Tíminn Sunnudagsblað - 10.02.1963, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 10.02.1963, Blaðsíða 18
Undt vpagnum a cantar, bailax y beber — látum okkur syngja, dansa og drekka“. — Og hvag um Frankó? — „Tran- quilidad -ro“ — greinilega betri en borgarastyrjöld. Ég hafði ekki lengi verið í Baska- bænum San Sebastian, er ég lagði spurningar um stjórnmál fyrir tví- tugan mann. — Hvort hann hefði áhuga á stjórnmálum? — Nei, sagði hann og hló, um leið og hann gerði nokkrar bjánalegar og ábyrgðarlaus- ar athugasemdir. Grimubúnar „systur" á föstu- daginn langa. Seinna gekk ég um göturnar kvöld eftir kvöld með nokkrum kunningj- um, sem ég hafði eignazt. Þeir voru á þrítugsaldri og voru verkamenn. Þeir höfðu alhliða áhuga á mannlegu lífi og þekktu bæði Heyerdahl, Munch og Hamsun. Það var ekki á þeim að heyra, að þeim liði vel: „Til fjandans með Frankó og spönsku kirkjuna“, sögðu þeir, en þeir gættu betur tungu sinnar, þeg- ar fleiri voru til staðar. — „Vesalings „el daudillo" — foringinn. Hann er hérna við veiðar úti á víkinni, en hann verður að láta lífvörð sinn sveima yfir bátnum í flugvél. Hon- um finnst hann ekki vera tryggur hér, því að hér eru margir, sem hafa ýmislegs að hefna. Hann sýndi sjálfur ekki neina miskunn í sveit- um Baskanna hér áður fyrr. Hérna lét hann helsprengjur sínar falla á óbreytta borgara úr ítölskum og þýzkum flugvélum, og þeir eru ekki svo fáir hér i bænum, sem sátu í fangelsi j 5—8 ár eftir borgarastyrj- öldina — eða hlutu enn verri útreið“ Þannig töluðu þessir ungu verka- menn. Ég leiddi talið að því, að lögregl- an í bænum væri vel vopnuð. — Eru þessi vopn notuð? spurði ég. — Nei, það eru mörg ár síðan þau hafa verið notuð. Við þorum ekki að gera neitt. Hann er svo sterkur! — Og kaþólska kirkjan, hvað um hana? — Sérðu þarna uppi? — Kunn- ingjar mínir bentu á hvítar húsa- raðir uppi á hæðardragi. — Þetta er „la fabrica de curas“ — presta- verksmiðjan. Þarna éta þeir sig feita án þess að vinna neitt að gagni. Frankó sýnir sig sjaldan í kvikmynd eða sjónvarpi án þess að gæta þess vel, að hafa prest við hlið sína. Fal- angistarnir (flokkur Frankós) hafa keypt prestastéttina og kirkjuna, og án stuðnings kirkjunnar hefði Frankó aldrei orðið jafnvaldamikill og raun ber vitni um. Hér eru svo margir prestar, að við verðum að þræla súr- um, sveita til þess að halda f þeim lífinu. Nú á síðustu tímum höfum við fengið svo marga endursenda frá Castró á Kúbu, að jafnvel stjórn- arvöldin hljóta bráðum að hafa feng- ið nóg af þeim. Sumir verða prestar af því að þeir eru raunveralega kristnir, en flestir velja þann starfa af því, að þeir geta þá kýlt vömbina án þess að leggja hart að sér. Það er svipað með trúna og nautaatig — hvort tveggja er sirkus handa fólk- inu. — Við förum hvorki í kirkju eð,a á nautaat. Þegar við töluðum saman um þessi mál, gátu kunningjar mínir hæg- lega orðið æstir, en þeir voru ekki kommúnistar. Það eina, sem þeir óskuðu, var að fá tækifæri til þess að nýta hæfileika sína, fá sæmileg laun fyrir vinnu sína, málfrelsi og geta lifað án hinnar þrúgandi and- legu kúgunar kirkjunnar. — — Leiðtogamir taka vel eftir því, hverjir fara í kirkju og hverjir ekki. Og sá, sem ekki speglar hinn góða kaþólikka, kemst ekkert áfram í þessu þjóðfélagi. Okkur er stjórnað af klerkum og hershöfðingjum. Iðn- aður okkar er lítill sem enginn, það hefur varla verið gerður einn einasti áveituskurður síðan borgarastyrjöld- inni lauk, og við höfum engar vörur, sem eru boðlegar útlöndum, — nema ódýran vinnukraft. Spánn er andlega og efnalega vanþróað land. Það vant- ar ekki náttúraauðæfi, en þau eru bara ekki nýtt. Ég kom til lítils bæjar í hinni indælu en sárfátæku og strang- kaþólsku Andalúsíu. Talsverður hluti bæjarbúa bjó í litlum kofum með bárujárnsþaki, og umhverfis þá héngu tötraleg bamaföt á snúrum og flögruðu í heitri golunni. Fólk vann, drakk vín sitt og dansaði „Flamenco". — Spyrði maður um stjórnmál, fékk maður ef til vill þetta svar: — Hombre, hér eru allir með Frankó! — eða kannske þetta: — Við hugsum ekki um slíkt! Andalúsíumenn virtust ekki hneigð ir til þess að velta fyrir sér alvarleg- um og flóknum vandamálum. Þær þrjár vikur, sem ég dvaldist í þesS- um bæ, sá ég ekki einn einasta mann lesa dagblað. Og hvers vegna? — Af því að þau Ijúga öll upp til hópa, svarar sá, sem hafði lýst sig 100% fylgjandi Frankó daginn áður. Hjá rakaranum í þorpinu hitti ég opinberan skrifstofumann. Hann hafði unnið sér inn 800 krónur síð- ast liðinn mánug og vinnudagur hans var ekki iengri en frá 9—4. — Það 133 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.