Tíminn Sunnudagsblað - 10.02.1963, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 10.02.1963, Blaðsíða 13
Byggðin í Dal er ekki á neinn hátt tengd þessari sögu frekar en aðrar færeyskar byggðir. En þessi mynd sýnir, hvernig færeyskir bændur hafa gert sér tún í snarbröttum brekkum, ef ekki var völ á Kallaminna landi — jafnvel hlaðið stalla f brekkurnar, ef ella var þar óstætt við slátt. — (Ljósm.: H.J. Jakobsen). Ég heyrði árnið í myrkrinu og gekk á hljóðið, strauk moldina og blóðið framan úr mér eins vel og ég gat og þerraði andlitið með húfufóðrinu. Þarna voru þrjú hús saman á tún- inu, tvö af venjulegustu gerð, með háu risi, kvistum og síðu þakskeggi, og eitt lágt. Ég herjaði á lága húsið, dró húfuna niður að augum, svo að kúlan sæist ekki — og drap á dyr. Út kemur lítil telpa með reik í hári og minnir á sviðinn sauðarhaus, vísifingur í munni og augun út úr höfðinu. „Gott kvöld! Eru foreldrar þínir heima?“ „Ha?“ Dyrnar lokast. Hún hefur orðið hrædd, get ég mér til — bíð. Svo rekur ung kona höfuðið út úr eldhúsinu, gráhærð með svartar augabrúnir, mildeyg, vingjarnleg og brjóstaiítil — horfir þegjandi á mig. „Gott kvöld! Ég ætlaði að gera mig svo heimakominn að biðja ykkur að hýsa mig í nótt — nýkominn af göngu og þekki engan héma í byggðinni". Jú, heimil var mér gistingin: „Ekki verður yður úthýst, komið með pjönk- urnar inn með yður“. Hún hvarf og kom aftur með logandi lampa, sem hún hengdi á nagla í fordyrinu. Þá varð mér litið í spegil, sem hékk þar. Ég gat ekki varizt hlátri — ekki undur, þótt telpan yrði smeyk: Húfufóðrið sneri út. Blóðug- ur var ég ekki, eins og ég bjóst þó við, en andlitið var óhreint og hárið lafði í bendu fram á enni. Konan brosti ofurlítið; „Þér hafið dottið, sýnist mér“. „Ó-já. Eg hiammaði mér fram af barði hérna í túninu“. „Þér eruð holdvotur, veit ég, helli- rigning allan seinni partinn?" „Já, og árnar óð ég — er ókunnug- ur. Það er óskemmtilegt að fá svona gest“. „Setjið það ekki fyrir yður. Þér hafið ekki slitið gólfunum hérna um dagana. Komið þér hér að eldavél- inni. Ég ætla að ylja upp í kamers- inu, áður en þér farið þangað inn“. Eg smeygi mér úr sokkaplöggunum og geng berfættur inn í eldhúsið, það koma stór, vot spor á gólfdúkinn. Ég sezt á mókassann. Telpan með reikina og dreng- hnokki á óvitaaldri leika sér á gólf- inu. Litli snáðinn fer hjá sér, en telp- an tekur hann á hné sér og masar við hann: „Jósía® ekki vera hræddur við ókunnuga manninn, ókunnugi enaðurinn góður við Jósías". Jósías gýtur augunum í kringum sig, gægist út úr faðmi systur sinn- ar og bendir á pollinn, sem sigið hefur á gólfið úr buxum mínum, og bablar: „Ógunni majurinn bissa á gólli, gamma ógunna majurinn bissa á gólli, gamma ógunna. majurinn, sóði ókunna maj . . . “ Þa tók hún fyrir munninn á honum, roðnaði upp í hárs rætur og hvarf á dyr með litla hnokk- ann. Nú kom konan og bauð mér inn í kamersið til þess að skipta um föt. Hvort ég hefði þurrt að fara í — eða átti hún að koma með eitthvað handa- mér? „Jú, þakka yður fyrir — gætuð þér lánað mér buxnagarma, annað er ég með“. Ég varð alls hugar feginn. Eg dró af mér biautan dárninn, þvoði mér og fór í þurrt. Sem ég sýsla við þetta, heyri ég, að húsbóndinn kemur inn. Það var kominn gestur, var honum sagt. Jæja, hver skyldi sá vera? Það vi'ssi konan ekki, „gat ekki fengið mig til þess að spyrja hann að nafni svona upp úr þurru — han;n hefur ekki komið fyrr hingað í byggð, sagði hann.“ „Nú — prédikari kannski?“ „Já, vel gæti ég trúað því. Hann var með flibba — hann er líklega prédikari“. „Ég lít inn til hans“, segir maður- inn. „Það þarf kannski eitthvað að liðsinna honurn". „Þá verðurðu að káfa framan úr þér áður og snotra þig svolítið". „Ha? Er þetta ekki Færeyingur?“ „Jú-jú, færeyskur er hann“. „Nú, hvað? Þá er það iíklega sama“. Eg var búinn að hafa fataskipti, þeg ar hann kom inn, og var að leita að tóbaki í pokanum mínum. „Gott kvöld, maður minn. Það hef- ur ekki verið þægilegt að ganga milli byggða í þessu úrhelli". „Gott kvöld — nei, það var heldur slæmt, veðrið. Líka það, að ég lenti í myrkri. Og svo ruddist ég hér inn, komig undir nótt“. „Já, það er ekkert við þvf að segja. Sá, sem ókunnugur er, verður að leita þar fyrir sér, sem dyr eru. Það er ókunnugt fólk leiðir hann í stofu . . T í M I N N — SUNNUDAGSBL&Ð 133

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.