Vísir Sunnudagsblað - 19.11.1944, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 19.11.1944, Blaðsíða 7
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 Maðurinn, sem hefir hlotið nafnið „FRANSKI Síðustu mánuði hefir Efri- Savoiahérað í Frakklandi verið vettvangur hamslausrar baráttu milli franskra föðurlandsvina annarsvegar og franskrar lög- reglu, vopnaðra lögreglusveita og hiníiar svo nefndu frönsku herlö'greglu hinsvegar. Hingað til hefir sveitum föð- urlandsvinanna ekki aðeins tek- izt að halda stöðvum sínum, heldur hafa þær í mörgum til- fellum getað hrundið öllum á- rásum og bakað nazistunum og fylgifiskum þeirra mikið tjón. Og þetta hafa föðurlandsvinirn- ir getað, þrátt fyrir æðisgengn- ar tilraunir Vichy-stjórnarinnar til að bæla hreyfingu þeirra niður. Þessi barátta, sem lýsir þeim ásetningi Frakka að heyja bapáttuna við hlið sameinuðu þjóðanna, hefir vakið aðdáun alls heimsins. Menn á öllum aldri, án tillits til þess, hvaða stjórnmálaskoðanir eða trúar- skoðanir þeir aðhyllast, verka- menn, stúdentar, liðsforingjar og menn úr franska hernum fyrrverandi, í stuttu máli allir, sem kusu heldur hörku og eymd þessa hættulega lífs, en hina ó- hjákvæmilegu andlegu hrörn- un í Nazista-Þj'zkalandi, taka virkan þátt í þessari baráttu. Það þurfti á miskunnarlaus- um, ofstækisfullum og stál- ábyggilegum fylgismanni Þjóð- verja að halda, til þess að halda uppi meiriháttar refsiaðgerðum. Það var augljóst, að rétti mað- urinn til þessa var Joseph Dar- nand. Hann var með öllu ó- þekktur i mestum hluta heims- ins til skamms tíma. En nú er nafn hans tengt við blóðsúthell- inga. og ógnarstjórn, sem að- eins á sér hliðstæðu í fyrir- mynd sinni. Þ. e. stjórn Himm- lers, Heyderichs og Franks. Hver er hann? Hann er fædd- ur fyrir 46 árum í Jurafjöllum og þar eð hann er bóndasonur, naut hann aðeins barnaskóla- menntunar í æsku sinni. Hann réðist til húsgagnasmiðs, en fór brátt frá honum og tók nú að vinna í brauðgerðarhúsi. Hann var ekki fyrr kominn í þessa atvinnu en styrjöldin 1914 brauzt út. Hann var 16 ára þá og óskaði einskis frekar en að komast í herinn, en var gerður afturreka, vegna þess hve ung- ur hann var. Aðeins tveim árum síðar var liann tekinn að berj- ast í 166. fótgönguliðsherfylk- inu sem sjálfboðaliði, og hern- aðarskýrslurnar sýndu brátt, að HIMMLER". hernaður var honum i blóð bor- inn. Hans var getið 6 sinnum í skýrslum hérstjórnarinnar, særðist tvisvar sinnum, var sæmdur stríðskrossinum með sverðum og pálmablöðum og gerður meðl. fr. heiðursfylk- ingarinnar. Þegar vopnahlé var samið, var Darnand undirfor- ingi og svo virðist sem stríðið hafi haft þau áhrif á hinn skap- mikla ungling, að hann hafi eftir það ekki getað lifað hinu tilbreytingarlausa lífi smáborg- arans. Hið margbreytilega líf á frönsku suðurströndinni hafði mikil áhrif á hann og næst þeg- ar hans var getið var hann for- ingi fyrir upphlaupi í Nizza, þar sem hann rak þar að auki arðsama strætisvagnaskrifstofu fyrir ferðamenn. Eins og Svo margir aðrir Frakkar tók Darnand að gefa sig að stjórnmálum á hinum róstusömu árum eftir stríðið. Æviferill hans og skapsmunir fylktu honum í lið með hinum afturhaldssama flokki Charles Maurras og gekk hann í hreyf- ingu hans, Action Francaise. Þar tileinkaði hann sér kenn- ingar Maurras um „eilíft Frakk- land, sem hefði hlutverki að gegna í heiminum, undir for- ustu konungs Frakklands.“ Honum voru kenndar hinar leyndardómsfullu kenningar konungssinnaflokksins, sem barðist fyrir endurfæðingu Frakklands á grundvelli ofstæk- isfullrar þjóðernisstefnu, sem náði hámarki i endurreisn kon- ungdæmis í FraHklandi og hruni þriðja franska lýðveldis- ins. Upphlaupsforinginn var nú loks búinn að finna sinn rétta stað i stjórnmálabaráttunni. En í mótsetningu við Maur- ras, hinn slæga pólitíska heila konungssinnaflokksins og aðal- foringja allra þeirra afla, sem vildu franska lýðveldið feigt, þá var Darnand sá, sem hafði til að bera meiri eldmóð; hann var flokksforinginn, foringi virkrar baráttu. Það var aug- ljóst, að fyrr eða síðar hlaut þessum miklu andstæðum að lenda saman, og þetta skeði líka árið 1927, þegar Darnand gekk úr Action Francaise. Það var ólga í Frakklandi og konungs- sinnaflokkurinn átti i miklum erfiðleikum, erfiðleikum, sem urðu til þess, að margir áköf- ustu fylgismenn hans yfirgáfu hann. Fyrir Darnand var þetta tímabil lok fyrsta kaflans í pólitísku gengi hans. Nokkrum árum síðar birtist hann aftur á stjórnmálavettvanginum og var nú einn af foringjum hins þekkta leynifélagsskapar hægri öfgamannanna, sem nefndist leyninefnd byltingasinna. Þessi leyninefnd var stofnuð af hers- höfðingja nokkrum, sem hafði fengið lausn frá störfum, Del- oncle að nafni og var fjárhags- lega studd af Möndulveldunum. Meðlimir hennar urðu brátt kunnir undir nafninu „Cagou- lardar“ eða „Munkahettur“. Þeir voru ábyrgir fyrir mörg- um ofbeldisverkum víðsvegar um Frakkland og héldu uppi hermdarverkum. Fylling timans var samt ekki komin fyrir Dar- nand og klíku hans og þegar vandamálin voru rædd í Miin- chen, sátu menn þessir í fang- elsi,. því að sum afreksverk þeirra voru fjarri því, að falla frönskum almenningi í geð, þótt hann horfði ennþá á hið grát- broslega umstang þeirra með kæruleysisbrosi, eins og það væri gamanleikur. 1 september 1939 var hann látinn laus, eftir að hann hafði hvað eftir annað sótt um að ganga í hina fyrri hersveit sína. Þess vegna var hann fluttur í „frönsku sveitirnar“, sem voru fyrirrennarar víkingasveita Englendinga. Hann gat sér góð- an orðstír á þ'essu tímabili „plat- striðsins“. Myndir af honum birtust í öllum frönskum blöð- um og tímaritum. Árið 1939 var hann sæmdur stríðskrossinum og varð foringi í frönsku heið- ursfylkingunni. Fftir vopnahléið varð hann, vegna sambands síns við hægri flokkana, flokksforingi í „Fylk- ingu fyrrverandi hermanna“, en þetta eru samtök, sem ná yfir allt Frakkland og við-þau styðst stjórn Petains. Foringjar þessarar hreyfing- ar vonuðu, að hún myndi verða eina pólitíska aflið i hinu nýja ríki, eini stjórnmálaflokkurinn, sem hefði svipuð völd í Frakk- landi og Nazistaflokkurinn í Þýzkalandi og Fasistaflokkur- inn á Italíu. Hin nýja staða Darnands gerði hann að áhrifa- manni, en ennþá einu sinni urðu hinir ofsafengnu skapsmunir hans og skortur hans á hæfi- leika til að laga skoðanir sínar eftir aðstæðum þess valdandi, að hann gekk í hinn litla flokk róttækra Vichymanna, sem voru algjörlega andvigir tæki- færissinna-andrúmsloftinu, sem einkenndi fyrstu mánuði Vichy- stjórnartímabilsins, og Darnand krafðist algjörrar samvinnu við Þýzkal. Hann var einn þeirra, sem fannst vera of mörg spor eftir af liðna timanum i hinu nýja stjórnarfyrirkomulagi. Hann vantreysti stjórninni og hærri flokkum miðstéttanna. Eftir skoðunum hans varð við- reisn Frakklands því aðeins við komið, að samræming ætti sér stað á takmörkum og stjóm- arfyrirkomulagi Frakka og naz- ista i Þýzkalandi. Hann tók sig til og stofnaði sína eigin her- mannahreyfingu, hreyfingu innan hreyfingarinnar. Flokkur þessi, sem var gagntekinn af skoðunum franska Fasismans, öðlaðist nú svipaða aðstöðu í Frakklandi og SS-sVeitirnar í Þýzkalandi. Landganga bandamanna í Norður-Afriku 1942 og erfið- leikar þeir, sem sigldu í kjölfar hennar í Frakklandi, færðu Laval heim sanninn um það, að Vichystjórnin gæti ekki stað- izt, nema hún nyti stuðnings tryggs stjórnmála- og hernaðar- flokks. Frá pólitísku sjón- armiði hafði hreyfing Darnands sýnt, að hún gat gegnt þessu hlutverki, en hún var ekki nærri nógu öflug til þess. Laval fól þess vegna Darnand að mynda og búa út að vopnum varðlið stjórnarinnar, eftir fyr- irmynd SS-sveitanna í Þýzka- landi. Sem yfirmanni þessarar nýstofnuðu frönsku herlögreglu var Darnand falið geysimikið vald og á árinu 1943 féllust Þjóðverjar á það, að komið yrði á fót greinum þessarar herlög- reglu í Norður-Frakklandi, eða þeim héruðum, sem Þjóðverjar hernumdu fyrst. Það fór líka um herlögregluna og foringja hennar eins og menn höfðu gert ráð fyrir, og innan skamms tíma höfðu hinar ofstækisfullu aðferðir hennar gert hana svo liataða með frönsku þjóðinni, að hatrið á henni varð meira en hatrið á þýzka inrtrásarliðinu. Brátt varð baráttan gegn her- lögreglunni ein af frumskyldum frönsku föðurlandsvinanna. Nú hófst tímabil miskunnarlausrar baráttu, svo hatrammrar, að franska þjóðin hafði aldrei horft upp á aðra eins, ofbeldis- verk, atökur, taka gisla o. s. frv. Skríll Darnands lék lausum hala og hryðjuverk urðu dagleg- ir viðburðir. I desember 1943 náði Darn- and hátindi frama síns. Eftir kröfu Þjóðverja og sem síðustu tilraun til þess að bæla niður hina vaxandi andúð, útnefndi Laval hann sem innanríkisráð- herra og fól honum þar með æðstu stjórn lögreglunnar til að hálda uppi aga. öll Vichylög- reglan var nú i hans höndum

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.