Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Blaðsíða 2
GUÐMUNDUR J. EINARSSON
BRODDSTAFUR
POKI - MADUR
ÞAÐ var ví'ðsým af hlaðinu heima.
Þaðan sást öll Barðaströndin inn að
Arnórsstöðum, fjörðurinn inn í Saur-
bæ og suður um allar sveitir út á
Öndverðarnestá. Og jökullinn blasti
við beint á móti, fannhvítur eins og
skikkja réttlætisins. En það sást lít-
ið út á við nema hafið. En það gat
líka verið tilkomumikið, þegar brim
var, því að þá kolbraut á hverju
grunni, jafnvel þar, sem var átján
faðma dýpi eins og á Rembingi
gamla og Djúpboða.
Það var um hádegi nokkru eftir
þrettándann, að ég stóð á hlaðinu
og horfði inn eftir. Skörp barnsaugu
mín höfðu grein einhverja hreyfingu
inn hjá Skipaklettum, sem eru innan
til við Breiðuvíkina, á milli bæjanna
Sigluness og Hreggstaða. Og nú var
ég á vakki til þess að vita, hvað þetta
hefði verið. Sauðkind var það varla.
og átti ég þó von á þeim í þeirri
átt, þvi að Hreggstaðabændur beittu
fé sínu daglega í víkina. Þar var þara
sæld mikil, ef ekki hömluðu ísalög,
en þau voru tíð á árunum kringum
aidamótin.
Það höfðu verið frost marga und-
anfarna daga Allar ár voru á haldi
En um nóttina hafði fennt nokkuð. og
var þvi launbált fyrir þá, sem ekki
voru þeim mun fótvissari. Ég beið
þar til méi var farið að lítast illa
á, að það hefði verið maður, sem
ég sá. En gestakomu fagnaði ég ein-
att, enda fáförult milli bæja á þess-
um árstíma. Loks eftir langa mæðu
kom þetta þó á Fornmannaleitið, og
nú var ekkert um að villast: Þetta
var maður, hver skyldi það geta ver-
ið? Tæplega þó presturinn í húsvitj-
unarferð, því að»hann var ekki van-
ur að koma svona snemma á vetri,
og oftast hafði hann fylgdarmann —
Nei, ekki fannst mér líklegt, að
þetta væri hann Kannski Gissur i
Grashaga, orðinn tóbakslaus? Hann
var það oft og ráfaði þá þangað,
sem líkindi voru til, að vilji og geta
væri til þess að verða við þörfum
hans í því efni. Og faðir minn var
einn af þeim, sem einatt hafði vilja
og stundum getu líka. Nei, þetta var
ekki Gissur, hann var vanur að
ganga hvatlegar en þessi maður, og
svo mátti líka þekkja för hans á því,
að hann var einatt að detta, eigin-
lega þótt engin ástæða sýndist til
þess. Hann var fjarska rösull, bless-
aður gaimli maðurinn, og frændur
hans á aldur við mig sögðu, að hann
dytti venjulega tuttugu sinnum á
leiðinni frá kofanum sínum niður á
sjávarbakkana. En sú vegalengd var
um þrjú hundruð metrar. En þetta
held ég, að hafi verið orðum aukið.
Gesturinn færðist nú nær. Þetta var
maður með broddstaf, sem hann
beitti fyrir sig f sífellu, og eitthvað
sem líktist tómum poka, hafði hann
bundið um öxlina. Ég reyndi að
gera mér mynd af manninum: Brodd-
stafur, poki, maður. Auðvitað var
þetta hanr. Þórólfur. Að mér skyldi
ekki dptta hann strax í hug. En hann
var aldrei vanur að koma á þessum
árstíma. Ég fagnaði lítið þeirri gesta
komu, því að mér geðjaðist miður
vel að karlinum, án þess þó að gera
mér neina grein fyrir af hverju það
var. Og enn þá síður geðjaðist mér
að kerlingunni hans. Það var af á-
stæðum, sem ekki koma þessu sögu-
korni við. Ég hljóp inn og sagði frá
gestakomunni, en vék strax út aft-
ur. Þá var karlinn að koma að ánni,
sem rennur niður með túnfætinum,
hún var vitanlega svellilögð, en auð
vök, sem neyzluvatn var tekið úr. —
Brekka var frá vökinni upp að bæn
um. Ég var nú ekki betur innrættur
en svo, að ég óskaði þess, að karlinn
dytti i vökina Það myndi vitanlega
ekki saka hann neitt annað en það,
að hann blotnaði í lappirnar. En karl-
inn hafði augun hjá sér og sneiddi hjá
vökinni- Ég beið úti, þar til karl gekk
í hlað. enda var talin ósvinna að
hlaupa í bæinn ef gesti bar að
garði. Ekki hafði gesturinn fyrir því
að heilsa mér, heldur spurði með
hálfgerðum þjósti:
„Er engirm heima á bænum?“
Hann hafði ósköp óviðfelldinn mál-
róm, ekkert ósvipaðan og þegar urg-
að er saman tómum ullarkömbum,
eða marrar í ryðguðum hjörum, ■—
þess utan var hann skrækróma. En
það gat nú stafað af ellirni, því að
hann var á áttræðisaldri.
„Jú, ég er nú heima eins og þú
sérð“, sagði ég.
,,Þú“, át hann eftir mér eins og
honum fyndist það einhver fjar-
stæða að telja mig með mönnum.
„Og svo er mamma heima“, bætti
ég við.
„En hvar er þá pabbi þinn“, spurði
hann.
„Ég held, að hann sé hjá fénu út
við Ytranes“, sagði ég og þótti vænt
um að geta sagt, að hann væri ekki
heima.
Það hummaði í karlinum, alveg
eins og honum fyndist það einhver
bölvuð hótfyndni að faðir minn
skyldi vera fjarverandi.
„Skilaðu til mömmu þinnar, að ág
vilji finna hana“ sagði hann nokku'ð
mildari rómi.
Ég hljóp inn og flutti skilaboðin,
og mamma fylgdist með mér út,
„Komdu nú sæl og blessuð, Jar-
þrúður mín“, sagði karlinn og rétti
mömmu höndina, eftir að hafa tek-
ið af sér vettlingana.
Það var þreytuleg gamalmennis-
hönd, æðaber og kræklótt eins og
fuglskló.
„Gerðu nú svo vel og komdu
snöggvast inn“, sagði mamma.
,,Ég ætlaði nú ekki að standa lengi
við, þurfti bara að finna hann Ein-
ar og vita, hvort þið væruð búin
með hangiketið"
Og nú hló hann, ef hlátur skyldi
kalla, reisti broddstafinn sinn upP
við bæjarþilið, leysti af sér pokann
og lagði hann þar hjá, tók síðan hrís-
sóp, sem þar var, og burstaði snjóinn
af skinnsokkum sínum. Það var svo
sem engin hætta á, að hann hefði
blotnað, þó að hann hefði farið 1
vökina, hugsaði ég Og nú fórum við
öll inn og upp á loft í baðstofunn'-
Þar var gestinum vísað á sæti við
borð, sem stóð hjá glugganum.
„Margrét bað að heilsa þér“, sagð*
karlinn, „hún er nú ekki orðin til
ferðalaganna, og svo er ekki hægi
að skilja Jóhönnu eftir eina í kofan-
um“.
„Hún mun vera við svipaða heilsu,
auminginn“, sagði mamma.
„Svipaða og svipaða ekki“, anzaði
karlinn. „Það er pessi sífelldi þurra_"
belgingshósti í henni. Hún fæst ekki
heldur til þess að drekka grasvatn
eða vallhumalste og svo er þetta
ekki nokkur lyst, sem hún hefur- ^—
Hún hefur ekki lyst nema á ein-
staka mat Væri til nýr fiskur,
myndi hún borða hann, eins ef tu
væru rófur Hún vill ekki kjöt, ef
það er eitthvað farið að lágna. — E11
nýtt kjöt — Það étur Jóhanna“.
„Getur hún nokkuð gert í hönd-
unum?" spurði mamma. ,
„Ég trúi, að hún sé að bera sig 3
að hekla eitthvað fínt — milliverk oS
blúndur, held ég að það heiti. Og sV°
T I M I N N — SUNNUDAGSBLA0
194