Tíminn Sunnudagsblað - 10.02.1963, Blaðsíða 14
pó kristið fólk, sem hér býr. Þér eruð
Telkominn'1.
Ég hafði fundið tóbakið og rétti
honum dósina: „Fáið yður í pípuna".
Hann lítur á mig dálítið stóreygari
en áður, brosir við, rétt eins og hann
vilji segja: Þú ert þá ekki einn af
þessum allraleiðinlegustu prédikur-
'im, úr því að þú annt manni tóbaks
í stúfinn sinn. Hann treður í pípuna
og stingur henni upp í sig, tekur upp
sldfæri og kveikir, hallar undir flatt
og sýgur, talar á milli sér þess, sem
hann blæs út úr sér reykjarstrókun-
um: „Jú, ég skal segja yður, að þetta
er slaem átt hér hjá okkur — ég
sagði það alltaf, að færi hann að
rigna með flóðinu, þá yrði það einn
fjarski. En það verður ekki nema
þetta fallið — hann hleypur út í,
ætla ég“. Hann blakar brunninni eld-
spýtunni frá sér og horfir á mig,
tottar pípuna um stund: „Þetta er
gott tóbak, sem þér eruð með. — Nei,
svona dembur vara sjaldan lengur en
eitt fall“.
Þetta er kloflangur náungi með
hvíta skeggstubba á kinnum, bláeyg
ur og hýreygur. Hann hefur einhvern
iíma orðið fyrir slysaskoti, þvj að
hann er undarlega bláyrjóttur í
framan, og ég sé, að hann hefur
misst þrjá fingur af annarri hend-
inni. En svei því, ef hann er ekki
fullfimur að troða í pípuna með tveim-
ur öftustu fingrunum, sem eftir eru.
Iíann er í hvítum sjóarabuxum, sem
ná upp undir bendur, og röndóttri
skyrtu, breiður um mjaðmir, mjór að
ofan og slappaxlaður, svo ag mað-
urinn er nálega allur niðri í buxun-
um.
Hann situr við dyrnar, reykir
og skrafar — et ég þarfnast einhvers,
á ég bara að láta þess getið.
„Já, ég þakka yður fyrir, hjálpið
mér um einn eldspýtnastokk — þetta
er allt dottið í sundur hjá mér“.
Já — með ánægju. Hann fer með
krumlurnar upp undir olnboga nið-
ur í vasa sína og dregur þaðam
upp stokk: „Hér er einn“.
Hvort ég ætlaði að' halda samkomu
cða eitthvað í þá áttina?
„Hugsað hafði ég mér það. En nú
cr ég svo illa til reika í kvöld, auk
þess ekki farandi á milli húsa, svo að
það verður að bfða — við sjáum,
hvernig morgundagurinn verður“.
Þá sprettur hann upp úr sæti sínu
og fer fram í eldhúsið. Ég heyri, að
hann segir við konuna: „Jú, prédik-
«ri er hann, ætlaði að halda samkomu
í kvöld, en veðrið bagar, svo að það
verður að bíða morguns".
,,.Tá, ég þóttist sjá það á honum.
íivað beitir maðurinn, veiztu það?“
Nei — það vissi hann ekki, „gat
kki farið að spyrja að því formála-
laust. Hann spurði mig ekki að nafni“.
Hann kemur inn aftur og sezt. Ég
J4
fer í fatapokann á ný, tek upp úr
honum litla rommflösku og læt á
borðið: „Þið hefðuð ekki glas af heitu
vatni handa mér? Og svo hafið þér
kannski ekki á móti þvf að fá líka
dropa í heitt — mér veitir ekki af
að ylja mér eftir vosið, það er hroll-
ur í mér“.
Hann stendur upp, þegar ég sný
mér að honum, og rekur fram hend-
urnar: „Kanna, heitt vatn, romm,
dropa, — ha?“ hikstar hann starandi
augum, líkt og hann sjái sýnir. Ég
styð vingjarnlega á öxlina á honum
og hlæ við: „Ég er með dropa af
rommi, sjáið þér, farið fram í eld-
hús og náið í heitt vatn og sykur-
mola handa okkur, svo að við getum
dreypt á þessu báðir“.
„A? Heitt vatn, sykur — já-já, það
skal ekki standa á því“. Hann fer.
„Hvað ætlar prédikarinn að gera
við heitt vatn og sykur?“ spyr kon-
an. „Ég kem með matinn eftir litla
stund“.
Maðurinn sagðist ekki vita það,
nei — eitthvert meðal, sem hann ætl-
ar. að fá sér, kannski gallaður ein-
hvers staðar innvortis: „Hann er ný-
sloppinn úr þessu foraðsveðri, — það
getur sett fljótt að svoleiðis mönnum,
eins og þú veizt“. Hann kemur inn
aftur með vatn og sykur, þrástarir
á mig á meðan ég blanda ; glösin,
þögull og tortrygginn.
O-jæja — ég blanda okkur báðum
góðan drykk, geri mér far um að hafa
þetta nokkuð sterkt, svo að mér hlýni
fyrir brjósti. Hann situr enn star-
andi, mælir ekki orð frá vörum. Ég
læt bæði glösin á borðið.
„Jæja, komið þér hér, og látum
okkur prófa þetta".
Hann ekur sér á stólnum að borð-
inu, og við tökum glösin: „Skál, og
þökk fyrir góðar móttökur hér hjá
ykkur“.
„Skál . . . náttúrlega reynir maður
að taka sæmilega á móti gestum, fyrr
mætti nú vera“. En hann hikar við
að bragða á drykknum, vokir efa-
blandinn yfir honum.
„En hvers vegna dreypið þér ekki
á þessu, maður, er einhver ókeimur
að því?“
„Ókeimur — nei, ekki er nú það,
en ... ég ... ég ... er eiginlega
hérna — hérna bindindismaður".
„Ó-já, bindindismaður? Jæja,
fyrst svo er, þá nær það ekki lengra.
Ég drekk bara fyrir okkur báða“.
Ég færi glasið hans yfir til mín. En
ekki virðist hann heldur fella sig
við það. Hann tekur það aftur,
heldur á því í hendnni, horfir spyrj-
andi á mig um hríð. Svo kreistir
hann út úr sér:
„Þér — það býr ekkert undir því,
að þér bjóðið mér þetta?“
„Hvort eitthvað býr undir því?
'Hvað ætti svo sem að búa undir því?
Mig langaði til þess að hlýja mér á
dropa, og ég vildi ekki brjóta gamlar'
venjur með því að setja yður hjá, úr
því að þér voruð hér inni hjá mér
— það er allt og sumt“.
„Já. En prédikarar eru ekki vanir
að bjóða þess háttar?"
„Prédikarar — ég er enginn p.ré-
dikari“. Svo segi ég honum nafn mitt
og starf.
„A-ha — en þá er ég ekki heldur
neinn bindindismaður”. Hann rís upp
með glasið f hendinni og hlær: „Skál“,
hallar sér aftur á bak og slokar í
sig rommblönduna.
Þá er hurðinni svipt harkalega frá
stöfum, og konan stendur harðleit
og gustmikil í dyrunum: „Það verð
ég að segja, að illur var gesturinn,
sem ég fékk í kvöld — að tæla end-
urreistan syndara niður í svaðið, og
það hér í mínum húsum. Þú, Dabbi
— hypjaðu þig út héðan!“
Dabbi seig saman eins og skorið
væri á þaninn belg, smaug lengra
niður í hvítar sjóarabuxurnar og
hrökklaðist á dyr. Konan skellti hurð-
inni ómjúklega á eftir þeim.
Þarna húkti ég ein.s og illa gerður
hlutur. Hvað var nú til ráða? Ég
hafði með flónsku minni gert konuna
bálreiða — það leyndi sér ekki.
Fyrst hvarflaði að mér að tína
saman pjönkur mínar og hypja mig
burt; fjandakornið ég þægi gistingu í
þessu ófriðarbæli. En mér óaði við
því að fara út aftur eins og veður-
lagið líka var: Regnið buldi á rúðun-
um af sama offorsi og áður — nú
var líka farið að hvessa. Og þreyttur
var ég, kominn háttatími, niðdimm
nótt. Nei — ég vék þessu frá mév.
einsetti mér að' vera kyrr, þar sem ég
var kominn, færi sem fara vildi. Ég
drakk það, sem eftir var í glasinu,
fyllti pípu mina á ný og hallaði mér
upp í rúmið með bók. Það var hljótt
í eldhúsinu, en ég heyrði orðaákast
einhvers staðar fjær í húsinu,
skammahrinur og hnefahögg. Ég hélt
niðri í mér andanum og varð allur
að eyrum — það var auðheyrt, að
hér var alvara á ferðum, en ekki
greindi ég, hvað sagt var. Eftir nokkra
stund heyrði ég, að hurð var keyrö
í lás og gengið hratt um varpann.
Síðan varð allt hljótt.
Þetta varir alllanga stund. Svo
byrja hurðaskellir, og fólk þrammar
þungum skrefum um gólfið. Ég rís
upp og sezt fram á: Nú verð ég rek-
inn út! — hugsa mér í skyndi svörin,
sem ég ætla að hafa uppi, ætla að
þverneita að fara út fyrir dyr í þessu
manndrápsveðri.
Það er barið hóglega að dyrum,
og konan kemur inn, ekki vitund
vanstillt, heldur háalvarleg, hrelld
og raunamædd að sjá. „Þér ímyndið
yður, að það sé fáheyrt skass, sem
þér hafið lent hjá“, segir hún. „Nei,
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ