Vísir Sunnudagsblað - 20.02.1944, Page 3
VÍSJLR. SUNNUDAGrStíLAÐ
3
Um samskotin og ferð Eiriks
urðu mikil skrif, jafnvel reynt
að sverta bann fyrir afskipti
hans af málinu. En það fór á
þann veg, að þessi skrif náðu
ekki tilgangi sínum.
Sá eini árangur varð af þvi
fargani, að enska samskota-
nefndin hætti störfum og sam-
skotasjóðnum var lokað. Hafði
nefndin ætlað að senda fleiri
skipsfarma til íslands, en hætti
við það og afhenti líknarnefnd-
inni í Kaupmannahöfn eftir-
stöðvar sjóðsins, 760 pund. Alls
námu gjafirnar rúmum 5570
pundum. Þann 12. jan. 1883
gerði stjórnin Eirík að riddara
af Dannehrog fyrir atorku lians,
ósérplægni og drenglyndi i
vandræðamáli þjóðarinnar. Það
var hennar opinbera svar gegn
þeim, sem unnu að þvi að ó-
frægja hann og rógbera.
Borðeyrarfundurinn.
Um slcipting gjafavörunnar
yfirleitt .þekki eg ekki, því eins
og sakir standa eru handritasöfn
Landshókasafnsins ekki liér í
Reykjavík. Líkur eru til, að eitt-
hvað hafi komizt inn í þau frá
sýslunum, en þótt svo sé, verð-
ur það ekki lagt til grundvallar
fyrir frásögnum þessum, og þvi
aðeins stuðzst við fornar frá-
sagnir.
Sú frásögn frá Borðeyrar-
fundinum, er eg heyrði i æsku,
var meðal annars sú, að hann
liefði verið fjölmennur, er staf-
aði af því, að varan, sem lögð
var þar upp, var bæði mikil og
átti að skiplast á stórt svæði.
Ennfremur lieyrði eg, að
ýmsar skoðanir liefðu verið uppi
um það, eftir hvaða mælikvarða
bæri að skipta vörunni á milli
hreppanna, en þrátt fyrir skoð-
anamun hefðu skiptin komizt á
og verið undirrituð af viðstödd-
um fulltrúum. Eftir líkum að
dæina hefir vara sú, er setl var
á land á Borðevri, átt að skiptast
í Dalasýslu, Strandasýslu og
báðar [Húnavatnssýslur, — sem
á þeim tíma var ein sýsla. Um
1890 heyrði eg sagt frá því, að
Jóscxj Einarsson, bóndi á Hjalla-
Jósep á Hjallalandi.
landi, liefði sótt fundinn i það
minnsta fyrir Sveinsstaða- og
Ashrepp. Hann var gildur bóndi,
atkvæðamikill og drengur góð-
ur. —
Eftir þeim frásögnum, er eg
heyrði, átti Borðeyrarfundurinn
að hafa verið snemma i desem-
her, og að skiptin á milli hrepp-
anna hafi verið byggð á skýrsl-
um um efnahag hreppanna og
tjón af völdum harðindanna.
Fundurinn á Undirfelli
I Vatnsdal.
Eins og tekið er fram í byrj-
un, er frásögnin af fundi þess-
um tekin eftir Jóni sál. Jónssyni
lækni, og er henni að öllu leyti
fylgt, og var hún á þessa leið:
Fundurinn var fyrrihluta vetr-
ar, — eg man ekki á hvaða tíma,
en mjög var hann fjölsóttur, —
nálega allir bændur í dalnum.
Þess utan mætti Jósep á Hjalla-
landi á lionum, og mig minnir
einhverjir fleiri, er voru á Borð-
eyrarfundinum. Tilefni fundar-
ins var að skipta gjafavöru
þeirri, er skipt hafði verið í
hrep])inn, á heimilin. Strax í
fundarbyrjun komu fram tvær
stefnur í málinu. Önnur, að
skipta eftir skepnutölu; þeirri
stefnu fylgdu efnabændurnir og
nokkrir aðrir. En hin, að skipta
eftir cfnahag og ástæðum
manna. Þeirri stefnu fylgdu þeir
Lárus Blöndal sýslumaður og
Hjörleifur prófastur Einarsson.
|Út af þessum skoðanamun varð
langt þras og allheitar deilur.
I umsögn sinni um málið
höfðu þeir sýslumaður og pró-
faslur haldið fram, að yfirleitt
væri mun betri ástæður með
fóður í Vatnsdal, en í hinum
sveitunum mörgum. í Vatnsdal
hafði bæði verið betri sxjretta
og nýting, t. d. töður hirtar um
höfuðdag, og annað, að mest-
ur heyskapurinn hefði orðið
á heztu heyskaparjörðunum,
en á þeim flestum hyggju mestu
efnamenn, er vafasamt væri að
ættu nokkurn rétt til gjafanna,
enda hefðu hetri aðstöðu að
afla sér fóðurs en bláfátækir
fjölskyldumenn. En hinsvegar,
að ef skipt yrði eftir skepnutölu,
Lárus Blöndal.
fengju þeir mest, er rikastir
væru. Eftir langt þras og deilur
um hvernig skipta ætti, voru
þessar umþráttuðu tillögur
bornar upp til samþykkta. Varð
sú tillaga ofan á, að skipting færi
fram eftir skepnutölu á fóðri.
Þessari niðurstöðu hafði síra
[Hjörleifur reiðzt mjög mikið.
IJafði liann risið úr sæti sínu og
sagt, að þetla væri að misnota
drenglyndi hinnar hrezku þjóð-
ar, þeirrar þjóðar, sem hefði
rétt bróðurhönd yfir hafið
snauðu fólki og þurfandi, en nú
væri svo komið, að hinir ríkustu
fengju mest á kostnað hinna
snauðu. Jafnframt hefði hann
lýsl þvi yfir, að samkvæmt þess-
um væntanlegu skiptum mundi
hann láta hirða það, sem sér
hæri, en ekki handa sér. Hafði
liann verið prðin'n mjög reiður
og rokið úl af fundinum og inn
í haðstofu og vakti vinnumann
sinn, og bað hann að ná i reið-
hest sinn og leggja á hann. tJti
var dimm yeírarnótt og norðgn
hríðarveður,
Þegar hesturinn kom var
prófasturinn ferðbúinn; rauk
hann á bak og reið í spretti út
í koldimma vetrarnóttina. Um
morguninn kom hann heim, og
var þá rólegur, sem ekkert hefði
i skorizt. Nokkrum dögum síð-
ar fréttist, að hann hefði riðið
um nóttina inn í dalinn, og
skipti sínum hlut af gjafavör-
unum á milli fátælcs fólks, er
bjó við slæm heyskaparskilyrði.
Litlu síðar fréttist um dalinn,
að Lárus Blöndal sýslumaður
hefði einnig skipt sinu gjafa-
fóðri up[j á milli fátæks fólks
í dalnum.
Um leið og frásögn þessi skýr-
ir frá niðurstöðum þessa fund-
ar, sýnir hún meira og fleira.
Hún greinir frá því, hvernig
tveir báttstandandi áhrifamenn
fóru að því, að móta þá samtíð,
er þeir lifðu með, með sinu eig-
in fordæmi, með þvi að gjöra
allt, sem þeir gátu til að halda
uppi rétti hinna minnimáttar. Á
peningamælikvarða voru báðir
þessir menn vel efnalega sjálf-
stæðir, en hvorugur ríkur —
nema af hjartagæzku og dreng-
lyndi.
Niðurlagsorð.
Nú er frásagnaþáttum þess-
um lokið. En aðeins til viðbótar
skal þessa getið:
Að Eiríkur Magnússon lézt í
London 24. janúar 1913.
Lárus Blöndal lézt að Kornsá
í Vatnsdal 12. maí 1894; hafði
honum verið veitt amtmanns-
embættið norðan- og austan-
Iands 26. febrúar um veturinn.
Hvíla bein hans i grafreitnum á
Undirfelli, við hlið konu hans,
er dó 25 árum síðar. í sam-
bandi við fráfall hans skal þess
getið, að full 400 manns fylgdu
honum til grafar, og mun sú
jarðarför fjölmennust i Húna-
þingi á árabilunum 1889—1938.
Sveitungar hans báru likkistu
hans frá Kornsá að Undirfelli.
Kveðjuræður fhlttu auk hér-
aðsprófastsins séra Hjörleifur
Einarsson, prestarnir síra Stefán
M. Jónsson á Auðkúlu, séra
Bjarni Pálsson, Steinnesi, séra
Þorvaldur Björnsson, Melstað.
og séra Eyjólfur Kolbeins
Staðarbakka.
Við jarðarförina söng bland-
aður kór, cr samanstóð af úr-
vals söngfólki víðsvegar að.
Börn hans reistu honum virðu-
legan minnisvarða.
Fmfall Lárusar sýslumanns
Blöndal, er hann var ákveðinn
að flytja burtu, sýnir fyrst og
fremst það, að æðri máttarvöld
gripu þar inn í og ákváðu hon-
um að vera áfram mitt á meðal
þeirra, er hann um langt og