Vísir Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Vísir Sunnudagsblað - 19.11.1944, Qupperneq 4

Vísir Sunnudagsblað - 19.11.1944, Qupperneq 4
4 VlSm SUNNUDAGSBLAÐ Karl H. Bjarnason: / Síiiaon DaLa§káld. Bæði í blöðum og útvarpi hefir á hinum síðustu árum verið skorað á þá, er kynni hefðu haft af Símoni Dala- skáldi, að færa í letur endur- minningar sínar um hann, og eins það, er þeir myndu af kveð- skap eflir hann. Sem betur fer hafa þessar áskoranir ekki orð- ið með öllu árangurslausar, eins og hinir ágætu þættir sýna, er þeir hafa ritað Guðmundur Jósafatsson, Páll Guðmundsson og Jón Pétursson, og nú hafa verið birtir i Sagnakveri Snæ- bjarnar Jónssonar. Mín kynni af liinu nafnfræga alþýðuskáldi voru minni en þeirra, en mér skilst að þeir, er eiökum hafa beitt sér fyrir að varðveita minningu Símonar, líti svo á, að í þessu efni séu molarnir líka brauð. Held ég því að við, sem eitthvað lítið eitt þekktum hann, ættum ekki að láta skut- inn eftir liggja, þegar svo hef- ir verið vel róið i fyrirrúminu, og til þess að kasta minni völu í dysina, hefi ég skrifað eftir- farandi línur. Jafnframt vildi ég mega taka undir þá ósk, að þeir, sem enn eiga eitthvað ó- skrifað, lé'tu ekki undir höfuð leggjast að færa það í letur. Eg mun hafa verið á 15. eða 16. ári, þegar eg hitti Símon Dalaskáld fyrst. Þá átti eg heima i Miðfjarðarnesseli á Langanesströnd. Næsti bær er Miðfjörður og liggur i þjóð- braut. Það mun hafa verið síð- ari hluta vetrar, að það fréttist að Símon Dalaskáld væri á ferð um Langanes og mundi vera á austurleið. Þóttist eg viss um að hann gisti þá í Miðfirði, varð það að samkomulagi milli mín og Sveins Jónssonar frá Vogum í Vopnafirði, sem þá var vinnumaður í Miðfirði, að hann léti mig vita — með ein- hverjum ráðum — þegar Símon kæmi. Þá var það einn morg- un, að hundur sem eg átti, Kóp- ur að nafni, loðinn mjög og skynsamur vel, lá fyrir dyrum úti, hafði hann ekki verið heima daginn áður, en var nú kominn lieim og virtist vera mjög hreykinn yfir einhyerju. Var þá tekið eftir því, að sendibréf var bundið um háls honum, var það til mín frá Sveini í Miðfirði og flutti þær gleðifréttir, að Sím- on Dalaskáld væri kominn og gisti í Miðfirði. Nú var ekki til setu boðið, brá eg við skjótt og lagði af stað með noklcra aura SIMON DALASKÁLD í vasanum til að geta keypt eina bók af skáldinu, svo nokk- urt væri þó erindið. Þegar ég kom í Miðfjörð, var mér fylgt til baðstofu. Var þá Símon i óðaönn að yrkja um eina vinnukonuna og gáði einskis annars. Var því ekki annars kostur en biða meðan mesta kviðan gekk yfir. Veitti eg skáldinu mjög eftirtekt og fannst allmikið til um. Loks kom þó röðin að mér. Skáldinu var sagt, að hér væri kominn gestur, sem vildi kaupa bækur og með hverjum hætti eg hefði fengið vitneskju um komu hans. Þótti Simoni mikið til koma og vildi endilega fá að sjá hund- inn. Var hann þegar sóttur, því úti beið hann mín við bæjar- dyr. Gældi Símon * mjög við hann og kvað: Hundurinn loðinn, Kópur, kann, knýtt um háls með snilli, flytja boðskap bréflegann bæja frjáls í milli. Þá fór Símon að spyrja mig spjörunum úr, um ætt mína og uppruna, en þegar hann heyrði, að Einar. Andrésson frá Bólu væri afi minn, komst hann all- ur á loft, því Einar væri allra bezti vinur sinn. Sagði mér síð- an ýmislegt um hann og að fólk hefði fastlega trúað því, að Ein- ar væri göldróttur. Sagði hann mér ýmsar sögur af því, þ. á m. voru sumar þær sögur, er frú Gunnfríður, listakona, birti ný- lega í „Straumhvörfum“. Svo bætti Símon við: „Eg trúi nú ekki mikið á galdrana hans, en hann tók eftir mörgu og vissi því fleira en fólk ahnennt, en — þó — eitthvað kunni hann fyrir sér‘„---- Seinna um daginn hélt Símon áfram ferð sinni og fylgdum við Sveinn honum austur að Djúpalæk og drógum á sleða bókaböggul hans, sem var all- þungur. Um það kvað Símon: Karl og Sveinn minn, kátir tveir kaldan troða freða, bækur mínar, þegnar þeir, þungum draga á sleða. Mörgum árum síðar (1912— 13) hitti eg Símon Dalaskáld aftur. Þá var eg fluttur austur á Eyrarbalíka, var þar við prentsmiðjuna. Kom þá Símon austur þangað til að vera við prentun Bólu-Hjálmarssögu. Lét hann og prenta þar fyrir sig ýmislegt fleira. Þegar Símon kom austur, var fylgdarmaður hans Guðmundur, auknefndur „dúllari“. Bar hann bækur og handrit Símonar í buxna-görm- um af skáldinu; átti hann svo að fá þær i kaup, er farangri væri skilað á ákvörðunarstað. . Alltaf gekk „Gvendur dúllari“ á eftir Simoni í hæfilegri fjar- lægð; var það virðingarmerki hans við skáldið. Að öðru leyti var samkomulagið milli þeirra upp og ofan. Þegar Símon Dalaskáld kom til Eyrarbakka, kom hann þeg- ar inn í prentsmiðju. Spurði hann okkur prentarana að heiti; sagði eg honum nafn mitt. En þegar hann heyrði það, sagði hann: „Já, góðurinn minn, við höfum sézt áður fyrir mörgum árum, en — hvar var það nú? Jú, austur í Norður-Múlasýslu. Þú ert sonarsonur Einars And- réssonar frá Bólu, vinar míns. Hann var bæði skáld og galdra- maður, góðurinn minn.“ Siðan rifjaði liann upp það, sem sagt er hér að framan um fyrstu kynningu okkar og fór með vís- una um „Kóp“ og margar fleiri visur, er hann orkti i það sinn. Sumu hafði eg gleymt, en kann- aðist við, er hann rifjaði þær upp. Furðuðum við okkur á minni hans og hvað hann fór rétt með ýms smá atvik frá þeim fundum okkar. Konan min lá veik um þær mundir, og vildi Símon endilega yrkja um hana kraftakvæði, svo að henni batnaði. Kvað hann síð- an til hennar vísur nokkrar, sem nú eru týndar. Kvað hann lienni i\ú mundi batna, því kraftur fylgdi kveðskap sínum. Þetta varð orð og að sönnu. Konu minni batnaði í það sinn og. innan skamms. Sagði þá Simon: „Með guðs hjálp og minni tókst það, góðurinn minn“. Símon Dalaskáld var all-stór- brotinn í framkomu stundum og ekki gott að gera- honum til hæfis. Stundum gat hann verið skemmtilegur, helzt i fámenni og þar, sem hann mætti hlýju og skilningi.. Hann var og fróð- ur um margt og tók eftir ýmsu, og hafði þá til að notfæra sér það, ef svo stóð á. Þegar hann kom austur á Eyrarbakka í þetta sinn, var hann í vesti góðu, dropóttu. Lét hann bera á því allmikið, sagði Hannes ráðherra Hafstein hafa gefið sér. Þóttist hann góður af og hafði látið taka mynd af sér í vestinu. Mynd sú var síðan gefin út á póstkorti og hefir hún síðan birzt, bæði í blöðum og tímaritum, og er mjög lík.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.