Tíminn Sunnudagsblað - 29.07.1962, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 29.07.1962, Blaðsíða 11
Armur af kolkrabba, alsettur sogskálum. legur. Um leið og fiskur kom í færi, skauzt hann að honum og hremmdi hann. Þessi árásaraðferð brást sjald- an. Venjulega, þegar kolkrabbarnir voru á sundi, voru þeir rauðleitir eða rauðbrúnir að lit, en þegar þeir voru að veiðum, urðu þeir fölleitir eða allt ag því gegnsæir. Þessi litaskipti eru kolkröbbunum oft til mikillar hjálpar bæði gagn- vart bráðinni og eins, þegar þeir þurfa að dyljast fyrir óvinum sín- um, sem eru allt frá marglyttum til hvala og risakolkrabba, sem lifa á hinum smærri. — Þegar brezki dýra- fræðingurÍTin, D.N.F. Hall, reryndi að handsama litinn kolkrabba, tók hann eftir því, hve liturinn á kolkrabban- um breyttist eftir hraða hans og því blekmagni, sem krabbinn gaf frá sér. Hall setti þriggja þumlunga kol- krabba í ljósleitt ker og reyndi síð- an kvöld eitt að klófesta hann með hendinni. Þegar fingur hans voru í um það bil níu þumlunga fjarlægð frá krabbanum, varð hann svartur og virtist vera hreyfingarlaus í vatninu. Hall ætlaði að gripa hann, en greip í tómt, aðeins svart blekið. Krabb- inn var í hinum enda kersins. Hall reyndi aftur og fylgdist nú vandlega meg krabbanum. Þegar hann var orð- inn svartur, bjó hann til blekhjúp, sem svipaði til líkama hans að lögun og s'tærð, gerði sig skyndilega lit- lausan og skauzt út úr blekmekkin- um. Kolkrabbarnir hafa meiri lita- skiptahæfileika en sjálft kamelljón- ið, og sumar tegundir þeirra eru með Ijósaútbúnaði, sem lýsir meira en sjálf eldflugan. Ljósið verður til í eins konar „ljósaugum" við kemiskar efnabreytingar. Þessi „ljósaugu“ eru mjög mismunandi að stærð, og lögun og staðsetning þeirra er sömuleiðis breytileg eftir tegundum. Þau minnstu geta verið minna en 1/30 úr þumlungi í þvermál, en þau stærstu hálfur þumlungur. Á sumum tegundum eru þeir aðeins á sjálfum augunum og á nöbbum armanna. En á öðrum eru þau dreifð um allan líkamanum, auk þess að vera á augum og örmum. - Einhver þekktasti kolkrabbi, sem varpar frá sér birtu í sjónum, er japanski eldflugu-kolkrabbinn, en hann er um fjögurra þumlunga lang- ur og alsettur „ljósaugurn" sem lýsa með vissu millibili, líkt og ljós eld- flugunnar gera. Enskur sérfræðingur í rannsóknum, sem lúta að dýrum, sem lýsa frá sér, segir, að hann hafi eitt sinn séð net fullt af eldflugu-kol- kröbbum, sem gáfu frá sér skært, blátt Ijós, sem minnti á flugeldasýn- ingu. Japanskur sérfræðingur, sem fengizt hefur meðal annars við að rannsaka efdflugu-kolkrabbann, seg- ir, að kápa hans lýsi „eins og stjörn- urnar í himnaríki". Hann segir og að skoði maður „ljósaugu“ í smásjá, minni það á sólargeisla, sem brýst inn um lítið gat á gluggatjöldum. Án vafa eru tíörmungarnir snar- astir í snúningum af öllum kolkröbb- um. Tundurskeytalagaður líkami þeirra gerir þá hraðskreiðari. Sumir fullyrða, að hraði lítils tíarma kol- krabba, þegar hann skýzt aftur, sé meiri en nokkurt annað sjávardýr nær. Eg tel þó, að enginn kolkrabbi geti farið jafn hratt og fljótustu fisk ar, sem geta í stuttum sprettum náð hraða, sem svarar 40 mílum á klukku stund. Eftir því, sem ég hef komizt næst, er hámarkshraði lítils tíarma kolkrabba sem svarar 20 mílum á klukkustund. Tíarma kolkrabbar eru verðmætari en nokkrir aðrir kolkratobar, og sum- ar þjóðir stunda mikið kolkrabbaveið ar. Kolkrabbarnir eru veiddir á færi, og er agnið skekið upp og niður í sjónum (sbr. „að fara á skak“ hér á landi) til þess að vekja athygli þeirra á „bráðinni“. Þeir renna á öng- ulinn, og áður en þeir geta losað sig, eru þeir dregnir um borð. Þar sem góð fiskimið eru, kemur oft fyrir að Framhald á 525. síSu. Fálmari með beittum og oddhvössum klóm, sem læsast í bráSina. T I M 1 N N SUNNUDAGSBLAÐ 515

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.