Vísir Sunnudagsblað - 20.02.1944, Síða 4
j
*___________________________VlSlB SHNNUDAQSBLAÐ
Töframáttur tónlistarinnar,
trúarinnar og sólar-
geislanna.
Eftir Theódór Ámason
Vafalaust er það syo, að mjög
er líkt á komið með þeim, að
ýmsu leyti, sem sannir eru og
einlægir trúmenn og þeim, sem
sannir eru og einlægir tónlistar-
menn. T. d. þeim einlæga og
reynda trúmanni, sem elskar
Drottinn sinn og Frelsara og
treystir honum, telur það eftir-
sóknarverðast allra gæða þessa
lieims og annars og veita sér
mestan unað, — og hmum ein-
læga og sannmenntaða tónlist-
armanni, sem ann tónlistinni
um öll önnur gæði fram og allan
unað, sem lífið hér á jörð hefir
upp á að bjóða. Og þá er það
einnig sameiginlegt slikum trú-
manni og tónlistarmanninum,
að hjá þeim báðum vaknar fljót-
lega sterk löngun, til að gera
nánustu vini sina, — já, helzt
alla, sem þeir ná til, — aðnjót;
andi j>ess unaðar og þeirrar
göfgiáhrifa, sem trúin eða tón-
listin veitir þeim sjálfum. Hinn
einlægi trúmaður leitast við að
laða menn til Krists, með því
að bera honum vitni og segja
frá reynslu sinni af þeim dá-
semdum, sem hann liefir notið
í samfélagi við hann. Tónlistar-
maðurinn, sá einlægi og sann-
menntaði, vill einnig Iaða menn
farsælt árabil liafði stjórnað og
mannað.
Getur þá ekki skeð, að yfir
leiði hans livili hulinn verndar-
kraptur, er eigi eftir að lyfta
Vatnsdal og Húnaþingi menn-
ingarlega að nýju?
Séra Hjörleifur Einarsson
prófastur fékk Undirféll 1876
og var þar þjónandi prestur í
30 ár. Hann hraut fót sinn og
fékk lausn frá prestsskap 23.
febrúar 1906. Sókarmenn háðu
hann að segja ekki af sér og
buðu að sækja alla prestsþjón-
ustu heim lil hans að Undirfelli,
en það gat hann ekki þegið. —
Hann flutti til Rykjavíkur og dó
þar 13. okt. 1910. Við burtför
þeirx-a hjóna úr Vatnsdalnum
virtist likast þvi, sem slrengur
Iiefði slitnað i brjósti sóknar-
búa almennt, — strengur, sem
sennilega fæst ekki endurlífgað-
ur i náinni framtíð.
Jósep Einarsson bóndi á
Hjallalandi dó 21. mai 1916, og
Jón Jónsson læknir dó 3. októ*
þer 1942.
og leiðbeina leikmönnum inn á
þær leiðir, sem beinastar eru til
Jiess, að þeir fái notið göfgandi
áhrifa og unaðar af góðri tón-
list.
Og enn iná halda þessum
samanburði áfram: Hinn sanni
og reyndi trúmaður hugsar þá
ekki um það, að láta sitt ljós
skína, er hann tekur til máls,
heldur gleymir hann sjiálfum
sér, og leggur á það alla áherzl-
una að ljós þess fagnaðarerindis,
sem hann boðar, fái sem bezt
notið sín.
Þannig er einnig um hinn ein-
læga og sannmenntaða tónlistar-
mann, — hann gleymir sjálf-
um sér, er hann túlkar fyrir
vinum sínum ódauðlegar tón-
smíðar „gömlu meistaranna“,
eða talar frá eigin brjósti fyrir
munn annara tónlistarmanna,
— eða hljóðfærasnillinga. Og
honum er það ríkt í Iiuga, að
leikmaðurinn fái sem bezt notið
]iess, sem hann flytur, að Ijós
listar listanna, geislar hennar,
fái notið þess töframagns, sem
í þeim felst, nái að leika um
hugi manna og hjörtu, og nái
að lýsa og verma inni í þessum
innri „híbýlum“, — en þá verða
„móttakendur“ líka að hafa alla
glugga opna í þessum innri lií-
býlum og allar gáttir, og gerasl
sjálfir „passiv“ á meðan, eða
viljalausir.
Og þá kemur enn að atriði,
sem sameiginlegt er, að mínu
viti, og er þungamiðjan í hvoru-
tveggju. Einlægir trúmenn njóta
gleði og unaðar, sem þeim finnst
trúin á Drottinn og Frelsarann
geti ein veitt þeim, — án þess*
að þeir skilji, hvernig þetta
undur gerist, og án þess að þeir
leitist við að skilja það.*) Sá,
sem njóla, vill unaðar af góðri
tónlist, þ. e. a. s. hlustandinn,
sem ekki hefir notið tónlistar-
fræðslu eða uppeldis, verður að
gefa sig tónlistinni á vald án
þess að skilja, vegna þess, að
það er uin tónlistina eins og
trúna og sólskinið: geislarnir,
hinir heilnæmu geislar lónlislar-
innar eiga að leika óhindraðir
*) Öðru máli er auðvilað að
gegna um þá, sem nefna sig
„skynsemitrúarmenn“. Þeirra
gleði verður sennilega blendnari.
En hliðstæðir menn eru einnig
til meðal tónlistarmanna.
um huga og hjarta þess, sem
hlýðir á göfuga tónsmíð, án þess
að hann sé að streytast við að
„analysera“ þá. Þá fyrst nýt-
ur hann af þeim liollustu og
unaðar, — alveg á sama hátt
og trúaður maður segist njóta
bezt þess sem liann les eða hlýð-
ir á um fagnaðarerindið, — og
á sama hátt nýtur líkami
mannsins bezt hressingarinnar,
orkunnar og heilbrigðinnar, sem
sólargeislarnir geta veitt hon-
um, þegar maðurinn klæðir sig
úr hverri spjör, þvær óhrein-
indin úr ölíum svitaholum, og
legsl síðan fyrir, — viljalaus
þar sem sólargeislanna nýtur
bezt. Sjálfur gerir hann ekkerl
annað en að fara úr spjörunum
og þvo sér. Hann finnur að só!-
argeislarnir auka á heilbrigði
hans og velliðan, án þess að
hann þurfi fyrir því að hafa,
að vita hvernig það gerist, eða
reyna að „analysera“ geislann.
Og því oftar, sem þetta er gert,
því gleggri verða áhrifin og
meiri heilsubótin. Nákvæmlega
þetla sama, inyndi hinn einlægi
trúmaður segja þér um það,
hvernig hann nýtur hollustu og
unaðar fyrir sál sína og hjarta,
með því að lesa eða hlusta, með
opna alla glugga, — en þó að
undangengnum „þvotti“ hugar
og hjarta. Og þessar samlíkingar
tvær eiga svo enn sína þriðju
hliðstæðu: tónlistina. Þetta vita
þeir gerst, sem reynt hafa, og
þá fyrst og fremst þeir, sem not-
ið hafa tónlistaruppeldis og
menntunar. Þessvegna er það
þeirra fyrsla boðorð, eða upp-
haf þess fagnaðarerindis, sem
þeir vilja„ boða vinum sínum,
samborgurum og þjóð, — fagn-
aðarerindisins um þær miklu
dásemdir sem tónlistin hefir
upp á að bjóða, og unaðar, sem
hún getur veitt „hrjáðum lýð“,
— almenningi. Látið áhrif göf-
ugrar tónsmíðar — geisla henn-
ar, leika óliindraða um og inn
i lniga yðar og lijörtu, — sem
lireinast sé þar þó inni fyrir, —
á sama hátt og sólargeislarnir
leika um Iireinan likama
manns, sem er að leita hollustu
í sólbaði. Og þvi oftar, sem
þelita er rc|ynl, þvi betur fá
þessir geislar notið sin, því meiri
verður hollustan og því meiri
unaðurinn.
Páll lónskálcl ísólfsson komst
svo að orði i ritgerð fyrir nokkr-
um árum, að ekki væri til þess
ætlazt að menn skildi, — og þá
sizt. leikmenin —- tónsmíðar á
sama hátt og þeir skilja kvæði.
Því miður hefi eg ekki við he nd-
ina þessa ritgerð, en að því er
mig minnir, var Páll þar að
gera nokkur skil hinu hvimleiða
nöldri fólks um það, afj það
skilji ekki „þessa háfleygu tón-
list, sem alltaf er verið að ota
að manni í útvarpinu.“ Þetta er
orðrétt setning, sem kveður við
sí og æ. Og sennilega hefir hún
kveðið við oftar í eyrum Páls en
annara, og honum til mun meiri
leiðinda en öðrum, vegna starfs
hans við útvarpið, sem sífellt er
verið að finna að.*) Þetta er
hveimleið setning, og ömurlegt
lil þess að vita, hversu mikil og
dásamleg verðmæti fara til ó-
nýtis, — fá ekki notið sín vegna
skilningsleysis, og á eg þar ekki
við skilningsleysið á sjálfum
hinum djúphugsuðu og inn-
Jilásnu tónsmíðunv, heldur skiln
ingsleysi á þvi, hvernig menn
fái notið þeirra sér til unaðar
og siálubótar. Og þetta skilnings-
leysi stafar þá fyrst og fremst
af því, að almenningur hér á
landi, hefir ekki átt kost á
neinu tónlistar-„uppeldi“, fyrr
en útvarpið kom til sögunnar,
og ]ivi næst hefir almenningur '
ekki heldur fengið þær leiðbein-
ingar, sem að lialdi gæti komið,
um það, hvernig mönnum get-
ur lærst það, að njóta góðrar
tónlislar sér til unaðar, göfgun-
ar og hollustu.
Tímaritsgrein, sem eg las fyr-
ir nokkrum árum, eftir fiðlu-
snillinginn J. jHeifetz, sem ein-
mitt fjallaði um þessi sömu
vandræði almennings í Banda-
ríkjunum, kveðst hann einkum
nota eitt „universal-húsnáð“
þegar þessi sama nöldurssetning
er sögð í lians áheyrn. Hann
kveðst þá segja: Vertu þolin-
móður fyrst og fremst, ef þig
langar til þess á annað horð að
fá hlutdeild í þeim unaði, sem
þú veizt að hann nágranni þinn
nýtur af „þessari hundleiðinlegu
og óskiljanlegu klassisku mús-
ik“, — en þú skalt bara opna
tækið þitt í hvert sinn, sem eitt-
livað er slíkt iá boðstólum og
hlusta, — hlusta og hlusta! Eða
þá að fá þér tvær eða þrjár
grammófónplötur með „hund-
leiðinlegum“, góðum klassisk-
um tónsmíðum, — (því að
klassiskar tónsmiðar geta verið
bæði „góðar“ og ,,lakari“), —
og „spila“ svo þessar plötur upp
aftur og aftur, eftir þvi sem þú
hefir tóm til og þolinmæði. Einn
góðan veðurdag tekur þú svo
*)Eg liefi ieitl sinn gerzt til
þess, að finna að þvi opinber-
lega, hvernig tónlistarflutningi
útvarpsins væri háttað, einkum
að því er snerti hina æðri tón-
list, og lagði þá aðaláherzluna
á það, að flutningur þeirrar tón-
listar þyrfti að vera skipulegri.
Síðan hefir þetta nokkuð breytzt
til bóta.
i