Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Blaðsíða 3
hefur fundið hjá sér hvöt til þess
að skoða þennan bóndabæ, án þess
að viðdvöl hafi verið fyrír fram ákveð
in þarna. Bóndi stóð á hlaði úti og
blessaður karlínn hann frændi minn
við hlið hans. Og það er ekkert með
það, jöfur vindur sér að þeim og
heilsar þeim með handabandi. Þeir
eru meira að segja kynntir fyrir hon
um. Og hann lætur einhver orð falla
til þeirra. Þau orð tókst frænda mín
um að skilja og leggja á minnið.
Hann gleymdi þeim víst ekki, það
sem hann átti eftir ólifað.
Frá þessum atburði sagði gamli
maðurinn mér í slíkri upphafningu,
að mér varð óglatt af að hlusta á
hann. En af því að ég var annars
í góðu skapi, stilltl ég mig um að
gera nokkra athugasemd, en jánkaði
aðeins áhugalaust fjálglegri frásögn
hans.
Skömmu seinna hitti ég hann
heima hjá foreldrum mínum, en þau
voru þá flutt til bæjarins. Og ekki
að sökum að spyrja: Hann tók að
útmála þá stórviðburði að hafa mætt
forseta og kóngi eíns og hina merk-
ustu, er hent gætu almúgamann. Eins
og þeir væru mikilvæg uppbót á líf
hans. (Og líklega voru þeir það, en
út í það hugsaði ég ekki fyrr en
seinna). Foreldrar mínir virtust á
sama máli og tóku undir hrifningu
hans. En að þessu sínni var ég ekki
í góðu skapi. Og þegar ég er í vondu
skapi, þá er ég jafnan reiðubúinn
að andmæla næstum hverju sem er.
Það kallar fólk víst uppreisnaranda.
Nema ég sagði það væri viðbjóður
að hlusta á menn tala um það af
hrifningu að fá að taka í lúkurnar
á kónga- eða forsetadóti. í flestum
tilfellum væri þetta ósköp venjulegir
menn. Og hvers vegna þá allt þetta
den með þá? Það væri for-
heímskandi, blátt áfram forheimsk-
andi. Og hvað þennan kóng áhrærði,
þá myndi talið til efs, að hann hefði
yfir að ráða meira en meðalgreind,
áreiðanlega litlu þar fram yfir. Og
svo ættu menn að verða dolfallnir
af hrifningu af að komast í snert-
íngu við þessa fogla!
Foreldrar mínir snerust auðvitað
gegn mér. Þau fimbulfömbuðu um,
að þjóðhöfðingjar væru fyrst og
fremst sameiningartákn hverrar þjóð
ar og fleira í þeim dúr — báru mér
á brýn sérvizku og menntunarhroka,
sem ég hefði þó mjög vafasaman rétt
til þess að beita.
Auðvitað espaðist ég við þetta, og
úr þessu varð hörð deíla. Vafalaust
sagði ég margt, sem betur hefði verið
ósagt.
En mér er minnisstæður svipur
frænda míns. Fyrst mikil undrun, síð
an vonbrigði, sársauki, þreyta og upp
gjöf. — Æ, hann minnti mig skyndi
lega á gamla, sokkótta vagnklárínn
heima, sem að siðustu var orðinn svo
FRIÐJÓN STE'FÁNSSON
fótaveikur og hrumur, að hann var
til einskis nýtur. Það varð að slá
hann af. Hann snópti síðustu hérvist
ardaga sína utan túngarðs með hang
andi höfuð og þennan svip, sem
frændi minn endurvakti í huga mér.
Og þá skildi ég, að ég hafði sagt
eitthvað, sem átt hefði að vera
ósagt. Ég þaut á dyr, óánægður með
allt og alla, líka sjálfan mig.
Þetta var degi áður en hann fór
á spítalann til rannsóknar, þar sem
þeir ákváðu að skera hann upp.
Ég hlýt að hafa kennt slæmrar
samvizku. Annars hefði ég tæplega
farið að heimsækja hann þrívegis
þessa fáu daga, sem hann beið að-
gerðar. En það var árangurslaust.
Svipur hans var ávallt sá sami, svipur
uppgjafar og þreytu og vonbrigða
eins og allt væri búið og einskisvert.
Ég hafði varla orð úr þessum áður
fyrr ræðna manni. Svo mikið var
víst, að sú hugsun var , áleitin við
míg, að ég hefði rænt hann, þennan
velgerðarmann minn, einhverju, ein
hverju afarmikilvægu fyrir hann.
Daginn áður en hann dó — það
var skömmu eftir uppskurðinn
heimsóttum við faðir minn hann í
síðasta sinn. Hann var þá með óráði.
En í óráðshjali hans komu tvö orð
fyrir hvað efti.r annað — forsetinn
og konungurinu.
Ég fór og skildi föður minn eftir
einan hjá honum. Kannski var það
ímyndun mín, að ásökun fælist í
augnaráði hans, þegar hann horfði á
eftir mér út um sjúkrastofudyrnar.
Kannske var það ímyndun mín, að
ég ætti sök á, að mótstöðuafl frænda
míns reyndíst minna en vera átti,
lífslöngun hans minni.
En hvað er ímyndun og hvað er
raunveruleikí? Það hefur víst böggl-
azt fyrir brjósti margra að skera úr
um það. En hinir eru til, sem vita —
eru vissir í sinni sök og sælir í sínni
trú og segja: svona er nú þetta —
þetta er raunveruleiki — hitt
er ímyndun.
Var ég búinn að vekja athygli á
því, að ég held ekki, að ég sé óartar-
maður? Mér finnst samvizkubit mitt
og andvökunætur vera sönnun þess.
Ja, ætlí það hafi ekki verið nóttina
áður en hann var jarðaður, sem mér
datt þetta í hug með blómin.
Ég fór í blómabúð og pantaði stór
an og fallegan blómvönd, fékk að
velja blómin sjálfur. Síðan kom ég
litla umslaginu með spjaldinu innan
í fyrir á milli stilkanna, áður en Dund
ið var utan um þá. Afgreiðslustúlk-
unni þótti það skrýtínn háttur hjá
mér. En ég vildi hafa það svona,
borgaði blómin og lét hana skrifa
niður með nákvæmni, hvert ætti að
senda þau.
Þessi blómavöndur var sá falleg-
asti, sem prýddi kistuna hans frænda
míns. Og þar sem ég rölti á eftír
henni við hlið foreldra minna, spurði
faðir minn mig lágri röddu:
„Hver skyldi hafa sent þennan fal
lega blömvönd?“
Ég svaraði engu, en sá aðeins
glitta í hornið á umslaginu milli stilk
annna og fékk hjartslátt.
Bara, að enginn færi að gægjast
í það, áður en útsynningsskúrirnar
hefðu gert skriftina á litla spjaldinu
ólæsilega. Því að þess þóttist ég full-
viss, að sá, sem blómvöndurinn var
ætlaður, hefði nú þegar lesið á spjald
ið, en þar stóð:
„Hinzta kveðja. Góða ferð til nýju
heimkynnanna."
Undir skriftin var nafn konungs
þess, sem nýlega hafði lokið heim-
sókn sinni til okkar hrjóstruga lands.
843 j
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ