Tíminn Sunnudagsblað - 29.07.1962, Blaðsíða 16
hjálmur Ásgautsson þá fara inn ■
j bæjardyrnar með barnið, því að veð
! ur var kalsafengið, en Oddur Oddsson
j varnaði honum inngöngunnar með
hægð. Sagði hann Vilhjám ekki í bæ-
inn fara með barnið, á meðan þeii
; væru ekki viðstaddir, er þar reðu
í húsum.
Eftir nokkra bið kom Jón á Lamba
stöðum út. Tók hann við barninu
rakti yztu dulurnar af reifastrangan
um og setti hann á slorskrinu við bæj
; arþil. Voru þá menn farnir að tínast
að og sýnt, að Jón Þórðarson var
ekki svo fáliðaður sem í fyrstu mátti
virðast. Ekki þekktu þeir mennina
nema hvað þeir báru kennsl á Jór
Sæmundsson a Kalmanstjöyn.
Jón á Lambastöðum sneri sér nú með
nokkrum embættissvip að þeim, sem
úti voru, nefndi votta og lýsti barnið
Solveigu Guðrúnardóttur komið að
Junkaiagerði. heilt og ósjúkt, og falið
ábyrgð og umsjá Jóns Þórðarsonar.
Skipaði hann siðan förunautum sínum
þremur að skunda brott samsíða sér.
Hlýddu þeir þegar en er þeir vildu
sanga utar eftir hlaðinu. viku fimm
eða sex sjómenn í veg fyrir þá og
gerðu sig líklega til þess að stöðva
þá. Varð af þessu nokkurt þóf, og riðl-
aðist breiðfylking Jóns á Lambastöð-
um, en allir komust þeir félagar þó út
fyrir túngarg til hesta sinna, án þess
að sjómennirnir gerðu meira en að
. hrekja þá nokkuð.
Aftur á móti bólaði ekki á Þórði
Gissurarsyni, og fór þá að gruna, að
hann sæti í gislingu hjá Jóni Þórðar-
syni í stofu í Junkaragerði. Vildu þeir
með engu móti brott hlaupast frá að-
alforingja leiðangursins í óvinahönd-
um. Steig því lón Eyjólfsson á bak
hesti sínum og reið heim, því að hann
þóttist betur fær tii undankomu á
hestbaki, ef sjómennirnir gerðu aðsúg
að honum, einum síns liðs.
Nú víkur sögunni til Þórðar Giss-
1 urarsonar. Ráðagerð þeirra félaga
1 virðist hafa verig sú, að hann brytist
út úr bænum, hvort sem Jóni Þórð-
j arsyni líkaði betur eða verr, þegar
Jón á Lambastöðum hefði selt barnið
af höndum með viðeigandi formála.
En það var ekki auðhlaupið fyrir hann
j úr bæjarhúsunum i Junkaragerði, því
að maður var í hverju skoti og lítill
bilbugur á Jóni. Þó barst leikurinn um
síðir fram í bæjardyr og út á hlað.
j Þar tók Jón Þórðarson barnið af skrín-
unni og bauð Þórði að fara með brott
i það, svo sem hann hafði þangað kom-
; ið Þórður aftók það. Þá gerði Jón sig
i blíðari og bauð til sátta að gjalda
j meðlag með því til þings þess, sem
boðað hafði verið til á Járngerðar-
stöðum. Þórður hafnaði því boði
einnig.
Þá hafði Jón Þórðarson engar vöfl-
ur á lengur. Lét hann veita Þórði at-
^göngu, og varð hann brátt yfirbugað-
ur, því að Jón hafði ærinn liðskost
vaskra manna, auk kvenna og ung-
linga. Batt Jón sjálfur barnið á bak
Þórði með meira en tveggja faðma
löngu reiptagli. T þessum svifum reið
Jón Eyjólfsson heim túnið. Féllust
honum hendur, þegar hann sá félaga
sinn svo hart leikinn, enda var hann
umkringdur þar fáa faðma frá bæn-
um. Tók Jón Sæmundsson í taumana
á hestinum, en Jón Þórðarson, Loft-
ur, sonur hans, og Sæmundur Eyjólfs-
son, efnabóndi á Kalmanstjörn, er
hafði ungur komið af sveitarframfæri
i vinnumennsku til Jóns í Junkara-
gerði og tekið við hann tryggð, drógu
Þórð út á túnið. hófu hann á loft með
barnið á bakinu og sveifluðu honum
upp á klárinn íyrir aftan embættis-
bróður sinn. Fjðrtán eða fimmtán
sjómenn skipuðu sér síðan kringum
hestinn með ófriðlegum og vígaleg-
um tilburðum, svo að hreppstjórarnir
gætu ekki steypt sér af honum, nema
látið fallas't niður í óvinaflokkinn.
Teymdi Jón Sæmundsson hestinn að
svo búnu út fyrir túngarð í miðjum
sjómannaskaranum. Fylgdist Sæ-
mundur á Kalmanstjörn með hópnum,
en Jón Þórðarson gekk stillilega til
bæjar, fullviss þess, að hann hafði
unnið eftirminnilegan sigur í þessari.
lotu, þótt meira væri það með harð-
fengi en kunnáttu þeirri, er hann var
talinn búa yfir.
Vilhjálmi Ágústssyni og félögum
hans varð ekki um sel, þegar þeir sáu,
hvernig komið var fyrir hreppstjór-
unum. Hlupu þeir bráðasta á hesta
sína, því að þeim þótti viðbúið, að
þeir myndu sæta hinni háðulegustu
meðferð og jafnvel misþyrmingum,
ef þeir leituðu ekki þegar undankomu.
Hröðuðu þeir sér brott með hrepp-
stjórana, þegar þeir voru lausir úr
herkvínni, en heimamenn veittu þeim
eftirför, unz þeir voru komnir vel á
veg heimleiðis.
Gremja þeirra Þórðar og Jóns Eyj-
ólfssonar var megn. En ekki treyst-
ust þeir til fleiri ferða suðpr í Hafnir,
þótt mjög væri það til umræðu. Var
sagt, að séra Bjarni Pétursson á Út-
skálum hafi einkum verið þess hvetj-
andi, að liði vrði safnað. En það þótti
samt óráð. Þótt saman yrði dregið lið
um Miðnes og Garð, svo fjölmennt,
að Hafnamenn fengju ekki yfirunn-
ið það, uxu mönnum í augum slík stór-
ræði, ekki sízt vegna sjósóknarinnar,
auk þess sem þeir sá.u tvísýnu á lífi
barnsins og óttuðust meiðingar á
mönnum. Tóku þeir því þann kost að
sendá mann til Frydensbergs og
skjóta málinu til aðgerða hans.
Frydensberg skrifaði hreppstjór-
unum í Höfnum og lýsti megnustu
óánægju sinni með framferði Jóns í
Junkaragerði og fylgismanna hans.
Kvað hann slíkar aðfarir vekja andúð
allra réttsýnna manna. En með því að
sér væri á móti skapi, að þetta mál
yrði til meiri hneykslunar en orðið
væri, vildi hann enn hlífast við, ef
Hafnamenn hættu þegar öllum mót-
þróa. Að öðrum kosti yrði afleiðing-
arnar harla óþægilegar.
y
Manntalsþingið á Járngerðarstöðum
var haldið 22. dag maímánaðar. Ekki
er óhugsandi, að öldurnar hefði iægt
svo, að eftirmál hefðu farizt fyrir, ef
yfirheyrslurnar hefðu leitt til óyggj-
andi niðurstöðu. En því fór fjarri. Til
þess skorti mjög á, að þeim væri öll-
um stefnt, er þurft hefði að yfirheyra,
ef leiða hefði átt málið til lykta. Guð-
rún lýsti fyrst Jón Erlendsson föður
barnsins og kvað hann hafa komið
í sæng til sín, þegar hún hafði verið
hálfa aðra vikti í Kirkjuvogi. Þegar á
hana var gengið, sagðist hún einnig
hafa haft náin kynni af Sigurði í Býj-
arskershjáleigu, en þau hefðu síðast
átt samfundi einhvern tíma fyrir
krossmessu, þótt ekki myndi hún
glöggt, hvenær það var. Loks stað-
festi hún, að Jón Erlendsson hefði
leitazt við að fá vinnumann sinn til
þess að gangast við barninu. Jón Er-
lendsson gekkst að sönnu við því, að
hann hefði iagt lag sitt við Guðrúnu,
en hann fékkst með engu móti til
þess að viðurkenna, að það hefði ver-
ið fyrr en í fimmtándu eða sextándu
viku sumars. Vildi hann fá sverja
fyrir Solveigu litlu á þeim forsendum.
Hreppstjórarnir í Rosmhvalanes-
hreppi mótmæltu því, að Jóni yrði
leyfður sá eiður. að svo lítt rannsök-
uðu máli. Kvað þá Frydensberg upp
þann úrskurð, að Guðrún væri svo
óstöðug í framburði sínum — auk þess
hún ætti flekkaða fortíð, þar eð hún
hefði áður átt barn í frillulífi — að
hann yrði ekki metinn fullgildur til
þess að dæma Jóni Erlendssyni frí-
unareið eftir honum, að vinnumanni
hans, Eiríki Gunnlaugssyni, óyfir-
heyrðum. En fullkomlega væri sann-
að, að barnið hefði fæðzt í Hafna-
hreppi og bæri honum að leggja því
til, eftir því sem á brysti, að móðirin
ynni fyrir því. Barnið skyldi fyrst
um sinn vera hjá móður sinni í Rosm-
hvalaneshreppi.
Jóni í Junkaragerði þótti málið
slælega rekið, sc-m og var, því að ekki
var hirt um að stefna þeim til yfir-
heyrslu, er beinlínis höfðu verið við
það brugðnir. Hann neitaði með öllu
að sætta sig við þennan nýja úrskurð
og kvaðst myndi virða hann að vett-
ugi. Fékk Frydensberg engu um þok-
að. Sagði Jón af sér hreppstjórn í
þessari sennu og skipaði Frydensberg
þá tvo bændur á Merkinesi í hans
stað, Teit Jónsson og Erlend Jónsson,
gegna menn, en ekki jafnoka Jóns að
áræði og harðfengi. Var hinn síðar-
nefndi tengdasonur Jóns og hafði ver-
ið vinnumaður hans fyrr meir. Var nú
eftir að sjá, hversu þeir stýrðu fley-
inu í gegnum brotsjóina.
520
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ