Tíminn Sunnudagsblað - 10.02.1963, Blaðsíða 10
— Sérðu þessa tvo menn, sem
standa þarna við bílinn, segir hann.
— Þetta eru seljandi og væntanlegur
kaupandi. Nú eru þeir að gera út um
kaupin sín á milli. Kaupandinn er bú-
inn að prófa bílinn, og eftir augna-
blik fara þeir inn til hans Jóns Valen
tínussonar, sölustjóra, hérna frammi
og ganga frá kaupunum. — Ég sé
það á svipnum á þeim.
— Verða bílasalar manmþekkjarar?
— Maður kynnist mörgum. Alls
konar fóiki og alls konar hliðum á
mannlífinu, og með árunum verður
maður fljótur að þekkja þá úr, sem
hafa eitthvað óhreint í pokahorninu
sínu.
— Það segja margir, að bilasalar
hafi óhreint í pokaihorninu.
— Já, en það er skammgóður verm-
ir að pissa í skóinn sinn, og þeir bíla-
saiar, sem byggðu rekstur sinn á ó-
nýtum víxlum og plöggum, sem gefin
voru út á Pétur og Pál, kváðu upp
yfir sér sinn eigin dauðadóm og eru
horfnir af sjónarsviðinu. Þeir spruttu
upp eins og gorkúlur fyrir nokkrum
árum, af því að þeir héldu, að bíla-
saia væri eins konar gullmylla, sem
myndi mala þeim gull fyrinhafnar-
lítið. — Þetta fyrirbrigði var nokkurs
konar gelgjuskeið í atvinnugrein,
sem var að spretta úr grasi. Nú er
bílasalan komin í eðlilegt horf og
gengur yfirleitt snurðulaust, og. ó-
nýtir víxlar sjást varla, enda þekkir
maður orðið slíkan fénað úr: Það
eru nefnilega sömu mennirnir, sem
ár eftir ár ganga á bílasölurnar og
vilja kaupa bíla, en ekki borga.
— Er það satt, að þú sért allra
manna harðastur við ag fá menn til
ag undirrita kaupsamninga?
— Jæja, hefurðu heyrt það? segir
Davíð og hlær. Það er ekki hægt að
þröngva neinum til ag kaupa. Þetta
er rétt eins og að fara inn í búð og
kaupa sér sokka. Það ert þú, sem á-
kveður, hvaða sokka þú kaupir, en
ekki búðarstúlkan.
— En búðarstúlkan getur kannski
eitthvað hjálpag tíl, er það ekki?
— Jú, það er líka nauðsynlegt að
hjálpa sumum, sem eru óákveðnir, en
ég læt menn alveg sjálfráða um hvort
þeir kauna eða ekki og ég vil frekar,
að þeir taki sér umhugsunarfrest en
þeir geri eitthvað, sem þeir eru óá-
nægðir með. Hér áður fyrr beitti ég
stundum hörku til að koma mönnum
saman, en ég er hættur því núna
— Þú hefur kannski frekar efni á
umihugsunarfrestinum núna en þá?
— Já.
— Ef ég ætlaði að gerast bílasali
á morgun, vildirðu þá gefa mér föð-
urleg ráð?
— Ég myndi segja þér að byggja
þína bílasölu upp eins og ég. Þú yrðir
að vera harður og traustvekjandi, en
um leið vinsæll. — „Keep smiling“
er gott í bissnessnum eins og öðru.
— Hvenær byrjaðir þú?
— Fyrir tíu árum. Ég var sá fyrsti,
sem seldi bila með afborgunarfyrir-
komulaginu. Ég byrjaði ekki með
neitt annað en hugmyndina: — Ég
vissi, að þetta hlaut að koma hér eins
og í öllum öðrum löndum heims.
— Þykir þér vænt um aðra bíla-
sala?
— Afskaplega. Því ekki það? Þeir
hafa flestir verið hjá mér, áður en
þeir byrjuðu sjálfstætt. En það er
auðvitað mikil samkeppni í þessu
eins og öðru. Þegar ég hafði bílasöl-
una í Ingólfsstrætinu, vaknaði ég upp
við það einn morguninn, að kollegar
mínir á bílasölunni vig hliðina á
minni voru búnir að girða mig af með
mannheldri girðingu. Þeir yfirbuðu
mig og fengu planið leigt, og nú átti
að kveða niður stóra drauginn fyrir
fullt og allt. Við þessu er ekkert að
segja. Þetta er lögmál samkeppninn-
ar.
— Koma ekki margir strákar til
þín með bílasýki?
— Strákarnir eru mest í gamla
ruslinu, en ég er eiginlega alveg hætt
ur að selja gamla bíla, enda hef ég
fengið umboð fyrir nýja bíla, sem ég
hef til sýnis hérna úti. Og yfirleitt
sel ég ekki strákum bíl nema með
fullu samþykki foreldra þeirra. Það
er ekkert skemmtilegt, þegar strákar
kaupa gamlar druslur fyrir allt of
mikið fé — eða menn yfirleitt. Það
skiptir mig engu máli, hvort menn
kaupa bílinn 10 þúsund krónum
meira eða minna, og ég verðlegg ekki
bilana, það gera eigendurnir sjálfir,
þótt þeir hins vegar leiti stundum
samráðs við okkur um verðið. Við
getum heldur ekki skoðað alla þá 600
—700 bíla, sem við höfum á söluskrá
og gengið úr skugga um, hvernig
þeir eru. Það verður kaupandinn sjálf
ur að gera, og þag er við engan
annan að sakast nema hann sjálfan
eða seljandann, ef bíllinn reynist verr
en skyldi.
— Þú þværð hendur þínar.
— Já, og það er enginn Pílatusar-
þvottur. Margir segja, að bílasalar
séu þjóðhættulegir menn, þegar þeir
vakna upp við vondan draum og sjá,
ag bíllinn þeirra er ekki eins góður
Framhald á 141. síðu.
130
T I H I N N — SUNNUDAGSBLAÐ