Tíminn Sunnudagsblað - 10.02.1963, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 10.02.1963, Blaðsíða 12
Færeyjar eru mikilúðugt land, og sú þjóð, sem þar býr, hefur frá upphafi vega þreytt leik viS björg og brim, harðviSri og stríða strauma. Sú barátta hefur mó'tað lyndiseinkunn hennar og lífsvíðhorf. Nœstu sunnudaga munu birtast hér jáeinar færeyskar smásögur, sýnishorn þess, sem öeztu rithöfundar Fœreyinga hafa skrifað af því tagi seinustu áratugina. Það er Heðin Brú, sem ríður á va&ið. Hann heitir réttu nafni Hans Jakob JaJcobsen, fœddur í Skálavik á Sandey. Hann stundaði nám i landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn cg var skipaður búnaðarmálastjóri Fœreyja. Jafnhliða skyldustörfum sínum i því embætti hefur hann skrifað nokkrar skáldsögur og margt smásagna. Ein af skáldsögum hans, Feðgar á ferð, hefur verið þýdd á islenzku. Heðin Brú er nú rúmlega sex- tugur a& aldri. Dagurinn leið að kvöldi, myrkrið datt á, áður en leiðin var hálfnuð. Og mér þyngdist smám saman fótur- inn, því að ég hafði verið á göngu frá því snemma um morguninn. Nú fór hann líka að rigna — mér urðu ill- þungar blautar mómýrarnar í þessu. Bg bar pinkil, og blindar eru ókunn- ar götur — ég skall ofan í skurði og skorninga, svo að buldi í skrokknum. Hægt og rólega seytlaði vatnið inn að skinni, hægt og rólega fjaraði út löngun mín til þess að ferðast milli byggða, og eftir sat sú ósk ein að komast í húsaskjól. Það fór að rífa af mér, þegar fötin þyngdust af bleyt- unni og sigu niður um mig, og mig logsveið við hvert fótmál. Ég varð að halda buxunum upp um mig með annarri hendinni til þess að verjast því eftir getu, að þær nudduðu mig. — reynið hjá einhverjum öðrum“. En ég ætlaði ekki að láta reka mig frá dyrunum. Ég fer inn og sezt, læt sem ekkert sé, bið konuna að hella upp á könnuna handa mér — „nesti er ég með. Þér lofið mér að hafa fataskipti hérna inni hjá ykkur og hengja dáminn af mér til þerris. Ein- hvers staðar er heyhlaða, þar sem ég get legið í nótt“. — Ætlaði að gera mig heimakominn. En satt að segja, var það mest til gamans gert, ag ég spann þetta upp í huga mér, því að ég bjóst við betri viðtökum: Holdug kona opnar eldhúshurðina í hálfa gátt, þegar ég geri vart við mig, og lítur glaðlega framan í mig — „þó það nú væri, ekki förum við að úthýsa yður, þér verðið að sætta yður við það, sem við getum látið í té — gerið svo vel að koma inn fyrir“. Byggðin, sem var einhvers staðar í myrkrinu, drjúga bæjarleið fram- undan, var mér ókunn, ég hafði ekki fyrr drepið þar niður fæti — þekkti kannski einhvern af orðspori, en hafði einsett mér að fara ekki að kunnleikum í þetta skipti, heldur kveðja þar dyra, er ég kæmi fyrst að, og biðja um gistingu. Sem ég þramma þannig og spinn lopann, kemur byggðin í sjónmál: Dauf ljós í einum þrjátíu gluggum, og einhvers staðar í myrkrinu geltir hundur — annað ekki. Ég vel mér ljós miðskeiðis í byggðinni og stefni beint á það, finn fyrir mér skarð í túngarði, klöngrast þar yfir við staur sg fálma mig niður túnbrekkuna. Ég stautaði mig áfram í myrkrinu og reyndi að stytta mér stundir með því að hugsa mér, hvernig ég skyldi haga orðum mínum, þegar ég kæmi loks til mannabyggða, geta mér til um móttökurnar, sem ég fengi, gera fóik- inu, sem ég tróð mér inn á, upp orð: „Það var og“, hrýtur út úr brúna- þúngum manni, sem kemur út til þess að kasta af sér vatni, áður en hann gengur til náða. „Það er ekki siður að ryðjast inn á fólk um þetta leyti sólarhringsins — hefðuð þér látið vita, að yðar væri von . . . Nei, ég býst ekki við, að það geti orðið hér Ég er rétt kominn að' húsunum, þegar ég hrasa, hrýt fram af barði og steypist á grúfu niður á jafnsléttu. Mér varð fyrst fyrir að brölta á fæt- ur og líta í kringum mig, hvort nokk- ur hefði séð þessa hrakför. En það var sjálfsagt enginn nærstaddur. Fatapokinn hékk á ólunum um axlir mér, svo að ekki hafði ég misst hann af mér. En ég þreifaði lengi fyrir mér, áður en ég fann húfuna. Lík- legast blæddi úr andlitinu á mér, og kúla var komin fyrir ofan augað — það var ekki þekkilegt að koma þannig leikinn til fólks um háttatíma. Hann leitar húsaskjóls í náttmyrkri, 132 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.