Tíminn Sunnudagsblað - 29.07.1962, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 29.07.1962, Blaðsíða 9
 V ✓ ,, „ /J > , >„ A i , , ' v vi Þessl kolkrabbi er um 90 sm. á lengd og hefur um 200 „Ijósaugu", sem varpa frá sér skærri birtu. ar, til dæmis áttarma kolkrabbar, með hnattlaga likama og aðrir með jafn- marga arma, en skjaldarlaga líkama. — En þeir kolkrabbar, sem hér verð- ur aðallega fjallað um, hafa tvo fálm- ara, auk hinna átta arma, og eru ekki ósvipaðir tundurskeyti í lö,gun. Þess- ir kolkrabbar eru hinir algengustu og til þeirra teljast fleiri tegundir en nokkurra annarra eða alls 350 teg- undir, sem eru mjög mismunandi að stærð og lifa í flestum höfum jarðar- innar, allt frá yfirborði þeirra niður á mílu dýpi. Tíarma kolkrabbar halda sig í torf- um, sem oft eru mjög stórar — stund- um þúsundir einstaklinga. Til dæmis má geta þess, að árið 1858 sigldi hol- lenzkt skip stanzlaust í tvo tíma í ' gegnum torfu af dauðum kolkröbb- um, sem þöktu sjóinn, svo langt sem augað eygði. Tíörmungarnir hremma bráð sína með fálmurunum, sem geta verið mjög langir, — á þeim stærstu um tíu sinnum lengri en sjálfur líkam- inn. Armar og fálmarar eru alsettir sogskálum, sem eru mjög mismun- andi að gerð og stærð á hinum ýmsu tegundnm Sumar eru svo litlar, að það er aðeins hægt að greina þær með smásjá, en á risakolkröbbum ■geta þær orðið um tvefr og hálfur þumlungur að þvermáli. Á sumum kolkröbbum eru sogskálarnar með mjúkum börmum, á öðrum eru barm- arnir alsettir litlum tönnum og á enn öðrum eru klær, sem læsast í bráð- ina og halda henni fastri. Á sumum tíörmungunum eru fálmararnir þann- ig útbúnir, að þeir geta fallið saman og styrkt hvor annan þannig. Á hvor- um fálmara eru annars vegar nabb- ar, sem snúa andspænis sogskálun- um á hinum. Þessir nabbar falla inn í sogskálarnar eins og smellur, og Margar sögur hafa veriS sagðar if kolkröbbum og þá einkanlega risakolkröbbum, og til eru geig- vænlegar frásagnir um viðureign manna og kolkrabba. Sumt af þessum sögum er án vafa upp- spuni, en engu að síður eru til margar, sem eiga við rök að styðj- ast. Sennilegt er, að einhverjar af skrímslasögum fortíðarinnar eigi rót sína að rekja til risakol- krabbanna, því að þeir eru vissu- Iega skrímsli, ógeðslegir og óhugnanlegir í senn. í þessari grein segir enskur fræðimaður, Frank W. Lane, frá kolkröbbunum og ýmsu, esm þá varðar og menn þekkja ekki al- mennt. Hið almenna latneska heiti á kol- kröbbum er „Cephalopoda“. Þetta orð þýðir „sá, sem hefur fætur á höfði“, og er þar átt við armana, sem um- lykja munn kolkrabbanna. Undir þetta heiti falla margs kyns kolkrabb- verka þeir þá sem einn væri. Þetta gerir kolkrabbannum fært að draga bráðina að sér með mun meira afli. Þegar fálmararnir hafa hremmt bráðina, hjálpa armarnir til þess að toga hana að anunninum, og um léið heggur kolkrabbinn hornkenndu nefi sínu á bráðina og bítur hana. Kol- krabbanef af venjulegri stærð er mjög öflugt, hvað þá heldur á risa- kolkröbbum. Amerískur fiskimaður, J. Charles Dabis II, segir, að kol- krabbar, sem vegi tíu til fimmtán pund, geti hæglega unnið á vír með nefinu. í rannsóknarleiðangri, sem T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 512

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.