Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Qupperneq 2
FRIÐJÓN STEFÁNSSON:
Blóm frá kónginum
Frændi minn, trésmiðurinn, var
érstakur fyrirmyndarmaður, hjálp-
amur, vingjarnlegur, orðheldinn og
. eiðarlegur fram í fingurgóma,
vinnusamur ráðdeildarmaður og
reglusamur í hvívetna. Ég held, að
ekki sé hægt annað en viðurkenna að
hann var flestum þeim kostum búinn,
sem prýða mega einn borgara. Og
svo var hann frændrækinn með af-
brigðum. Ég ætti að minnsta kosti að
vera minnugur þess. Það var hann,
sem hjálpaði mér til náms. Annars
hefði ég trúlega ekki notið annarrar
skólamenntunar en í barnaskólanum,
og hefði þá kannski aldrei byrjað að
mála eða kompónera. Ef til vill bætt
ur baginn — ef til vill hefði ég þá
verið hamingjusamur við ein
föld störf. Það er aldrei að vita.
En hann frændi mínn, sem var góð
vinur fátækra foreldra minna, tók sér
stöku ástfóstri við mig og greiddi
kostnaðinn við skólanám mitt. Því
fór sem fór. Og hann lét það ekki
nægja, heldur miklaði hann fyrir
sjálfum sér og öðrum hæfileika mína.
Það þótti víst mörgum oflof, sem
hann bar á mig.
Fyrst hélt hann því fram, að ég
myndi verða fyrlrmyndarembættis-
maður, prestur, sýslumaður eða lækn
ir. En eftir að ég hætti menntaskóla-
náminu og tók að föndra við listir,
sló hann því föstu, að ég myndi verða
þjóðfrægur, ef ekki heimsfrægur lista
maður.
Ég hlýt að mótmæla því, að ég sé
illa innrættur. Þó verður ekki sagt,
að ég væri artarlegur við hann
frænda minn. Þegar ég kom heim i
sveitina á vorin úr skólanáminu fyr-
ir sunnan, hunzkaðist ég að vísu til
þess að þakka honum fyrir pening-
ana, sem hann hafði reitt af hönd-
um mín vegna, kannski einungis af
því, að foreldrar mínir ráku mig til
þess. Það var nú allt og sumt. Að
öðru leyti skipti ég mér lítið af hon-
um. Ætli mér hafi ekki fundizt hann
gamaldags og staðnaður — og þó
barnalegur.
En hann hrósaði mér þrátt fyrir
það, leit upp til mín, næstum dýrk-
aði mig. Ef til vill stafaði artarleysi
mitt af því. Hver veit?
Hann frændi minn gerði ekki víð-
reist um dagana. Sextugur að aldri
hafði hann aldrei stigið fæti sínum
út fyrir landamæri sýslunnar. Hann
var aldrei við kvenmann kenndur.
En talsvert las hann af bókum og
keypti mörg tímarit. Og dönsku hef
ur hann kunnað eitthvað, því að
hann las „Iijemmet" að staðaldri.
Sér í lagi hafði hann gaman af
að lesa og ræða um konunga og
aðra þjóðhöfðingja. Hann bjó yfir
talsverðum fróðleík um dönsku kon-
ungsættina. Ég bar hins vegar ekki
mikla virðingu fyrir þeim fróðleik.
Atvikin höguðu því þannig,
að hann hafði lent í því að verða
fylgdarmaður bískupsins á íslandi
yfir lága heiði á heimaslóðum sínum.
Og nokkru síðar fylgdi hann forseta
íslands og fylgdarliði hans yfir þessa
sömu heiði. Þetta reyndust merkir
viðburðir í lífi hans, og hann hafði
mikla ánægju af að segja frá þeim.
Þó var hann frændi minn ekki raup-
samur maður. En aftur og aftur gat
hann verið að segja frá fylgd sinni
með þessum höfðingjum, hvar þeir
hefðu áð, hvað hver hefði sagt. Æ,æ,
— ég reyndi ætíð að koma mér
burtu þegar í stað, ef ég var nær-
staddur, þegar hann hóf þessar frá-
sagnir. Eða hví í ósköpunum skyldi
ég hafa áhuga á því, hverjum hann
fylgdi yfir heiðarómyndina? Kon-
ungafólk, þjóðhöfðingjar — jafnvel
biskupar — eru ekki mikilhæfari eða
gáfaðri en allt venjulegt, þokkalega
gefið fólk. Og því skyldi maður þá
fremur leiða þanka að því en öðru
fólki, kannski miklu skemmti-
legra fólki? í mínum augum var allt
þetta den með þjóðhöfðingja og for
heimskunin á þegnunum í sambandi
við þá, eitt af því, sem nútímamaður
hlaut að fyrirverða sig fyrir.
Það var árið eftir að hann varð
sextugur, sem karlinn hann frændi
minn ferðaðist til Reykjavíkur í
fyrsta skipti á ævinni — kom ein-
mitt um það leyti, sem konungur frá
ónefndu nágrannaríki var að flækj-
ast hingað í heimsókn. Ef til vill hef
ur frændi minn stílað upp á það, ég
veit það ekki. En heilsubrestur hafði
þjáð hann um skeið, og læknirinn
haft orð á, að hann þyrfti að ganga
undir rannsókn fyrir sunnan,
kannski uppskurð, hver raunin varð
svo á.
Hann bróðir minn átti það til,
þegar hann vildi hæðast að okkur að
segja á þá leið, að frændi okkar
myndí telja konungsfjölskylduna og
forsetann jafnvel ennþá meiri hátt
ar en mig og væri þá langt jafnað.
Bróðir fninn Iá einmitt á því lúalag-
inu, þegar mest gekk úrskeiðis hjá
Hér. Má vera, að hann hafi öfundað
mig af fénu, sem karlinn hafði ausið
í mig. Hann hefur ekki áttað sig á
því, að í rauninni var ég alls ekki
öfundsverður — enda var ég, ef satt
skal segja, ekki í tiltakanlega miklu
áliti um þessar mundir. Nema hjá
frænda mínum, hann tapaði aldrei
þeirri trú, sem hann hafði fest á
mér. Það mætti segja mér, að ef
einhver annar hefði haft svona stað-
fasta trú á mér og mínum hæfileik-
um, þá myndi það hafa yljað mér um
hjartaræturnar.
En svo virtist sem mér stæði alger
lega á sama um álit frænda míns á
mér. Eða ef svo var ekki, þá hamp-
aði ég því að mínnsta kosti ekki.
Ég gat átt það til að vera ónota-
legur við hann. Samt sem áður fæst
ég ekki til að viðurkenna, að ég sé
óartarmenni eins * og ég hef þegar
sagt. *
Kannski var þrátt fyrir allt
eitthvað í fari þessa heiðursmanns,
sem mér gazt ekki að, án þess ég
gerði mér glögga greín fyrir þvi —
eitthvað, sem ergði mig, þegar ég
var í slæmu skapi. Og bví miður er
skaplyndi mitt ekki til að hrósa sér
af. En það má ég eiga, að stundum
iðrast ég þess eftir á, hvernig fram
koma mín hefur verið víð fólk á
meðan ég var í geðvonzkuköstunum,
líka frænda minn.
Ekki veit ég hvort er réttara, að
ekkert gerist nema samkvæmt
ákveðnu orsakasambandi, fyrir fram
ákveðnu — eða hvort rás viðburða
getur breytzt á hvaða andartaki sem
er af tilviljun, stundum af röð til-
viljana. Hvort sem er, þá leit það
út eins og tílviljun, að einmitt á
þeim fáu mínútum, sem karlinn
hann frændi minn stóð fyrir framan
alþingishúsið til þess að^ virða það
fyrir sér, þá átti forseti fslands leið
þangað. Hann þekkti karlinn, heils-
aði honum af sinni alkunnu ljúf-
mennsku og þakkaði honum fyrir
síðast.
Þessi atburður varð að ævintýri í
lífi frænda míns, dýrmætu ævintýri,
sem vafalaust var honum mikils virði.
Og þó átti annað eftir að ske innan
fárra daga, ennþá mikilfenglegra. Að
því er virtist einnig af hreinni til-
viljun. f það skipti var það kóngur-
inn.
Frændi minn hafði farið að heilsa
upp á fermingarbróður sinn, merkis
bónda, sem bjó búi sínu í nágrenni
Reykjavíkur. Og þetta bar einmitt
upp á sama daginn og kóngurinn
skrapp til Þingvalla eða á einhvern
annan stað nálægt bænum í fylgd
með ráðherrum og öðrum fyrirmönn
um íslenzkum. Af einhverjum ástæð
um, sem ég hef ekki nennt að leggja
mér á minni, er staðnæmzt við þenn
an bæ. Kóngurinn stígur út úr bíl
sínum, að ég held af því, að hann
642
T í M 1 N N — SUNNUDAtíSBLAÐ