Vísir Sunnudagsblað - 13.08.1944, Side 3
VíSIR SÍJNNUDáGSBLAÖ
3
Henry A. Wallace ( til vinstri), varaforseti Bandaríkjanna og
Chiang Kai-shek, forseti Kínaveldis, hlusta á kínverskan her-lúð-
urflokk leika ameríska þjóðsönginn, við komu Wallace til Chung-
ldng í júní s.l.
spurzt hafði, að eg vaer'i sænii-
lega vel að mér um dulræn efni,
og hefði einu sinni skrifað sögu,
þar sem aðalpersónan var
draugur. Ef það kom fyrir, að
brak heyrðist í vegg eða borði,
þegar við sátum saman í stóru
setustofunni, þá varð dauða-
þögn og allir bjuggust við að
heyi’a hringl í hlekkjum og sjá
eitthvað yfirnáttúrlegt.
Eftir mánaðar eftirvæntingu
urðum við — okkur til mikilla
vonbrigða — að lokum að við-
urkenna, að ekkert það hafði
skeð, sem var hið allra minnsta
dularfullt. Einu sinni fullyrti að
vísu svarti þjónninn að ljósið á
lcerti lians hefði slokknað á
dularfullan liátt, þegar hann var
að hátta, en þar sem eg hafði
oftar en einu sinni séð hann í
því ástandi að lionum hefði get-
að sýnzt eitt kerti vera tvö, þá
áleit eg það vel hugsanlegt, að
ef hann hefði bætt svolitið meira
á sig, þá liefði hann getað snúið
fyrirbrigðinu við og séð ekkert
kerti, þar sem hann hefði þó átt
að sjá eitt.
Þannig var ástatt, þegar sá
atburður skeði, sem er svo
skelfilegur og óskiljanlegur að
mér rennur kalt vatn milli
skinns og hörunds við tilhugs-
unina um hann. Það var 10.
júlí. Eftir kvöldverðinn gekk eg
með vini mínum Dr. Hammond
út í garðinn til að reykja kvöld-
pípuna. Doktorinn og eg áttum
ýmislegt sameiginlegt, en auk
þess tengdi okkur saman slæm-
ur löstur, Við reyktum báðir
ópium. Við vissum um leynd-
armál hvors annars og virðing
oklcar hvor fyrir öðrum jókst
við það. Við nutum í samein-
ingu hinnar dásamlegu tilfinn-
ingar að láta liugann svífa í hið
óendanlega, þegar maður hefir
það á tilfinningunni að vera í-
tengslum við alheiminn, í stuttu
máli sagt, hinnar óumræðilegu
nautnar, sem eg vildi ekki láta
af hendi fyrir ’ heilt konungs-
ríki, en vona að þú, lesandi góð-
ur, eigir aldrei, aldrei eftir að
finna.
Þessar hamingjustundir ópí-
umnautnarinnar, sem eg og
doktorinn áttum saman í leyni,
voru skipulagðar með vísinda-
legri nákvæmni. Við reyktum
ekki í blindni þetta paradísar-
lyf, eða létum ráðast hvað okk-
ur dreymdi. Á meðan við reykt-
um gættum við þess vandlega
að beina samræðum okkar í
ákveðnar áttir. Við ræddum um
Austurlönd og reyndum að
seyða fram í huga okkar hið
töfrandi landslag þeirra. Við
gagnrýndum skáld, einkum þau,
sem lýstu lífinu fullu af hreysti
ástríðum og hamingju. Ef
við ræddum um „Storminn“
eftir Shakespeare, þá dvöldum
við lengi við Ariel, en forðuð-
umst Caliban. Eins og Persar
snerum við okkur í austur og
litum lifið aðeins sólarmegin.
Með þvi að leiða hugsanir okkar
á vissar brautir, þá framkölluð-
um við samsvarandi myndir i
sýnum okkar, sem á eftir
fylgdu. Glæsileiki arabiskra æf-
intýralanda fyllir drauma olck-
ar. Söngur jjRama Arborea“,
þar sem liún hékk í berkinum
á kræklóttu plómutré, hljóm-
uðu eins og af strengjum himn-
eskra hljóðfæra. Húsveggir og
stræti runnu saman i eitt, eins
og ský og óumræðilega dásam-
legar sýnir breiddust út fyrir
augum okkar. Þetta var dásam-
legur félagsskapur. Við nutum
hans enn meira, vegna þess að
jafnvel á þeim augnablikum,
þegar nautnin náði liámarki
sínu, vorum við okkur meðvit-
andi um nærveru hvors ann-
ai’s.
Um kvöldið, sem liér um
ræðir, 10. júlí, beindust hugs-
anir okkar í óvenjulega átt. Við
kveiktum í stóru pípunum okk-
ar, fullum af bezta tyrkneska
tóbaki, en í þeim miðjum brann
lítil svört lmela úr ópíum,
sem,eins og hnetan í æfintýi’inu,
hafði að geyma dásemdir, sem
enginn konungur gat náð í. Við
gengum fram og aftur og í’ædd-
um saman. En það var eixx-
kennilegt öfugstreymi í hugs-
anaferh okkar, Þær vildu ekki
beinast eftir þeim sólarleiðum,
sem við reyndum að koma þeim
á. Af einhverjum óskiljanlegum
ástæðum leituðu þær stöðugt
inn í einhvern myrkraheim. Það
var árangurslaust, þó að við af
gömlum vana vörpuðum olckur
í huganum niður á strendur
Austurlanda og ræddum um hið
fjöruga líf mai’kaðstorga þeirra,
eða um ljóma fyrri tima, um
kvennabúr og gullnar hallir.
Svartir árar stigu sifellt upp úr
hugarfylgsnum okkar og
breiddu úr sér þar til þeir úti-
Iokuðu allt ljós úr huga olckar.
Óafvitandi gáfum við okkur á
váld þessu markraafli. Um
nokkura stund höfðum við rætt
um tilhneigingu mannsins til
dulspekilegra iðkana og um
liina almennu ást á því hræði-
lega, þegar Hammond sagði allt
í einu: „Hvað álítur þú að sé
lxið skefilegasta, sem til er?“
Þessi spui’ning kom mér á ó-
vart. Eg vissi að ýmislegt var
til, sem mátti kallast skelfilegt.
T. d. að detta um lík i myrkri,
eða fá að sjá, eins og eg sá einu
sinni, konu fljóta niður djúpa
og straumharða á, fórnandi
höndum og gefa frá sér hljóð,
sem virlust nísta hjarta manns,
en við áhorfendurnir stóðum
eins og negldir við gluggann,
sem var 60 fetum fyrir ofan
fljótið og gátum ekkert gert
henni til lijálpar, en urðum að
horfa á hana neyta hinna sið-
ustu krafta í örvæntingu og
hverfa síðan niður í djúpið. Það
er óttalegt að mæta sundurtættu
skipsflaki á hafi úti, þar sem
ekkert líf sést um borð, þvi að
það gefur til kynna, að eitthvað
hræðilegt hafi komið fyrir. En
nú sló slcyndilega niður i huga
mér að til hlyti að vera ein
skelfing, sem er öllum öðrunl
meiri, en hvað gæti það veriði
„Eg verð að viðui’kenna það
Hammond,“ svaraði eg vini
minum, „að eg hefi aldrei hugs-
að um þetta áður. En eg held
að það hljóti að vera til eitt-
hvað, sem er öllu öðru skelfi-
legra, þó að eg geti að visu ekki
gert mér nokkura grein fyrir,
hvað það muni vera.“
„Það er líkt farið með mig,
Harry,“ svaraði hann. „En eg
finn, að eg muni vera hæfur til
að reyna meiri skelfingar, en
nokkur annar mannlegur heili
hefir nokkurntíma upphugsað.
Raddirnar í sögunni „Wieland“
Myndin sýnir Mark W. Clark hershöfðingja vera að sæma fránsk-
an liðsforingja heiðursmerki fyrir vasklega framgöngu hans í
styrjöldinni á Italíu.