Tíminn Sunnudagsblað - 29.07.1962, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 29.07.1962, Blaðsíða 3
 Tuskbyttan valt um koll, en það var aöeins hi minninn, sem flekkaðist. Klessunni var með lagi breytt í dálítið ský. (Teikningar eftir dr. Haye W.H’nsen). Streymoy, Vágar og Mykjnes í Jiópinn Suður af Straumey, sem er 45 km löng og fóstrar höfuðborgina Þórshöfn ligaja enn fremur eyjarnar Kollur, Hestur, Sandoy, Skúvoy, Stóra Dímun, Litla Dímun og Suðjr- oy. Á kortinu okkar eru nöfn eyjanna gefin upp á færeysku. Hvort eyjarnar. sem gríski landíræðfngurinn. stjörnufræð- ingurinn og stærðfræðingurinn Éytheas frá Massiliu lýsti og kallaði Thule eftir ferð sína til Bretlandseyja og að ósum Saxelfar um 300 fyrir Krist, hafa evrið Færeyjar eða Hjaft- landseyjar verður ekk». sagt meg vissu. Decuil munkur skýrir frá því í bók sinnj „De mensura orbis terrae‘‘ urn 825, að irskir einsetumenn hafi farið til Færeyja kringum 700 og setzt þar að til að geta lifað mein- lætalífi sínu í friði á afskekkt- um og ejnmanalegum eyjum og útskerjum. Ef marka má Færeyingasögu var Grímur Kamban fyrsti norski landnem- inn þar (825—870). Það sést af rúnasteini, sem fannst í Kirkjuböur 1833, að þar hefur þegar árið 850 verig risin byggð. I Sandavog hefur einn ig fundizt rúnasleinn, sem geymdur er þar í kirkjunm. Ef rúnirnar eru ráðnar. stend- ur á steininum: þorkeyæl: on- ondarsun/austmaþr af ruha/ landa x bygþe:þen/a:s(t)að: fyst — þ. e.: Þorkell Önundar- son Austmaðar frá Rogalandi byggði fyrstur á þessum stað. í Steig í Sandavog! fæddist árið 18X9 Vencelaus Ulricus Hammershaimb. en forfeður hans voru úr hinum austur- ríska hluta Suður-Slésíu. Hann er höfundur hins færevska '•jt- máls, og árjð 1854 birtist eftir hann færeysk málfræði á dönsku „Færeysk sýnisbók“ (1884—1891) er einnig eftir hann Líkt og ísland byggðust Færeyjar á níundu öld af norskum jörlum og bændum, sem ekki undu yfirráðum Har- aldar konungs hárfagra. Sett- ust þeir þar að með fylgdarliði sínu eftir að þeir fóru frá Nor- egi. Þeir fluttu meðai annars meg sér bleika hesta af norsku kyni til þessara nýju heim- kynna. Af eyjunum átján voru 17 í byggð árið 1980, og þá áttu þar samtals heima 34.593 íbúar. Færeyjar lutu Noregi til 1386, en síðan Danmörku. ÞÓRSHÖFN Um sexleytið 14. ágúst steig ég um borð í m/s Dronning Alexandríne í Kaupmanna- höfn, og var ferðinni heitið til Þórshafnar Daginn eftir var indælis ferðaveður, og þá kynntist ég líka færeyska kenn aranum Simonsen frá Gjógv á Austurey. eynni þar sem mál- vísindamaðurinn dr. Ernst Krenn og kona hans, frú Franzi, höfðu áður öðlazt prýði lega þekkingu á færeyskri tungu og skrifað góða bóv ira Færeyjar. Á móts við Hjalt- landseyjar varð ég þvi miður ag hætta skemmtilegum sam ræðum við Simonsen kennara um grindaboð eða grindhvala veiðar Færeyinga og hringdans kailmannanna eftir velheppn aða veiðiför, þar eð þrálát und- iraldan var búin að gera félaga minn sjóveikan. Ég notaði tækifærið til að teikna elda- klefa Dronning Alexandrine. Eiginlega hefði ég heldur átt að fara um borð í færeyska bátinn „Tjald“ og með honum Framhaíd á 526. síðu. T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.