Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Síða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Síða 13
að aðrir teldu hann danskan og nefndu hann Þorgils þúfuskít. En þrátt fyrir það tókst þeim að reisa flokk, sem tók sér það fyrir hendur að brjóta þessum vafasama konungs- syni veg til valda í Noregi, enda ekki ævinlega spurt um sannindi í refskák stjórnmálanna. Það voru Baglar, er þá hófust á Haleyri. Þetta nes komst í eigu Danakon- ungs. Og það var ekki út í bláinn gert, er hinir féskyggnu jöfrar seild- ust eftir því. Það hljómar kannski einkennilega, en verður þó ekki ve- fengt: Um langt skeið var engin eign dönsku krúnunnar jafnarðvæn- leg og þetta sendna nes. Og hvað olli slíkum undrum? ís- lendingum ætti ekki að koma svar- ið ókunnuglega fyrir sjónir: Það var hinn litli, duttlungafulli fiskur, sem við nefnum síld, er jós kóngana silfri og gulli. Lýsingarnar á síldargengd- inni eru stórfenglegar. Sagnaritara Dana, Saxa, sagðist svo frá, að skip- in sætu föst í torfunum, og menn gætu staðið við borðstokkana og aus- ið síldinni upp með berum höndum. En hann var að sönnu ógætnari sagnaritari en samtíðarmaður hans, Snorri Sturluson, sem um þetta sama leyti bætti sér það upp, að ekki var síldarútvegur á Borg, með því að gera félag við þá konu, sem auðug- ust var á íslandi — þá hina sömu og hann skimpaði fyrir flakaúlpuna bláu, þegar hann reið á góðum degl um Rangárþing með yngismeyna Sol- veigu í Odda við hlið sér. En það er fleiri en Saxi, sem róm- uðu síldargengdina. Einhvern tíma á fjórtándu öld var franskur riddari, Filippus de Maiziéres, á pílagríms- ferð á þessum slóðum. Hann gat ekki heldur orða bundizt: „Eins og guð hafi skipað svo fyrir fer síldin tvo mánuði á ári hverju, sem sé í septembermánuði og októ- bermánuði, úr einu hafinu í annað i gegnum Eyrarsund í svo miklum torf um, að undrum sætir. Svo krökkt er af síld í sjónum þessa mánuði, að oft myndu menn geta höggvið hana sundur með sverði sínu“. Og þetta var fengur, sem hendinni var ekki slegið á móti. Kaþólska kirkjan ríkti í almætti sínu um alla Norðurálfu, og milljónir manna urðu að fá fisk í föstumat. Fiskiþörfin var gífurleg, og síldinni var tekið fegins hendi. Hinir auðugu Hansakaup- menn, sem voru skammt undan, létu ekki á sér standa, þegar þeir eygðu mikla fjárvon. Þeir flykktust í Eyrar- sund til þess að kaupa síld, sem þeir fluttu síðan til Englands, Þýzkalands og Frakklands. Þar þótti mikið happ að fá síld um föstuna, „því að fátækt fólk getur keypt síld, þó að það hafi ekki efni á að kaupa stóran fisk“. Þannig stráði síldin hvarvetna blessun 1 kringum sig. Danakonung- HöfuS úr kalkstelnl, er fannst f á hiá Rfga, taliS vera frá 14. Bld. Kannskl þetta lífsþreyttur plparsvelnn úr hópl HansastaSakaupmanna, orðlnn$au8lefður 4 1 síld og sfldarstúlkum. ur rökuðu saman fé, þýzku kaup- mennirnir stórgræddu, fiskimennirn- ir við Eyrarsund fengu nokkra hlut- deild og fátækt fólk í fjarlægum Iönd um gat satt hungur sitt, án þess að baka sér reiði guðs. III. Það var á tólftu öld, að hinar miklu síldveiðar í Eyrarsundi hófust, og Skáneyri varð miðstöð þeirra. Um svipað leyti og farfuglamir settu þing á Ugluodda, streymdu þangað þúsundir lítilla fiskibáta, og hundruð bógabreiðra kugga frá borgum Hansa kaupmanna sigldu inn á víkina og vörpuðu þar akkerum. Sum komu jafnvel fyrir Jótlandsskaga, og stund um slógust í hópinn skip frá bæjum á Englandi, Skotlandi og Flæmingja- landi. Aragrúi verkmanna flykktlst & j vettvang til þess að njóta nokkurs a£ 1 krásunum, og sums staðar tæmdust1)' sveitir og kaupstaðir nálega að fólkJ, Bændurnir kvörtuðu sáran yfir , þv|^ x ^ að vinnumenn hlypu að heiman án þess að kveðja kóng né prest, ^e&fr' uppskeran átti að hefjast, og skóla* meistarar börmuðu sér yfir því, að ■ námspiltarnir fleygðu frá sér latínu* bókunum og þutu í síld. , , Á hinni sendnu strönd reis; verstöð við verstöð. Fiskimenn fr& Falstri, Mön, Árósum og Kaupmanna höfn völdu sér hver sína bækistöð, drógu báta sína á land, gerðu sór kofa úr trjágreinum og dúk og reistU sér gálga til þess að þurrka í netöl. Ofan úr sveitum Skánar komu menn með vagna til þess að aka á síldinni til verkunarstöðva. 493 T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.