Vísir Sunnudagsblað - 13.08.1944, Side 1

Vísir Sunnudagsblað - 13.08.1944, Side 1
1944 Sunnudaginn 13. ágúst tk Erfðaskráin. Eg þekkti þenna iiávaxna, unga mann, René de Bourne- val. Hann var þægilegur í um- gengni, þó að hann væri dálitið þunglyndur og virtist mótfall- inn ölln mögulegu og efast um allt milli himins og jarðai*, og hann gat með fáum orðum rifið niður allan yfirdrepsskap þjóð- félagsins. Hann var vanur að segja: „Það eru engir heiðarlegir menn til, eða að minnsta kosti mjög fáir miðað við liina, sem ekki eru heiðarlegir.“ Hann átti tvo hræður, sem hann heimsótti aldrei, Courcils- bræðurna. Eg hélt alltaf, að þeir væru synir annars föðurs vegna nafnsins. Eg hafði oft lieyrt þess getið, að fjölskyldan ætti sér einkennilega sögu, en þá sögu þekkti eg ekki.Þar semmér geðjaðist mjög vel að René„ þá urðum við brátt góðir vinir, og kvöld nokkurt, er eg hafði snætt með honum einurn, spurði eg liann hvort hann væri sonur af fyrra eða síðara hjónabandi. Við spurningu mína fölnaði hann dálitið, siðan roðnaði hann og nokkur augnablik sat hann þögull. Það var auðséð, að spurninginjáafði fengið mjög á hann. Síðan brosti hann þessu þunglyndislega, milda brosi, sem var svo einkennandi fyrir hann, og mælti: „Vinur minn, ef það þreytir yður ekki, þá get eg sagt yður frá mjög einkennilegum atvik- um úr ævi minni. Eg veit, að þér eruð gáfaður niaður, svo að eg óttast ekki að vinátta okkar bíði nokkurt tjón við frásögn mína, og ef svo yrði, mundi eg ekki óska eftir vináttu yðar framvegis. Móðir mín, Madame de Courcils, var smávaxin, feimin kona. Eiginmaður liennár hafði gifzt henni sökum auðaCfa henn- ar og hafði gert líf hennar að byrði fyrir hana .Hún var ótta- gjörn, blíð og viðkvæm i lund en var stöðugt kvalin af þessum manni, sem átti að vera faðir minn, einn af þessum J'udda- mennum, sem kallaðir eru sveita-aðalsmenn. Mánuði eftir brúðkaup þeirra var liann far- inn að lifa óhófslegu lífi og átti í sífelldum ástarævintýrum með eiginkonumi og dætrum leiguliða sinna. En þrátt fyrir þetta eignaðist liann þrjú börn með konu sinni — ef eg er tal- inn með. Móðir min kvartaði ekki undan þessu líferni hans. Hún lifði i þessu hávaðasama húsi eins og mús undir fjala- ketti. Enginn tók eftir henni og enginn gaf sig á tal við liana og hún liorfði á fólk með órólegu augnaráði —- augnaráði ótta- slegins dýrs, sem aldrei losnar við óttann. Og þrátt fyrir þetta var liún fögur, mjög fögur. Hún var ljósliærð, en það var eins og liárið hefði fölnað undan hinni stöðugu örvæntingu. Á meðal vina herra de Cour- cils, sem kom oft til hallarinn- ar, var riddaraliðsforingi nokk- ur, ekkjumaður. Hann var mað- ur, sem allir óttuðust, en gat þó verið bæði blíður og strangur í einu. Þessi maður hét herra de Bourneval, sama nafnið og eg her. Hann var hár og grannvax- inn og hafði mikið, svart yfiri skegg. Eg líkist honum mjög mikið. Hann hafði lesið mikið og hugmyndir lians voru frá- Iirugðnar hugmyndum flestra stéttarbræðra hans. Langamma lians Iiafði verið vinur Rousse- aus og mörgum fannst eins og hann hefði erft eitthvað af hug- myuduni sínum frá þessari fornu vináttu. Hann kunni rnörg ritverk Rousseaus utan að og hafði gaumgæfilega lesið þau heimspekirit, sem liöfðu undir- búið stjórnarbyltinguna miklu. Það kom í Ijós síðar, að hann hafði elskað móður mína og að liún hafði einnig elskað hann, en samband þeirra fór svo leynt, að engan grunaði sannleikann. Þessi vesalings vanrækta og óliamingjusama kona virðist hafa þrýst sér að honum i ör- væntingu sinni og lilýtur að hafa drukkið í sig skoðanir hans um hugsanafrclsj og djarflegar hugmyndir um frjálsar ástir. En sökum feimni sinnar þorði liún aldrei að láta uppskátt um þessar skoðanir, heldur lokaði þær inni og varðveitti i Iijarta sínu. Báðir bræður mínir voru mjög kuldalegir við hana eins og faðir þeirra, og sýndu henni aldrei neina ástúð. Og þar sem þeir höfðu aldrei séð henni sýnd nein virðing í höllinni, þá um- gengusí þeir liana næstum eins og þjónustufólkið. Eg var sá eini af sonum liennar, sem elsk- aði liana og hún elskaði á móti. Þegar hún andaðist var eg 17 ára gamall. Skömmu fyrir dauða sinn hafði liún unnið mál á hendur eiginmanni sín- um, sem veitti lienni rétt til að ráðstafa mestu af eignum sín- um að eigin geðþótta. Það átti hún að þakka kænum lögfræð- ingi, sem vár málstað hennar mjög trúr. Okkur var skýrt frá því, að erfðaskráin væri á skrifstofu . lögfræðingsins og yrði lesin þar i nærveru okkar. Eg minnist þessa mjög ljóslega. Þetta var áhrifamikið augnablik. Þessi látna kona hrópaði nú frá gröf sinni og krafðist þess frelsis, sem henni hafði verið neitað um í lifanda lífi. Maðurinn, sem áleit að hann væri faðir minn, stór og lirika- legur á svip, einna líkastur slátrara, og hinir tveir bræður minir, hávaxnir ungir menn, tuttugu og tuttugu og eins árs gamlir, biðu þarna þögulir í sætum sinum. Herra de Bour- neval, sem hafði verið boðið að vera viðstöddum, kom einnig og stóð fyrri aftan stól þann, er eg sat á. Hann var mjög fölur og strauk án afláts yfirskegg sitt, sem var tekið að grána ofur- litið. Það var enginn vafi á því, að hann vissi hvað þarna átti að fara fram. Lögfræðingurinn tvílæsti dyrunum og tók þvi næs‘t að leaa erfðaskrána, eftir að hafa brotið innsigli hennar i viðurvist okkar.“ Yimir minn hætti frásögn 24. blað Smásaga eftir Guy de Maupassant. sinni, reis á fætur og tók af skrifborði sínu gamla pappírs- örk. Hann braut blaðið sundur, kyssti það og hélt síðan áfram: „Þetta er erfðaskrá hinnar ást- lcæru móður minnar: Eg undirrituð, Anhe Cather- ine-Geneviéve-Mathilde de Cro- ixluce, lögleg éiginkona Leo- polds-Joseph Contran de Cour- cils, heilbrigð á sál og líkama, læt hér í Ijós mínar síðuslii óskir. Fyrst og fremst bið ég guð og því næst minn elskaða son, René, um fyrirgefningp á því, sem ég ætla nú að játa. Eg er þess fullviss, að sonur minn sé nógu göfuglyhdur til að fyrir- gefa mér. Eg hefi þjáðst allt mitt líf. Eg var gift vegna auð- æfa minna, síðan fyrirlitih, mis- skilin og stöðugt dregin á tál- ar af eiginmanni míniini. Eg fyrirgef hönum, en eg skulda honum ekkert. 7 Eldri synir mínir hafa aldrei sýnt mér neina ástúð og várta umgengist mig eins og móður sína. Eg hefi allt mitt líf gert skyldu mina gagnvart þeim og eg skulda þeim ekkert eftir dauða minn. Vanþakklátur soríur er verri en ókúnnur mað- ur, hann er sekur og hefir eng- an rétt til að umgangast móður sina með kulda. Eg Kéfi alltaf óttazt karlmenn og hin óréttládu lög þeirra og venjur. En eg óttast ekki leng- ur guð. Þégar eg er látin þori cg að varpaaf mér allri hræsni, eg þori að segja hugsanir mín- ar og láta uppskátt um teynd- armál hjarta míns. Þess vegna fel eg þann htuta eigna minna, sem lögin leyfa mér að ráðstafa, i hendur elsk- huga mins, Pieire-Gerner-Sim- on de Bourneyal, iil þess að þœr

x

Vísir Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.