krefjist þess, þá skal ég segja yður það. Það er ekki flókið mál, og þér munuð skilja allt betur seinna. Ég veit ekki, hvort þér tókuð eftir því, að meðmælin, sem ég sýndi vður, þegar þér réðuð mig, voru ekki samfelld. Frá einu ári hafði ég engin meðmæli. Það var af því að það ár var ég í fangelsi. Ég liafði drepið elskhuga minn. Þarna sjáið . þér, herra. Þér hefðuð átt að levfa mér að fara, án þess að spyrja' frekar." Hann henti henni að halda á- fram, og hún hlýddi. „Ég veit það, að þó að þér sæj- uð nafnið mitt á meðmælunum, Morie Pravedat, þá hafið þér ekki munað eftir nafni mínu. Það eru svo margar sögur, sem gerast, og likjast minni sögu. Hann eyddi öllum tima sinum á drykkjustofum við viiAog spil og hann vildi bafa mig til að ná i peninga handa sér með .... þér skiljið livað ég meina. En ég gat það ekki. Mér þótti nógu vænt um liann, cn drottinn minn, það lif. Mér rann kalt vatn milli skinns og höiunds, J.egar eg hugsaði til jiess. Ég svaraði lionum alllaf reiðilega: Það skal aldrei verða, aldrei. En hann stakk upp á þessu aftur og al'lur. Svo fór liann að berja mig. 1 hvert skipti, sem við hiltumst, lamdi hann mig. Það var ei'ns og hann espaðist við að sjá, að ég lét ekki bugast. Ég varð hrædd og fékk mér skammhyssu. Dag nokk- uin varð ég örvjta af hræðslu. Ég skaut hann. Ég var dæmd í eins árs fangelsi. Þegar ég var látin laus, fór ég aftur að vinna. Ég fékk fljótt vist hj i góðu fólki. En ég hafði búizt við hinu versta, enda kom hús- móðirin að rnáli við mig strax daginn eftir. Hún var vandræða- leg, stamaði og roðnaði og bað mig afsökunar, en loks sagði hún mér hreint út, að ég yrði að fara. Ég skil það vel, stúlka mín, að það sem þér gerðuð, var gert i sjálfsvörn. En nú þegar ég veit, að þér hafið .... þá gel ég ckki hugsað mér að láta yður snerta á hörnunum, eða gefa manninum mínum að horða. Ég veit ekki, hvað gera skal, en ég get ekki hugsað mér það! Þannig gekk það lengi með hvert starfið á fætur öðru. Það kom að þvi, að mig langaði ekki lengur að vinna. Mér var orðið það óbærilegt að finna húsráðendurna horfa á mig — eða ímynda mér það. Það kemur i sama stað niður. Ég var farin að segja við sjálfa mig i tíma og ótíma: Þeir vita, að ég hefi drepið mann! En á ein- liverju varð eg að lifa, einhvers- staðar verð ég að fá visL Þá datt mér í hug að reyna að finna einhvern, sem væri i sömu sporum og ég, einhvern sem hefði drepið án illgirni, eips og ég. Ég hugði að hann myndi ekki hrylla við mér, að hann myndi skilja, hvað ég hefði gert. Ég þurfti ekki annað en að lita í gegn um gömul blöð og þannig fann ég yður, húsbóndi góður. Ég komst að raun um, að .... að þér höfðuð verið afbrýðissamur úl i konuna yðar og að . . . .“ „Já,“ svaraði maðurinn. Hann var orðinn fölur og svitinn hafði brotizt úl á enni hans. Ósjálfrátt liafði honum orðið litið út í horn á slofunni, þár sem kona hans hafði eitt kvöldið játað brot sitt og beðið fyrirgefningar. Hann átti bágt með að hafa stjóm á sér, en tautaði Jió: „En Jjér hafið ekki sagt mér, liversvegna þér viljið fara.“ Stúlkan varð niðurlút, en svar- aði: „Ég veit vel að það er heimsku- legt. Ég hefi líka reynt að átta mig, en ég ræð ekki við það. Ég get ekki hugsað mér það .... ég get ekki hugsað mér að lifa undir sama þaki og morðingi.” Maðurinn, sem sést til hægri á myndinni, var meðal Jæirra fyrstu, sem gengu á land á Guadalcanal á síðasta hausti. Hann barðist þar vasklega og er talinn hafa komið 200 Japönum fyrir kattai'nef, enda er yerið að sæma hann heiðiu’smerki á myndinni. En hann getur ekki séð það, því að Japanir blinduðu hann.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.