Tíminn Sunnudagsblað - 29.07.1962, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 29.07.1962, Blaðsíða 14
Lambastöðum og Ingvar Gissurarson á Nesjum, bróðir Þórðar. Ekki voru þeir kallaðir jafnokar Jóns í Junk- aragerði. Er Þórði svo lýst, að hann - hafi verig hjátrúarfullur og hégóm- legur nokkuð og mun því hafa þótzt af hreppstjóratigninni, er ekki var fágætt á meðan völd hreppstjóra inn- an sveitar voru rík, en fáir þeim vanda vaxnir, að fara með þau. Jón Eyjólfsson var ekki talinn atkvæða- maður, enda var honum geðfelldast að hliðra sér hjá stórræðum, ef unnt var. Um Ingvar segir í gömlum heim- ildum, að hann hafi hvorki verið skörungur né sérlegur vitmaður. Þessir menn biðu nú með talsverð- um glímuskjálfta, hvernig/ lykta myndi faðernismálunum í Kirkjuvogi. IV Nú liðu svo fimm vikur, að yfir- völdin í sýslunni gerðu enga gang- skör að því að leita Solveigu Guð- rúnardóttur þess föður, er við henni gengist með góðu eða illu. Rasmus Frydensberg, landfógeti og bæjarfó- geti í Reykjavik, fór með sýsluvöld, en Hákon Vilhjálmsson í Kirkjuvogi gegndi ýmsum embættisverkum í Gullbringusýslu í umboði hans. Hefði ekki verið fyrirhafnarsamt fyrir Há- kon að rannsaka málið, en Frydens- berg fannst ekki nauðsyn bera til, að undinn yrði bráður bugur að því. Ætlun hans var að láta rannsóknina biða vorþinga. Hann grunaði ekki, hvílíkur vígamóður var að færast á hina óþreyjufullu hreppstjóra á Suð- urnesjum. Seint á góu var þolinmæði Jóns i aunkaragerði þrotin. Fyrsta dag apríl- mánaðar skrifaði hann Jóni í Kirkju- togi bréf og mælti svo fyrir, að hann skyldi flytja þær mæðgur báðar á Rosmhvalaneshrepp. Sennilega hefur •Tóni Erlendssyni þótt Guðrún sér iftil heillaþúfa og gjarnan viljað losna við hana. Auk frátafa og vinnutaps. er hla:izt af þunga hennar og barns- burði, var hún nú handlama orðin og ■ ‘ítt til verka. Það var ekki mikil eft- 'rsjón að henni af heimilinu, og kunn- ugt er, að bóndi hafði þau ummæli haft, að „gæti hún ei þjónað því, er til þrengdi, myndi hann snarast ; senda hana til sinnar sveitar". En jafnvel þótt Jón í Kirkjuvogi hefði kosið, að hún yrði kyrr vistarárið á enda, þá var skipun annars eins hreppstjóra og Jóns í Junkaragerði þung á metunum, enda flutti hann hana tafarlaust á Rosmhvalaneshrepp, rsamt barninu. Hreppstjórarnir i Rosmhvalanes- hreppi urðu æfir við þessar tiltektir, og varð það samstundis þeirra álylct- un að „vísa þessum skepnum um hæl til sömu náttstaða". Þótti þeim megn rangindi höfð í frammi, þar ; Guðrún var löglega vistuð í Kirkjuvogi til næsta vinnuhjúaskil- daga og hafði tilnefnt húsbónda sinn sem líklegastan föður barnsins. Hvarflaði því ekki annað að þeim en skila þeim mæðgum báðum tafar- laust á heimili Jóns Erlendssonar, þótt ekki yrðu bornar brigður á hitt, að Guðrún átti sveit í Rosmhvalanes- hreppi, ef hana þryti. Var liðtækur maður og dyggur, Bjarni Jónsson á Lambastöðum, fenginn til þess að- koma þeim suður í Hafnir á nýjan leik. Við svo röggsamleg viðbrögð hugðu þeir að Jón í Junkaragerði léti skipast. En kunnáttumaðurinn í Junkara- gerði var ekki svo skapi farinn, að hann lækkaði seglin, þótt nokkuð gjóstaði. Hann hafði ekki fyrr spurt, að mæðgurnar væru komnar aftur að Kirkjuvogi en hann bjóst sjálfur til ferðar með þær. Var það þriðja dag aprílmánaðar. Létti hann eigi förinni fyrr en hann kom með þær mæðgur að Nesjum, þar sem hann seldi þær í hendur Ingvari hreppstjóra Gissur- arsyni. Þótti honum þar veikastur hlekkurinn í sveitarstjórn Rosmhvala- neshrepps, og þar vænti hann minnstrar andspyrnu gegn sér. Fór hann ekki dult með, að í þessu máli skyldi við það sitja, er hann vildi vera láta, og myndi ekki tjá að etja kappi við sig. Vera má, að þeim hreppstjórum í Rosmhvalaneshreppi hafi staðið meiri stuggur af Jóni í Junkaragerði en þeir létu uppi, og í því skjóli kann hann einmitt að hafa skákað. Hvort sem svo hefur verið eða ekki, þá þótti þeim málið fara að vandast. Urðu það sammæli þeirra, að tímabært myndi að leita úrskurðar og liðveizlu þess, sem annast mátti vera um, að farið væri að lögum á Suðurnesjum — Frydensbergs landfógeta. Frydensberg þóttu fréttirnar af deilum hreppstjóranna ískyggilegar, en vænti þó, að hann gæti sett þær niður. Kvað hann upp þann úrskurð, að fæðingarhreppur barnsins skyldi ala önn fyrir því, unz einhver hefði gengizt við faðerni þess eða dómur verið kveðinn upp. Skipaði hann því hreppstjóranum í Höfnum að veita barninu viðtöku eða láta móðurinni að öðrum kosti í té fulla meðgjöf i eitt ár og taka þá við því til upp- fósturs, ef mál hefðu ekki skipazt á annan veg innan þess tíma. Jafn- framt hét hann ag láta rannsókn fara fram í barnsfaðernismálinu á næsta manntalsþingi á Járngerðai’- stöðum í Grindavík. Hann skrifaði Jóni í Junkaragerði einnig bréf, er hreppstjórar í Rosm- hvalaneshreppi skyldu láta færa hon- um, ásamt úrskurðinum, þegar bam- ið yrði flutt að Junkaragerði til ráð- stöfunar þar syðra. Veitti hann Jóni þar þungar átölur fyrir gerræði hans og óbilgirni og vitnaði til viðurlaga þeirra, er í lögum væru, ef til dóms- ályktunar kæmi. Taldi hann líklegt, að þessi viðvörun myndi skjóta körl- um suður með sjó skelk í bringu og spekja þá til muna. Hreppstjórar í Rosmhvalaneshreppi þóttust hafa himin höndum tekið, þegar þeim barst úrskurðurinn. Sættu þeir sig við að sitja uppi með stúlkuna, enda höfðu aldrei verið bornar brigður á, að hún væri þar sveitlæg. Undu þeir bráðan bug að því að koma barninu til Jóns í Junk- aragerði, þótt raunar væri andstætt lögum að taka það frá móðurinni, þar eg í gildi hafði verið í tíu ár tilskipun, sem átti að tryggja ógift- um mæðrum rétt til þess að hafa börn sín hjá sér, að minnsta kosti fyrsta árið. Þeir bræður, Þórður á Flankastöð- um og Ingvar á Nesjum, höfðu af því mestan veg og vanda að koma barninu suður í Hafnir. Fengu þeir til fararinnar Jón bónda Jónsson í Rembihnút, þrautseigan mann, ásamt Jarþrúði nokkurri Ólafsdóttur í Ný- lendu, sem skyldi veita barninu um- sjá og aðhlynningu á ferðalaginu, svo að vel væri fyrir öllu séð. I hitt varð ekki horft, þótt kuldaveður væri af norðri með nokkru frosti og heldur napurt til langrar útivistar fyrir fárra vikna gamalt bam. Þau Jón og Jarþrúður fengu hesta og þófareiði til fararinnar, og riðu þau nú á pálmasunnudag, hinn 7. apríl, úr garði á Nesjum með reifa- strangann og skilríki þau, er beygja áttu Jón í Junkaragerði til hlýðni við lögin og yfirvaldið. En ekki ganga allar ferðir að óskum. Er skemmst af því að segja, að Jón í Junkaragerði neitaði afdráttarlaust að veita barninu viðtöku. Gilti einu, þótt Jón sendimaður afhenti honum viðvörunarbréf Frydensbergs og hampaði úrskurðinum framan í hann. Kvað Junkaragerðisbóndi sýslumann ekki hafa vald til þess að kveða upp úrskurð, er varðaði meira en tvo rxkisdali og bar fyrir sig nýlega tilskipun með undirskrift sjálfs konungsins í Kaupmannahöfn. Jón Jónsson vildi þó ekki fara erindisleysu. Eftir nokkurt þjark gekk hann til Jarþrúðar, er sat á hestbaki á hlaðinn með reifastrang- ann í keltu sér, og sagði henni að fá sér barnið. Bar hann það snúðugt inn í bæjardyr, þar sem hann lagði það niður og lýsti það komið í ábyrgð Jóns Þórðarsonar. Jón í Junkaragerði hafði ekki van- izt því, að óboðnir gestir gerðu sig svo heimakomna í hans húsum. Hann var ekki á þeim buxunum að láta aðra segja þar fyrir verkum, á með- an hann stæði uppréttur. Skipaði hann nafna sínum að hypja sig brott með barnið, en þegar sendimaðurinn ‘18 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.