Nýja dagblaðið - 21.12.1934, Qupperneq 3
H Ý J A
ÐAQBIaAAIB
8
Nýiar barnabækur
Á ferð og flugi.
Sérprentun úr Unga Is-
landi. Þýtt, safnað og
samið af Guðjóni Guð-
jónssyni og Steingrími
Arasyni. — Rvík, 1934.
96 bls.
1 þessari bók eru fyrst ferða-
sögur, þar sem sagt er nokkuð
frá ferðum tveggja norrænna
hetja: Fridtiof Nansen og Sven
Hedin.
Þá koma greinar um Sólar-
uppkomulandið (Japan), Boli-
via, Afriku, Chile og um Indi-
ána, og loks stutt Indiánasaga.
Bók þessi er fröðleg og
skemmtilega rituð og fylgja
góðar myndir, efninu til skýr-
ingar. Sérstaklega er ánægju-
legt að lesa kaflann um ferðir
þeirra Nansen og Hedins.
Asninn öfundsjúki. Saga
í ljóðum og myndum. —
Kisa veiðikló. Saga
handa börnum. — Lítið
skrítið úr heimi barn-
anna.
Þessar þrjár bækur hefir
Bókhlaðan gefið út handa böm-
um, sem nýlega eru byrjuð að
lesa. Tvær fyrri bækurnar eru
sögur, en í þeirri þriðju eru
Málverkasýning
Olafs Tubals
Niðurlag.
„Fögur er hlíðin“ er dómúr
sem Fljótshlíðin hefir hlotið i
vöggugjöf og honum mun eng-
inn hagga.
Ólafur Túbals er fyrst og
fremst málari Hlíðarinnar. Þar
er hann borinn og alinn upp.
Þar þekkir hann hvem drátt
og hver ljósaskifti. Hann hefir
byrjað ungur, af eigin hvöt
að reyna að festa það á lérei't
með línum og litum. Það er því
næsta undarlegt að sjá honum
borið á brýn, að hann skorti
kærleika til verkeínisins. Slíkt
hlýtur að vera mælt út í hött.
Ég hefi séð allmargt af
myndum Túbals, gamlar og nýj-
ar, einkum vatnslitamyndir.
Og ég held að ég sé varla svo
glámskyggn, að mér sé ekki ó-
hætt að fullyrða, að um milda
og góða framför sé að ræða
hjá honum og að þessi sýning
hans beri af hinum fyrri.
Sama máli gegnir um olíu-
liti, sem Túbals hefir lítið not-
að fyrr en síðustu árin. Þar
hefir verið framför frá ári til
árs. En fyrst og fremst er
hann vatnslitamálari og ég ef-
ast um, að margir ísl. málarar
séu honum fremri á því sviði.
Nei, Ólafur Túbals málar
einmitt af innri þörf og kær-
leika til verksins, og með elju
hins vandláta og lítilláta
manns. Ég hygg, að það lægi
næst að finna að því, að hann
vanti sjálfstraust, vanti ennþá
hina djörfu og sjálfvissu með-
ferð línu og lita. En vafalaust
sjálfstæðar myndir með skýr-
ingum hver fyrir sig. Allar
bækurnar eru með fallegum og
fjölskrúðugum litmyndum og
hljóta því að vera bömunum
kærkomnar.
Heiða
E. P. Briem bóksali hefir
gefið út fyrri hluta sögunnar
„Heiða“ eftir hina heimsfrægu
skáldkonu Johanne Spyri. Fyrir
15—16 árum birtust í barna-
blaðinu Æskan tvær framhalds-
sögur eftir þenna sama höf.,
(„Toni“ og ,,Jörundur“) og
munu þær hafa notið mikilla
vinsælda. En þessi saga er
með réttu talin meðal hinna
beztu barnabóka á erlendum
markaði og má nokkuð marka
það af því, að í Þýzkalandi
hafa t. d. selzt af henni um 400
þús. eint.
Ég hefi lesið þessa bók mér
til mikillar ánægju og efast ég
ekki um, að íslenzk börn hlakki
til að fá síðari hluta hennar,
sem vonandi kemur út á næsta
ári.
Frú Laufey Vilhjálmsdóttir
hefir þýtt söguna og er hún
prýdd fjölda góðra mynda.
Þ. K.
er form hans mýkt og mótað
við hæfi vatnslitanna.
Á sýningu Túbals eru nú
skráðar 77 myndir, 33 með ol-
íulitum, hinar með vatnslitum.
Það eru mikil afköst, en ber-
sýnilega sprottin af hlífðar-
lausri vinnu, því af hroðvirkni
eru þau ekki gerð. Verkefnin
eru úr Fljótshlíð, Vestmanna-
eyjum, frá Laugarvatni og
Þingvöllum. Fjórar myndir
eru frá Danmörku.
Af einstökum myndum lang- |
ar mig til að vekja athygli á j
Gjá á Þingvöllum með Arnar- j
fell í baksýn (nr. 53) og j
Hrafnabjörg (nr. 8). Af Fljóts- ;
hlíðarmyndum vekur Morgunn
í Fljótshlíð (nr. 30) mesta at-
hygli. Sér þar yfir Múlakot
með Eyjafjallajökul í baksýn.
Vatnslitamynd 64 er Frá Múla-
koti með blómskrúð í nærsýn
en Dímon bak við víðlenda
flatneskju í baksýn. Þá er
vert að nefna Tindafjöll (61)
og Múlakot (75). Af Laugar-
vatnsmyndum eru 31 og 33
með Heklu í baksýn mér næst
skapi. Margar götumyndir frá
Vestmannaeyjum eru sérkenni-
legar og vel gerðar, t. d. nr. 2.
En slík upptalning hefir vitan-
lega litla þýðingu. Sjón er
sögu ríkari.
Enginn sýningargestur má
heldur gleyma að líta á nisti
og skrautsteina úr fáguðum ís-
lenzkum ópal, sem ungfrú
Soffía Túbals hefir fundið og
látið slípa. Þeir eru bæði fagr-
ir og fáséðir.
Jón Eyþórsson.
Allt með Isienskuin skipum? *fil
ágætar jólagjafir'
i
Egdls saga Skalla-Grímssonar
Útgáfa Fornritafélagsins. Verð heft kr. 9,00, ib. 15,00
Iiaxdæla saga Útgáfa Fornritafélagsins. Sama verö
Sagan nm San Michele
eftir Dr. Munthe 13,50, 17,50 og 22,00
Sög'ur irá ýmsnm löndnm
1., 2. og 3. bindi, kostar 7,50, ib. 10,00.
Sög-ur handa börnum og ungllngum
Fást hjá bóksöluni.
2., 3. og- 4. hefti, hvert ib. 2,50
Bdkaverzlun Sigfúsar Eymundssonar
og Bókabúð Austurbæjar B S E. Lvg. 34
ENGIN IOLAGJOF
er kærkomnari en gott viðtæki og ekkert heimili má fara á
mis við þá margvíslegu ánægju og fróðleik, sem það veitir.
HIÐ LÁGA VERÐ OG HINIR HaGKVÆMU GREIÐSLU-
SKILMÁLAR GERA NÚ ÖLLUM KLEIFT AÐ EIGNAST
VIÐTÆIÍI
Leitið upplýsinga í útsölum vorum:
VIÐTÆKIAUTSÖLUNiNI, Tryggvagötu 28, Sími 4510
og VERZL. FALKANUM, Laugaveg 24, Sími 3G70
Viðtækí inn áhvertheimili
«
Viðtækjaveizlun ríkisns.
Sími 3823 — Lækjargötu 10 B.
Framh&ldslíf
og nútimaþekkiug'
efth- Jakob Jónssoi.
Þetta er allstór bók. Hún
fjallar um rannsóknir og rök-
semdir þeirra sálarrannsóknar-
manna, sem þau efni hafa
kynnt sér undanfarna manns-
aldra.
Efnið er stórmikilvægt. Þar
er skýrt frá athugunum á hæfi-
leikum heimsfrægra miðla, á-
rangri þeirra athugana, trygg-
ingarráðstöfunum gegn hugs-
anlegum svikum og líkindum og
sönnunum fyrir öðru lífi.
Auk þess er í bókinni margt
mynda, m. a. af því, hvernig
vísindamenn fara að því að
fyrirbyggja möguleika til svika
með ýmiskonar útbúnaði.
Þessi bók er ein með þeim
merkustu, sem út hafa komið
á þessum vetri og er ekki efi
á að marga mun fýsa að eign-
ast hana og kynna sér efni
hennar.
Hún er rituð af glöggum
skilningi og gagnrýni, en for-
mála að bókinni ritar Einar H.
Kvaran.
E. P. Briem hefir annast út-
gáfuna og á þakkir skyldar
fyrir. K.
Hangíkiot til jólanna.
Biðjið verzlanir yðar um hangikjöt úr reykiiúsi S.
i. S. Þá er tryggt að þór fáið vel reykt kjöt.
Jólahangikjötið er af sauðum af Hólsfjöllum. Það
er vænsta sauðakjöt landsins
Pantiö eem tyrst.
Samband isl. samvinnufélaga
Jólagjöf Nýja dagblaðsins
■j í dag býður Nýja dagblaðið þessi kostakjör,
þeim sem gorast nýir kaupendur: Þeir sem
borga 5 krónur fá blaðið til 1. febr.
| (og einnig það af eldri blöðum, sem til er,
þar á meðal hið merka jólablað frá 1933).
Dvöl alla sem út er komin, 34 hefti (hvert
hefti kostar 25 aura) og langa (á þriðja
hundrað blaðsiður) spennandi skáldsögu
nýútkomna. — Allt þetta fá nýir kaup-
endur fyrir aðeins 5' krónur.
Aths. Dvöl öll frá byrjun er ágæt jólagjöf