Vísir Sunnudagsblað - 20.02.1944, Page 5
VÍSIR SUNNUDAG&BLAÐ
5
- ... • - . * *-
allt í einu eftir því, að þú ert
farinn að raula kafla úr són-
ötu eftir Mozart eða sýmfóniu
eftir Beethoven. þar sem þú
stendur við hefilbekkinn þinn,
eða ert að þvo upp matarilátin
með konunni þinni. Þetta eru
fyrstu einkenni þess, að sú
„hundleiðinlega“ tónsniíð, eða
geislar hennar, liafa komizt inn
um einhverjar glufur í sál þinni,
þér alveg óafvitandi. Og þá
verður þess ekki langt að biða.
að þér verður eins auðvelt að
opna og stilla móttökutæki hug-
ar þíns, eins og að opna og stilla
úlvarpstækið þitt. „Hlustaðu!
^Hlustaðu! Hlustaðu! Og verlu
jKjlinmóður. Mjnnstu Jæss J)á
lika, að við lónlistarmennirnir
liöfum orðið að vera ákaflega
„þolinmóðir“, til Jæss að geta
notið þeirra dásemda sem það
veitir okkur að elska hana og'
gela túlkað liana, sjálfum okk-
ur og vinum okkar til sálar-
hréssingar, hollustu og yndis.“.
Eitthvað á þessa leið fórust
jHeifetz orð i þessari tímarits-
grein. Og hann er tvímælalaust
einn hinna einlægustu og sönn-
ustu tónlistarmanna vorrar tíð-
ar sem meira metur listina,
heldur en það, að skína sjálfur.
t. d. á leikninni, á kostnað list-
arinnar. En til eru þeir „virtu-
ósar“ sem það gera.
Mikið og göfugt verkefni er
það, fyrir liina fáu sannmennt-
uðu tónlistarmenn vora, að leið-
beina almenningi í þessu efni,
— laða almenning til þess, að
leggja við hlustir, hjálpa al-
menningi til þess að njóta „sól-
baðsins", sem góð tónlist býð-
ur upp á. Og það verður þá eins
um þá og trúboðana, sem boða
fagnaðarerindið um Frelsarann.
Þeir verða að gerast börn að
nýju, svo að þeir geti sett sig
í spor þeirra „barna“ i trúnni —
og tónlistinni, sem þeir vilja
leiðbeina. Það tjáir ckki að setja
sig upp á háan hest, eða tala af
rembingi á vísindamáli. Enda er
það eðlilegt þéim, sem mestir
eru mennirnir og mest hafa til
brunns að bera, að þeir eru litil-
látir og eiga auðvelt með að tala
á alþýðlegu ináli.
Vér eigum ábyggilega einn
inann slikan meðal tónlistar-
manna, vorra — og eflaust fleiri.
En eg á hér við Pál ísóffsson.
Hann er allra tónlistarmanna
okkar vinsælastur og kunnastur
meðal þjóðarinnar, hann hefir
miþið til brunns að bera, og
hann hefir allra tónlislarmanna
vorra bezta aðstöðu, til þess
að láta gott af sér leiða í þessu.
Hann er eins og hinn einlægi
og sanni trúboði, upp úr því
hafinn, að láta sitt ljós skína.
SJÓORUSTAN I BISKAYAFLÓA.
A myndinni sézt beitiskipið „Glasgow“, sem ásaml beitiskipinu „Entreprise“ sökkti 3 þýzkum
tundurspillum og rak 11 á flótta í Biskayaflóa 28. desember 1943.
heldur er honum það aðalatriði
•og- hjartans mál, að láta sem
bezt njóta sín birtuna og geisl-
ana sem af sjálfri listinni stafar.
Þessvegna er það fagnaðarefni,
að hann hefir nú hafið nýjan
þátt í starfi sínu við útvarpið,
fræðslu og leiðbeiningar um
tónlist fyrir unglinga, og senni-
lega verður sú fræðsla enn yfir-
gripsmeiri er tímar líða, — og
ef útvarpsráð leyfir það.
Annars er það nú svo, að jarð-
vegur fyrir góða tónlist, í hug-
um íslenzks æskufólks, er orð-
inn miklu hrjóstrugri en liann
var fyrir t. d. 30 árum. Þá var
liann ósnorlinn svo að segja,
og frjór. — En síðan hefir ver-
ið sáð í þann góTia jarðveg ill-
gresi, — og þó einna mest kapp
á það lagt hin síðari árin, —
sem skemmt hefir jarðveginn
svo, að erfitt verður úr að bæta,
og veitir því ckki af að þeir
leggi fram sinn skerf til þess
sem eitthvað liafa verulegt til
brunns að bera, og fellt gcta
sig við það, að tala þannig og
rjta, að alþýða manna skilji þá,
laðist að „trúboði þeirra, treysti
þeim og beri virðingu fyrir
þeim og vinarhug til þeirra. '
j>kal hér nú látið staðar num-
ið um þessar samlikingar. Með
þeim vil eg aðeins benda leik-
mönnum á, og reyna að gera
skiljanlegl, bvernig þeir geti
notið „sólbaðs“ i geislum góðr-
ar tónlistar, án undangenginn-
ar fræðslu. Þetta er tilraun,
gerð af einlægum huga, til þess
að laða menn að góðri tónlisl
og leiðbeina þeim með fyrstu og
einföldustu skrefin. Þegar þau
eru lærð, fer á eftir löngunin
til að komasf lengra, þprsti eftir
frekari fræðslu. Og væntanlega
mega „ldustendur“ — hvort
heldur eru útvarps- eða hljóm-
leika-hlustendur, — eiga von á
því, að meira verði gert að því,
hér eftir en hingað til, að veita
þcim skiljanlegar leiðbeiningar
og fræðslu. Um töframátt trú-
arinnar liafa menn verið frædd-
ir öldum saman, um töframátt
sólargeislanna hafa menn lengi
vitað, og hér á landi eru menn
farnir að gera sér far um að
notfæra sér liann, og eru þeir
æði margir, einkum meðal
æskufólks, sem þekkja liann af
eigin reynd. Langminnst veit
islenzk alþýða úm töframátt
góðrar tónlistar, — en æslcu-
lýðurinn hefir hinsvegar kom-
izt út á glapstigu, því að margt
af því, sem æskulýður vorra
fima telur tónlist og vill helzt
heyra, er álika óholl nautn og
að lesa liina lélegustu mann-
dnápa- og glæpareifara, og á
ekkert skylt við tónlist.
Nú er það hið mikla og göf-
uga verkefni tónlistarmanna
vorra, að sannfæra alþýðu
manna um töframátt góðrar
fónlistar og laða hana til þess
að notfæra sér hann.
Fyrsta myrkvun, sem getið
er um að gerð hafi verið í liern-
aðarskyni, var gerð i frelsis-
striði, Bandarikjanna 1813, i
borginni St. Michaels i Mary-
land. Brezkur her sótti að borg-
inni, og fundu borgarbúar þá
upp á því að slökkva öll ljós
og hengja luktir upp í tré. Bret-
ar miðuð á ljósjn og skutu yfir
markið,
S k u g g i:
Markúa ívarsson
vélstjóri.
(Borinn til moldar i. sept. 1943.)
Hrökkur hrynangur
hræringa,
bundin bróðerni
bragrefja,
þegar þrúðmenni
þegnheima
báru bljúglega
blundketil.
Inni úðmennis
aldreigi
réði rangsælis
réttlæti —
víkka vináttir
velsæmis
hlægi hamingja
heimamenn.
Væru vinsældir
vöggugjöf,
enginn öðlaðist
ágæti —
heimur hlébarða
hraklegur
^færði fáráðleg
fyrirtök.
Berast blávötnum
blíðmæla
loftvæg löghelgi
ljóðpunda —
þjóðsál þroskaðri
þessvegna
aldrei ofdyri
eiginlegt.
Þessleg þjóðrekki
þegjandi
voru vandanum
viðbúin —
hurfu hetjlega
heimanfrá,
áttu æfilangt
ístríki,