Tíminn Sunnudagsblað - 10.02.1963, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 10.02.1963, Blaðsíða 6
látinn, svo að ekki urðu íréttir hafð- ar af honum. XXVI. Það reyndist illt að henda reiður á hinum útlendu munum, sem verið höfðu á flækingi í héraðinu. Sumt gátu menn hafa keypt meg frjálsum hætti á uppboðinu, annað kunni að vera komið úr duggunni, sem lá sam- tímis í Sigríðarstaðaósi. Og Hjalta- bakkasystkinin sögðu, ag smámuni nokkra, þar á meðal sumt af því, sem r á góma hafði borið, hefði Sehram <- kaupmaður gefið þeim fyrir þann á- troðning, sem útheimilið hafði af 7 strandinu. - Eggert sagði, að sig ræki ekki ' minni til þess, að hann hefði haft neina vestishnappa á boðstólum, og fékkst ekki til þess að játa á sig frek arj stuldj en hann hafði þegar gert. „Þar vitað er, að undir höndum munuð hafa haft vesti og buxur, er ; meinast af skipherranum", sagði > Björn á Þingeyrum, „þá aðspyr ég ' yður hér með, hvort þetta er satt?“ „Eg vil sverja dýrasta eið, að það er ei satt, að ég hafi neitt undir höndum haft af því góssi“, svaraði Eggert. ; „Rautt vesti keypti ég af timbur- ; manni á duggunni, sem lá í Sigríðar- staðaósi, fyrir þrjá ríkisdali og tvö rr mörk. Önnur klæði hef ég ei haft eða C hef undir mínum höndum. Hálfpotts- mælir er í lán; hjá mér frá móður minni, sem ég held, að kaupmaður Schram hafi fengið henni“. Þetta staðfestj Ragnheiður, kona hans. Það var einnig reynt ag tæla Egg- ert til þess að lýsa sökum á hendur Þorvaldi. „Hverja haldið þér orsök til, að hann hefur verið svo óupplitsdjarfur haustig 1802?“. „Borizt hefur mér, að hann muni hafa unnig eitthvert það iliverk, sem hann var óupplitsdjarfarj fyrir“, svaraði Eggert. „Eg hef heyrt af fólki, að eitthvað illt væri í hans fari“. Þá var hann spurður, hvort hann héldi, að Þorvaldur væri sekur um - það, sem á hann var nú borið. ý „Um það veit ég ökki“, sagði Egg- ert. „Hvorkj get ég afsakað eða á- fellzt Þorvald um það, sem á hann ; er borig í þessu máli“. „Hver sök er til þíns þunglyndis og gcðveiki?" spurði Bjöm. á Þing- eyrum snöggt. „Það er mér meðskapað". ' Ekkj gekk betur að draga játningu ' út úr Þorvaldi. Sirkilinn, sem hann seldi Ólöf á Geirastöðum, lézt hann hafa fundið á fjörum á jólaföstu og látið hann af hendi fyrir lyklahring. fClútinn, sem kona hans gaf systur sinni, sagði hann fylgifé fyrri konu sinnar frá Fjósum. Skyrtu þá, sem áttj að hafa sézt hjá honum, kann- aðist hann alls ekki við, írekar en annan fatnað, og engin smíðatól af Hákarlinum kvað hann komið hafa í sínar hendur. Ekki þótti hann þó gera fullnægj- andj grein fyrir klútum þeim, sem menn þóttust vita með vissu, að ver- ig hefðu 1 hans vörzlu. Varð um það langt og margendurtekið þóf, og fóru svör hans mjög á dreif. Lézt hann helzt hafa fengið klút frá Erlendi á Torfalæk að veði fyrir brennivíns- pela. En loiks kom þó þar, að hann sagði: „Eg fortek ekki, að í mínar hend- ur hafi komið, þegar upp var skipað úr skipinu, silkiklútslýja, sem ég fann niðri í lestinni og var mér ekki af öðrum fengin. Annað alls ekki“. XXVII. Næsta atrenna var gerð laust fyrir miðjan janúarmánuð, og var þá enn þingað á Hjaltabakka í þrjá daga sam fleytt. Var sem áður vitnum stefnt, tugum saman. Öngvit Steinunnar Jóns dóttur hafði vakið mikið umtal í hér- aðinu og þótti vart einleikið. Maður spurði mann, hvort hún myndi lát- in sleppa með þetta. Sá grunur hafði vaknað, að hún byggi yfir einhverju, sem komið hefði óþægilegu róti á huga hennar. Jón Illugason var á ferð bæja á milli í Vatnsdal litlu eftir hátíðarnar og hitti þar ýmsa menn að máli. þeirra á meðái var Guðmundur Hall- dórsson í Ási. Barst Steinunn í tal ur hafa heyrt eftir henni á ferð að Hjaltabakka, að fyrrj maður hennar, Guðmundur á Akri, hefði farig út á sand strandnóttina og séð þar tvo menn, „svo sem í einhverjum aðför- um þeim að brytja skipherrann nið- ur og látið í poka og borið burt“. — Hafði annar þessara manna unnið á skipstjóranum, en hinn fengizt við hundinn á meðan. Hafði Ásbóndi þetta eftir einum sveitunga sinum, Bjarna Rafnssyni á Guðrúnarstoðum, og bætti hann því við söguna, að Guð- mundur hefði beðið á sandinum, þar til mennirnir voru á brott og farið þá heim sama veg og hann kom. Þetta féll í frjóan jarðveg, því að Jón Illugason taldi sig hafa heyrt það tvíllaust af munni Guðmundar á Akri sjálfs, að hann vissi um afdrif skipstjórans og hefði enda verið þar nærstaddur. Þóttist hann því hafa vel veitt og fluttj söguna á þingig á Hjaltabakka. Þeir Vatnsdælir könn- uðust við orð sín, en hér var sá hæng ur á, að þeir gátu ekki rakið hana til upphafs síns og leitt þann fram, er Steinunn áttj að hafa trúað fyrir þessum firnum. Eigi að síður mun þorri fólks hafa trúað því, að rétt væri eftir henni haft og talið hér fram komna orsök þess, hve mikið henni varð um, þegar hún var kölluð til vitnis á Hjaltabakka fyrir jólin. En það var örðugt um vik að færa sönnur á þessar sögur. Fimmtán ár voru liðin frá strandj Hákarlsins, og mörg smáatriði voru fólki gleymd, en valt að treysta því til hlítar, er það þó þóttist muna. Sá maðurinn, sem orðrómurinn hermdi, að gerst hefði vitað um afdrif skipstjórans á Há- karlinum, Guðmundur á Akri, var rotnaður í gröf sinni. Hér virtist því helzt td ráða að leita betur eftir því, hvort Steinunn, ekkja hans, vissi eitthvað um ferð- ir. hans strandnóttina eða hefði heyrt hann iáta það uppi, er aðr- ir báru þau hjónin fyrir. En um það var Jón sýslumaður næsta tómlátur. Þag fór svo, að Steinunn kom ekki eftir þetta oftar fyrir rétt hjá honum, og var látinn nægja skriflegur vitnis- burður frá henni. Kannaðist hún ekki við, að Guðmundur hefði neitt vitað öðrum fremur um afdrif skipstjór- ans, svo að hennj væri kunnugt um, en haft uppi getur um það, hvar hann hefði hafnað, án þess að nefna einn stað öðrum fremur. XXVIII. Þorvaldur og Eggert voru þung- búnir sem fyrr á þinginu eftir ára- mótin. Þó skipti mjög í tvö horn um hegðun þeirra. Menn höfðu org á því, að Þorvaldur væri fíkinn í að ná tali af sumum vitnunum, áður en þau voru leidd fyrir réttinn, einkum systkinum Eggerts Rafnssonar. Við suma hafði hann í hótunum, ef þeir yrðu sér mótsnúnir, og þegar menn báru honum illa söguna, hvessti hann á þá augun meg voðalegum svip. — Menn hvísluðust á um það, að þetta væru manndrápsaugu. Stundum hafði hann uppi mestu fáryrði með reiði- legum tilburðum, líkt og hann réði sér vart fyrir bræði, en þess á milli hleypti hann á sig ofsakæti, þegar vitnisburðir voru honum skapfelldir eða honum þótti ákærendur sínir hafa rasað um ráð fram. Björn á Þingeyrum lagði fast að sýslumanni að setja þá Þorvald og Eggert í varðhald, en hanp færðist undan og sagði rök gegn þeim ekki svo sterk, að það væri lögum sam- kvæmt. Sumir þóttust hafa orðið þess var- ir frá upphafi, að Þorvaldur ætti ískyggileg launmæli og hljóðskraf við konu sína. Ölafur Ólafsson á Hæli, einn hinna álitsmeiri bænda á þessum slóðum, sagði frá því, að Þorvaldur hefði vikið henni afsíðis og sagt við hana í hálfum hljóðum, að nú yrði hún bráðum yfirheyrð. Hvísluðust þau alllengi á, svo að ekki heyrð- ist, unz Þorvaldur sagði; „Segðu nei“. 126 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.