Vísir Sunnudagsblað - 19.11.1944, Page 3

Vísir Sunnudagsblað - 19.11.1944, Page 3
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ miklum tónlistarþingum ytra, þar sem úrvalslið listamanna er kvatt til þess að halda uppi heiðri þjóðar sinnar. Haraldi Sigurðssyni mun ljúft að ganga fram fyrir skjöldu á slíkum þingum. Sigurinn er honum vís, og Islandi ann hann af -heilum hug og vill sæmd þess í hví- vetna. Utan Kaupmannahafnar hefir Haraldur tekið þátt í slíkum hljómleikum í Stokkhólmi árið 1932, og árið 1923 kvaddi ríkis- stjórn íslands hann til að koma fram fyrir Islands hönd á nor- rænum hljómleikum,sem haldn- ir voru það ár i Lundúnum í góðg j örðaskyni. Tók þátt í þeim einvalalið tónlistamanna frá öllum Norð- urlöndum. Er því ekki út í hlá- inn, að í erlendum tónlistarrit- um hefir Haraldi Sigurðssyni verið skipað á bekk meðal snill- inga i píanóleik. (Sbr. bók Walters* Niemanns, píanóleik- Utvarpshljómleikar Þeirra Haralds og Dóru hafa í ríkum mæli stuðlað að því, að kynna íslenzka tónlistarhöfunda i hin- um mikla tónlistarheimi. I Kaupmannahöfn og Stokkhólmi er mjög sótzt eftir tónflutningi þeirra í útvarp. Hefir Haraldur flutt á þessum vettvangi tón- verk eftir íslenzk tónskáld: Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Pál Isólfsson, Hallgrím Helgason o. fl., og frú Dóra hefir sungið ís- lenzk lög. Á þennan hátt er hljómlistar- mönnum (sérfræðingum) og söngelskum útvarpshlustendum heilla þjóða veitt hlutdeild í íslenzkri tónlist. Verða seint til fulls metnar svo áhrifaríkar að- gjörðir til þess að ryðja ís- lenzkri tónlist braut á glæsileg- asta hátt, lyfta henni til hærra sviðs —, gjöra lög oklcar, sem gædd eru glóð og anda sannrar listar — „að alheimsborgurum“, líkt og einn af öndvegis tónlist- armönnum okkar komst að orði nýlega. En megin-viðfangsefni Har- alds eru hin sígildu verk hinna miklu tónmeistara fortíðarinn- ar: Bachs, Haydns, Mozarts, Beethovens, Chopins o .m. fl. En Haraldur Sigurðsson hefir á- kaflega víðtæka og alhliða þekk- ingu á æðri tónbókmenntum heimsins, eldri sem yngri. Har- aldur Sigurðsson hefir einbeitt starfskröftum sínum í þjónustu þess háleita í listum, þess, sem * W. N. f. 1876, Hamborg, nemandi Riemanns og Rei- necke. Á heima í Leipzig. leikarans fræga: Meistei’ des Klaviers, o. fl. erlend fræðirit). 3 hefir kjarna, innihald, sál, markmið. Skyldi því engan undra, þótt hann líti „jazzinn“ óhýru auga og harmaði lítt, frekar en aðrir andstöðumenn skipulagsbundins hávaða, er nefnist stundum „músík“, þótt sá dagur rynni sem fyrst upp, að hann ‘ (jazzinn) stigi sinn allsherjar dauðadans. Þau Dóra og Haraldur búa í eigin villu, er þau létu reisa úti í Charlottenlund. Þar er hlé fyrir ys og umferð, er jafnan kveður mjög að í aðalhverfum stór- borganna. Eins og áður er laus- lega drepið á, kenna þau hjón- in mikið í heimahúsum og oft- ast samtímis. Herbergjaskipun er því svo háttað, að húsið er hvorttveggja í senn tónlistar- skóli með(tveim kennslustofum og fullkomið nýtizku íbúðarhús. Þá daga, sem Haraldur kenn- ir í hljómlistarskólanum, fer hann jafnan til bæjarins á reið- hjóli. En sú ferð tekur hann þrjá stundarfjórðunga hvora leið. Þegar lilé verða á kennslu- störfum fara þau lijónin oft í náms- og skemmtiferðir til ann- ara landa, kynna sér þar nýj- ungar í kennsluaðferðum, hlýða á fagra hljómleika, sitja við menntalindir hins mikla tónlist- arheims, þar sem andinn fær svifið fleygur og frjáls, auðgazt og endurnærzt. Ég hefi hér að framan vikið að því, hversu mikið við eigum Haraldi Sigurðssyni upp að inna sem útverði og traustum mál- svara Islands erlendis. Hann hefir gjört garðinn frægan, heillað hugi manna með list sinni og miðlað öðrum stórkost- legum þekkingarverðmætum með kennslu sinni. 1 stórborg- um Þýzkalaiíds hefir list hans verið rómúð, i höfuðborgum Norðurlanda og síðast en ekki sizt í hinni fornfrægu háborg tónlistarmenningar Evrópu, Vín, borg Haydns, Mozarts, Beethovens og Schuberts, hefir Haraldur flutt tónverk meistar- anna og hlotið afbragðs við- tökur og einróma sigurhrós. Ef Haraldur Sigurðsson hefði ekki verið hlédrægur um skör fram, hefði honum verið í lófa lagið með þessa viðurkenningu að baki að verða ennþá víð- kunnari sem einleikari á píanó. Síðar .-—, þegar ritað verður rækilega um Harald Sigurðsson og listaferil lians —, mun reyn- ast auðvelt að færa góð og gild rök fyrir þessari fullyrðingu minni. Laugarvatni, í maímánuði 1942. Þórður Kristleifsson. Jón Kristóf'er: M Y N D I N I gylltum ramma, á grænu þili, eða gulu — ég man það ekki í bili — hékk þessi mynd, sem minningin geymir, annað hvað sem hendir, og huga minn til leitar sendir inn í mannsins innri kenndir, sem uppdró hana á þynninginn. Hvað hann sá og hvað hann dreymdi, hvað hann mundi og hverju hann gleymdi er gátan, sem ég glími við. — Myndin var af kvöl og konu, — kannske grét hún týnda sonu, sem hún gat við sjálfum honum, sem hún taldi láns síns smið. Kannske var það eitthvað annað — enginn mun nú geta sannað hvað var hennar harmasök. En þó ég glöggt og vel það viti, vægð ég kýs af engu striti — skissunnar vil ég skilja liti, því skáld eiga að kunna að öllu rök. Stundum finnst mér eins og allir aðrir séu meira snjallir og muni vita meira en ég. Þá spyr ég einhvern — Pál eða Pétur um pensilskáldsins furðuletur, aulasvip sá upp þá setur og anzar mér á þenna veg: Ef ég hefði aðetns vitað, að einhver þynning hafði litað, sem þitt, góði, greinir tal, á því vafi enginn leikur, að ég hefði hvergi smeykur skýrt þér hvernig litaleikur listamannsins þýðast skal. Ennþá hef ég ekki fundið úrlausn þess, sem virðist bundið inn í þessa undramynd. — En mig grunar, að hér muni eiga að táknast kvalafuni, allra tíma eymd og bruni undan því, sem nefnist synd. Stavanger, sept. ’38.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.