Vísir Sunnudagsblað - 13.08.1944, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 13.08.1944, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ S „nú hefirðu reykt of mikið ó- píum.“ „Eg get unnið eið að því, að þetta er ekki blekking,“ svaraði eg lágri röddu. „Sérðu ekki hverpig líkami minn hristist þegar veran brýst um? Ef þú trúir mér ekki, geturðu sann- fært þig sjálfur. Finndu, snertu á hennil“ Hammond kom og lagði hönd slna, þar sem eg benti honum. Hann rak upp hljóð, fullur skelfingar. Hann fann það! Hann—fann í snatri langan spotta einhversstaðar í herberg- inu og batt honum utan um líkama hinnar ósýnilegu veru, ;sem eg hélt í greipum mér. — „Harry,“ sagði hann hárri, ó- styrkri röddu, því enda þótt hann hefði ekki misst neitt af snarræði sínu, þá var hann ei að siður mjög hrærður. „Harry, nú er allt í lagi. Þú getur sleppt, ef þú ert þreyttur. Nú getur hún ekki hreyft sig.“ Eg var alveg að gefast upp og var því feginn að mega sleppa taki mínu. Hammond stóð þarna og hélt í endann á snærinu, sem bundið var utan um hina ósýnilegu veru, vafði bandinu utan um hendina á sér, en fyrir framan sig sá hann spotta margvafinn þétt utan um, að þvi er virtist, tómt rúm. Eg hefi aldrei fyrr séð heilbrigðan mann-jafn skelf- ingu lostinn. Þó mátti sjá i svip hans allt það hugrekki og allan þann kraft, sem eg vissi að hann átti til. Varir hans voru herptar saman, þó þær væru blóðlausar og maður gat séð, að enda þótt hann væri óttasleg- inn, þá hafði hann ekki misst kjarkinn. Það er tæplega hægt að lýsa | hversu kom á gestina í húsinu, *Y sem voru vitni að þessum ein- ^jy. stæða atburði og öllu framferði ^ okkar Hammonds og sáu þegar við bundum óvininn, sem brot- izt hafði um á hæl og hnakka, og mig að niðurfalli kominn <eftir áreynsluna, er eg hafði lolc- ið fangbragðastarfi mínu. Þeir voru bæði ruglaðir og skelfingu lostnir. Sumir flýðu í ofboði út úr herbergniu, en hinir fáu, sem eftir urðu, stóðu í þéttum hóp, rétt við dyrnar, og ómögu- legt var að fá þá til að koma nálægt Hammond eða bandingj- anum. En vantrúin skein þó i gegnum skelfingarsvip þeirra, Þá skorti hugrekki til þess, að sannfæra sjálfa sig, og þó efjið- ust þeir. Eg bað nokkra þeirra að kotpa nær og sannfæra sig um, ^ð lifandi ósýnileg' vera væri í herberginu, með því að snerta hana, en það var árang- urslaust. Þeii* Viidu það ekld. Þeir spurðu aðéins hvernig það gæti verið, að Iíkahii, sem væri lifandi og artdaði, væri ósýnileg- ur. Eg gaf þeim viðeigandi svar. Eg gaf Hanimond merki og við lyftum hinni ósýnilegu veru, sem var rígbundin og bárum hana að rúminu minu. Kostaði það okkur töluverða áreynslu, að yfirvinna ógeð okkar á því, þyngd hennar um það bil eins og 14 ára drengs. „Jæja, vinir mínir,“ sagði eg um leið og við Hammortd héld- um hinum ósýnilega likama yfir rúminu, „eg get sýnt ykkur fram á, að þetta er fastur lik- ami og nokkuð þungur, en eigi að síður ósýnilegur. Gerið svo vel og atlmgið rúmið nákvæm- lega.“ Eg undraðist sjálfur hugrekki mitt, að eg skyldi geta verið svo rólegur yfir þessu öllu, en nú hafði eg náð mér eftir fyrstu skelfinguna og það var ekki laust við að eg væri svolítið .upp með mér, því að mér fannst eg vera að vinna þarna vísinda- legt starf. Áhorfendurni'r litu nú allir sem einn á rúmið. Skyndilega létum við Hammond líkamann falla niður á rúmið. Hljóð heyrðist eins og þegar þungur hlutur fellur oftpi á eitthvað mjúkt. Það brakaði í rúminu. Djúp lægð myndaðist greinilega í sængina og rúmið sjálft. Lágt niðurbælt óp heyrðist frá áhorf- endunum og síðan þustu þeir allir út úr herberginu. Við Hammond urðum einir eftir með leyndarmál okkar. Við þögðum dálitla stund og hlustuðum á óreglulegan andár- drátt skepnunnar í rúminu og horfðum á sængurfötin hreyf- ast, þegar hún gerði tilraunir til að losa sig úr haldinu. Loks rauf Hammond þögnina. „Harry, þetta er hroðalegt.“ „Já, hroðalegt." „En ekki óskýranlegt.“ „Ekki óskýranlegt, hvað áttu við? Þvilíkt og annað eins hefir aldrei komið fyrir frá upphafi þessa heims. Eg veit ekki hvað maður á að hugsa, Hammond. Guð gefi að eg sé ekki vitskert- ur og að þetta sé ekki allt heila- spuni manns, sem hefir verið firrtur vitinu!“ „Við skulum nú hugsa okkur svo lítið nánar um, Harry. Hér er fastur líkami, sem við get- um sliert á en ekki séð. Þetta er svo óvenjulegt, að það skelfir okkur. En er nú þrátt fyrir allt ekki unnt að finna neina hlið- stæðu? Athugaðu hreint gler. Það er áþreifanlegt. En það er ekld fræðilega ómögulegt að framleiða gler, sem sólargeisl- arnir fara í gegnum án þess að geisli endurvarpist. Við sjáum ekki loftið, en við finnum það.“ „Já, þetta er allt saman rétt, Hammond, en þetta eru dauðir hlutir. Hvorki loftið eða glerið anda. En þessi lilutur hefir hjarta, sem slær, — vilja, sem hreyfir hann, — lungu, sem anda að sér og frá.“ „Þú gleymir fyrirbrigðunum, sem við höfum heyrt svo oft um i seinni tíð,“ svaraði doktorinn alvarlega. „Á fundum, sem nefndir eru „andafundir“, hefir komið fyrir, að ósýnilegar hend- ur hafa gripið i hendur þeirra, sem viðstaddir hafa verið um- hverfis borðið — heitar, þéttar hendur, sem virtust lifandi.“ „Hvað heldurðu þá að þetta sé?“ „Eg veit ekki hvað það er,“ svaraði hann lireinskilnislega, „en með guðshjálp ætla eg að rannsaka það með þér.“ Við héldum vörð alla nóttina við rúmið, þar sem þessi ójarð- neska vera brauzt um, þar til hún var sýnilega tekin að þreyt- ast. Við reyktum pipur okkar í sífellu. Loks urðum við þess fullvissir, að veran svæfi, þar sem hún andaði nú mjög reglu- lega. Morguninn eftir var allt í uppnámi í húsinu. Ibúarnir söfnuðust saman í ganginum fyrir framan lierbergi mitt. Við urðum að svara óteljandi spurn- ingum um líðan hins einkenni- lega fanga okkar, því að nú þorði ekki ‘nokkur lifandi mað- ur í húsinu, nema við tveir, að stíga fæti sínum inn í her- bergið . Skepnan var vakandi. Mátti sjá það greinilega á því, að rúm- fötin hreyfðust sifellt til og frá, þegar hún gerði tilraun til að slíta fjötrana. Það var eitt- hvað skelfilegt að sjá þessar hræringar, sem bentu á örvænt- ingarfulla baráttu fyrir frelsinu. Við Hammond höfðum lagt heilann í bleyti um nóttina til þess að reyna að finna einhverja aðferð til að komast að raun um lögun og útlit skepnunnar. Eftir þvi sem við bezt gátum fundið út, með því að strjúka höndunum um skepnuna, virt- ist vera mannslögun á henni. Það mátti finna munn, hnöttótt, slétt höfuð, hárlaust, nef, sem þó var óvenju hátt og hendur hennar voru að finna eins og á dreng. I fyrstu datt okkur í hug, að leggja veruna á eitthvað slétt og teikna lögun hennar með krit, eins og skósmiðir teikna lögun fótarins. En við hurfum aftur frá þessari hug- mynd, þar sem við sáum fram á, að hún myndi gefa okkur litla hugmynd um alla lögun verunnar. En þá fékk eg ágæta hug- mynd. Við gætum tekið mót af henni .Þannig mundum við fá að sjá alla lögun hennar. En hvernig áttum við að fram- kvæma það? Hreyfingar skepn- unnar mundu hindra það, að hægt væri að móta hana. Þá datt mér annað í hug. Var ekki hægt að gefa henni klóroform og svæfa hana þannig? Hún hafði öndunarfæri, það var greinilegt á því, hvernig hún andaði. Ef okkur tækist að svæfa hana þannig, gátum við gert við hana hvað sem okkur lysti. Við sendum eftir X. lækni. Eftir að hinn ágæti lækn- ir liafði náð sér eftir fyrstu undrunina, hóf hann þegar að undirbúa svæfinguna. Þrem mínútum síðar gátum við leyst böndin af líkamanum og mótari var önnum kafinn að þekja hina ósýnilegu veru með rökum leir. Fimm mínútum síðar fór mótið að taka á sig fasta lögun og áð- ur en kvöld var komið gátum við gert okkur nokkurnveginn i hugarlund hver lögun hinnar dularfullu veru var: Hún líkt- ist manni, að vísu hræðilegum vanskapnaði, en þó mannsmynd. Hún var lágvaxin, aðeins f jögur fet og nokkrir þumlungar og útlimir hennar voru svo vöðva- miklir, að annað eins hefi eg ekki séð. Andlitið var ljótara en orð fá lýst. Hvorki Gustave Doré, Callot eða Tony Johann- of hafa nokkurntíma búið til aðra eins ófreskju. Að vísu er andlitsmynd á einni af mynd- um hins siðastnefnda, sem svipar dálitið til útlits þessarar skepnu, en kemst þó hvergi nærri því, að vera eins ljót. Svipurinn var eins og eg gæti ímyndað mér blóðsugu. Það leit út fyrir að hún gæti lifað á mannablóði. Eftir að við höfðum svalað forvitni okkar og tekið eið af öllum í húsinu um að halda þessu leyndu, vaknaði sú spur- ning, hvað gera skyldi við skepnuna. Það var óhugsanlegt, að við gætum haft þessa skelf- ingu í húsi okkar og það var jafn óhugsanlegt að sleppa slíkri skepnu lausri út í heim- inn. Eg verð að játa, að eg myndi með ánægju hafa sam- þykkt að drepa skepnuna. En hver gat tekið á sig þá ábyrgð? Hver vildi framkvæma aftöku þessarar veru, sem líktist mann- inum svo óhugnanlega ? Dögum saman var þetta rætt af mikilli alvöru fram og aftur. Gestirnir

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.