Vísir Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Vísir Sunnudagsblað - 30.05.1943, Qupperneq 6

Vísir Sunnudagsblað - 30.05.1943, Qupperneq 6
6 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 1 ’að cr betra aö vera vel búinn, þegar flogiö er í flugvirkjunum anier- ísku, því aö þau fai'a svó hátt, aö frostiö skiptir oft niörgu-m stigum. Maöurinn til vinstri á myndinni var ekki nógu vel búinn á höndunum. og því kól hann á þeim. Sá til hægri er læknir, og hann er aö veita honuni læknishjálp. fljúgandi“ og „Libgrator“ flug- vélarnar gátu flogið svo hátt a'ð hvorki orustuflugvélar eða loftvarnaskothríð óvinanna náði til þeirra. En sú tíð er liðin. Nýj- ustu orustuflugvélar Þjóðverja geta komizt í 40.000 fþla hæð og sama er að segja uni skot úr loftvarnahyssum þeirra. Þessar nýju orusluflugvélar eru þar að auki miklu hraðfleygari en sprengjuflugvélar okkar. Flug- vélar okkar eru nú orðið hezt vopnuðu sprengjuflugvélar í heimi með vélbyssum, sem eru hæði stærri og langdrægari en i>ær japönsku og þýzku. En flestar orustuflugvélar Þjóð- verja eru búnar fallbyssum líka og hafa í fullu tré við jafnvel „Virkin fljúgandi“. Þrátt fyrir það, að þessar marglofuðu sprengjuflugvélar okkar hafa enn ekki gert sprengjuárásir á Þýzkaland svo nokkru nemi, eru þær hafnar upp til skýjanna og kallaðar „orustuskip loftsins“. Blaða- maðurinn Forrest Davis segir t. d. i hinu víðlesna blaði „Sat- urday Evening Posl“ þann 14. nóv. 1942: „Virkin fljúgandi, sem svo margir hafa niðrað, hafa svarað gagnrýnendum sín- um með því að skjóta niður 10 þýzkar flugvélar fyrir livert virki, og jafnvel hreytt gangi ófriðarins“. Þau hafa gert hvorugt! FuJlyrðingar þessa manns eru hyggðar á hernaðartilkynning- um ameríska flughersins í Brel- landi.er gefnar liafa verið úteft- ii- hverja árás, sem sprengju- flugvélar hans hafa gcrt á her- teknu löndin. Eg held Jiví'alls ekki fram, aðþessartilkynning- ar séu ýktar af yfírlögðu ráði. Þær segja einungis frá því, sem áhafnir sprengjuflugvélanna staðhæfa, er þær koma lieim úr árásarferðunum. En allar slikar staðhæfingar þarf að rannsaka nákvæmlega. Vegna hinnar af- arhröðu framvindu atburðanna i loftbardögum, Iiættir áhöfnuni flugvélanna til að ýkja frásagn- ir sinar, uní skemmdir á flug- vélum óvinanna: Til að vega á móti þessu, tók brezki flugher- inn upp þann sið, strax i byrjun stríðsins, að viðurkenna enga óvinaflugvél skotna niður nema flugmaðurinn hefði séð hana koma niður, eða einhver annar sjónarvottur i lofti eðu á jörðu niðri. Enn sem kornið er hefir amer- iski flugherinn i Bretlandi ekki tekið upp þenna sið. Ef ein- hver skytta staðhæfir að hann hafi skotið niður flugvél, þá er hún ialin fram í hernaðartil- þyiminguniii, Ef yið syp þöfgm það lmgfast, að í sprengjuárás- um eru 12 flugvélar í hverri sveit og í hverri vél 0 skyttur, sem allar skjóta hver í kapp við aðra, þá er það ekki ótrúlegt, að eitthvað ruglist og margir eigni sér sömu flugvélina. Fleslir af flugliðum okkar eru óreyndir í lofthardögum, en andstæðingar þeirra eru þrautreyndir bar- dagamenn, sem kunna ólal brellur og sjónhverfingar. Eitl af uppáhaldsbrögðum þeirra, sem fljúga F.W. 190, er að koma neðan að andstæðing sínum, senda honum snögga skothríð og steypa sér síðan næstum því lóðrétt niður. Um leið og þeir steypa sér, loka þeir fyrir ben- zínið, sem hefir þær afleiðing- ar, að þykkur svarlur reykjar- mökkur gýs út úr hlástursrör- unum. Þannig sleypa þeir sér næstum því niður að jörð, svo hinir órevndu amerísku flug- liðar, sem liafa engan tíma til að horfa á eflir þeiin alveg niður, Iialda að þeir hafi skotið niður flugvél. Við skulum taka lil dæmis 9. októher 1942. Þann dag lilkynnti ameriska herstjórnin að 110 „Fljúgandi virki“ og „Libera- tor“ hefði séð fyrir 102 þýzkum orustuflugvélum i árás á Norð- ur-Frakkland. í fylgd með sprengjuflugvélunum voru 460 Spilfire og Hurricane orustu- flugvélar. Þær sögðust hafa skotið niður ó óvinaflugvélar. En áhafnir hinna amerisku sprengjuflugvéla staðhæfðu að þeir hefðu skotið niður 56; lík- lega 26 i viðbót og laskað 20. Eftir að yfirstjórn brezka flug- liersins hafði tekið þessa til- kynnipgu til nákvæmrar yfir- vegunár, neitaði hún að gefa út sameiginlegg hernaðartilkynn-. ingu með Ameríkumönnum, en fram að því liöfðu þeir alltaf gert það, er flugvélar beggja fóru j sameiginlega leiðangra. Samkvæmt brezkum venjum liefði tiikynningin átt að vera: 5 skotnar niður af brezkum or- ustuflugvélum, 12 af amerísk- uin sprengjuflugvélum. Bar- dagavaniir brezkir flugmenn, sem tóku þátt í léiðangrinum, sögðu mér, að hinir amerísku flugliðar liefðu raunverulega talið sig hafa skotið niður fleiri þýzkar flugvélar en voru áflugi, enda voru Þjóðverjar fljótir til að tilkynna það sama. Frá „teknisku“ sjónarmiði er ekkert athugaverl við hinar ain- erisku fjórhreyfla sprengjuflug- vélar. Þær hafa reynzt alar slerkbyggðar og sýnt, að þær Jiola mikla skolhríð. Ilvað sam- komulag milli liins ameríska og brezka flugliðs snertir, þá er það hið ákjósaníegasta. En Bret- ar álíta, og Jiað með réttu, að þáttlöku amcríska flughersins í sprengjuárásum á Þýzkaland sé sniðinn of þröágur stakkur vegna fastheldni við herfræði- legt sjónarmið — dagárásir i stórum stil sem ennþá sé óframkvæmanlegt í Evrópu. Eða ef við segjum það á annan veg. Sem stendur eru Ameríku- menn að reyna að nota hernað- artælci á vígstöðvum þar sem þau henta ekki og við aðstæður, er Bretar álíta að stofni þeim i beinan voða. Til að halda uppi stöðuguin loftárásuin á Þýzkaland þurfum við að hafa margþætta árásar- áætlun j staðinn fyrir að halda okkur éingöngu við sömu að- ferðina — „miðaðar" hálofta- árásir, Þjóðverjar liöfðu svipað- ar hugmyndir I byrjun striðs- ins og það er ekki ósennilegt, pð þeir hafi tapað striðinii vegna þess hve Jieir voru fastlieldnir og þráir. Þeir héldu uppi hinum stórkostlegu dagárásum á Bret- land þangað til þeir höfðu misst svo margar flugvélar, að þeir gátu ekki haft næturárásirnar svo öflugar að Bretar gugnuðu. Bretar Iiafa á hinn bóginn alllaf lagt mikla áherzlu á að hafa margar tegundir sprengju- flugvéla sem hentuðu hinum margbreytilegu aðstæðum. Hin nýja tvíhreyfla krossviðarflug- vél þeirra „Mosquito“ er óbrynj uð og getur borið 1000 kg. af sprengjum. En vegna Iiins geysi- lega flughraða liennar — 640 km. á klst. getur hún farið í dagárásir á Þýzkaland í livaða veðri scm er. Þrátt fyrir liið mikla burðarmagn Lancaster- vélanna cru þær samt svo hrað- fleygar, að þær geta farið í dag- árásir með því að „skjótast milli skýja‘‘ eða fljúga rétl yfir húsþökunum og koma þannig loftvörnunum á óvart. Bretar hafa alltaf haldið uppi dagárás- um er aðstæður hafa verið hent- ugar. A timabilinu ágúst—okt. 1942 gerðu þeir 45 dagárásir á 30 þýzkar borgir. Þegar við höfum náð fullum yfirráðum í lofti yfir Þýzka- Jandi, með því að leggja í rústir þýzkar f lugvélaverksmiðj ur, skjóta niður flugvélar þeirra og eyðileggja loftvarnir á jörðu, þá fyrst er hægt að senda hverja einustu sprengjuflugvél, livort sem liún er brezk, rússnesk eða amerísk, lii dagárása. En til þess að ná því marki verður liöfuðþungi sprengjuárásanna fyrst að vera að næturlagi. Ef við liefðum tíma lil þess, væri sjálfsagt að smíða sérstaka flugvélategund lil næturárása á Þýzkaland. En vegna Jiess að við liöfum ekki tima lil Jiess, þá vcrðum við að gera okkur það Ijóst, að Jiað er belra að reyna eftir mætli að vinna slríðið eins fljótl og liægt er með þeim vopnum, sem við liöfum hand- bær, en að hætta á að lapa því meðan við erum að smíða ný og betri vopn. Þó að hinar slóru sprengju- flugvélar okkar séu ekki færar um, að halda uppi stöðugum dagárásum á Þýzkaland, þá er hægl að gera þær hæfar til næt- urárása. Og það verður að gera, ef við viljum ekki láta skjólan sigur ganga okkur úr greipum. Það er aðeins þrennt, sem varnar þvi, a'ð flugvélar okkar geti teldð þátt í næturárásum á Þýzkaland og Jiað er: 1. Flugvélar okkar eru ekki útbúnar með logahlífum á blást- ursrörunum og að næturlagi er hægt að sjá hina þjörtu loga

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.