Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Blaðsíða 4
IX
Arnarstapi raá heita undraland.
Hellnar eru þaö ekkí síður. Ókunn-
ugur aðkomumaður áttar sig þó ekki
undir eins á þvi, hvað bíður augans
á þessum stað. Þegar ekið er niður
í plássið, beinist athygli hans mest
að nokkuð brattlendum túnum, sem
þarna eru á báðar hendur, og kirkj-
unni, sem reist hefur verið austan
vegarins, þar sem heítir Skjaldar-
tröð. En áður en varir er hann kom-
5nn fram á sjávarbakkann, og þá
blasir við dýrleg sýn: Ofurlítill vogur
gengur inn á milli fremur lágra
sjávarhamra, og niður að honum er
gata, er sneiðir snarbratta, grasi-
gróna brekku. Við voginn er bryggju-
stúfur fram af dálítilli hlein, og við
hann er lítill bátur. Inn í klettahöfð-
ann, sem lokar vognum að austan,
hvelfist hellir eða öllu heldur eins
konar port, sem er að nokkru opið
upp úr. Þetta er hin svonefnda Bað-
stofa. Bergið er allt klofið í þunnar
og mismunandi hellur, sem sums
staðar vefjast grænum gróðri, en
annars eru hvítar af driti sjófugla,
sem þarna hafa setzt að, kúra á
stöllum og syllum og sveima fram
og aftur um hvelfingarnar með gargi
og hávaða.
Það var um miðbik dags, er ég
steig út úr bílnum þarna á bjarg-
brúninni, og sól skein beint inn í
Valavíkina. Sjórinn lóaði letilega við
rætur bjargsins, og bírtan, sem féll
að ofan niður í hinar fögru kletta-
hvelfingar, tók á sig alls konar lit-
brigði, þegar hún endurkastaðist frá
blágrænum sjónum. Þetta var undur-
samlegt, og miklir fagurkerar hljóta
þau að verða, fýllinn og rytan, sem
alast upp í þessari klettahvelfingu.
En það er sýnilegt, að sjórínn er
ekki ævinlega jafnvær og hann var
þennan dag. Niðri í víkinni fyrir
framan hin miklu klettarið, er dyngja
stórra steina. Þeir eru allir þraut-
fágaðir, flestír hnöttóttir eða því sem
næst, og hver steinn nálega listaverk
að fegurð, grábláir eða glágrænir að
lit og ósegjanlega mjúkir viðkomu.
En þeir hafa ekki orðið svona á ein-
um degi. f þúsund ár er sjórinn bú-
inn að velta þeim fram og aftur í
aftakabrimum, varpa þeim upp í
flæðarmálið og soga þá til baka. Slík-
ir steinar myndu ganga kaupum og
sölum háu verði sem garðaprýði,
ef þeir væru nær þéttri byggð, og
væri þó synd og svívirða að gera þá
að verzlunarvöru. Ég tók með mér
einn lítinn blágrýtsstein, ekki hnefa-
stóran. Hann er sem silki í lófa mér,
svo fínslípaður er þessi harði steinn,
og misdökk lögin á honum minna á
árhringi í trjástofni.
Það er þó ekki einungis fegurð
náttúrunnar í smáu og stóru. sem
gerir þennan stað ógleymanlegan.
Þar talar fortíðin einnig til manna.
Rétt framan við við port hinnar
miklu flögubergshvelfingar, er gam
all fjárhellir, þar sem sauðir Hellna-
bænda leituðu skjóls um nætur, þeg-
ar þeír komu úr fjörunni. En um-
fram allt eru það þó minjamar um
um sjósóknina á Hellnum, er hvar-
vetna blasa við. Og frá HeUnum var
hann líka, formaðurinn. sem þessi
vísa var kveðin um:
Eiríkur með árar tvær,
óra þó sé krappur sjór,
gírugur fram í geríð rær
górir í votan andlitsbjór.
Héðan úr þessari vík hefur bátum
verið róið til fiskjar í þúsund ár.
og upp þessar brekkur hafa sjómenn-
irnir borið afla sinn. Fyrir miðri vík-
inni eru enn stæðilegir veggir all-
rúmgóðra bygginga, snyrtilega hlaðn-
ir úr hellum, sem hafa verið nær-
tækar, og með fram dálitlu lækjar-
dragi, er þarna verður, og víðs veg-
ar uppi á bjargbrúninni eru ótal
rústír verbúða og leifar fiskigarða
og annarra þeirra mannvirkja, sem
heyrðu til útvegnum á Hellnum Á
síðari hluta nítjándu aldar voru
þarna líka kálgarðar, sem nutu góðs
af taði beitarfénaðar og fiskislóginu,
og bóndi í Skjaldartröð, Ólafur
að nafni, er fengið hafði lítið eitt
af dönskum útsæðiskartöflum. gerð-
ist upp úr þvi forgöngumaður um
garðrækt á þessum slóðum.
Aðalvertíðir á Hellnum voru tvær
að minnsta kosti um miðja nítjándu
öld — frá páskum til krossmessu og
frá krossmessu til Jónsmessu. En þar
að auki var jafnan róið nokkuð sum-
ar og haust. Og enn er nokkuð stund-
aður sjór á 'Hellnum. Uppi á bjarg-
brúninni voru eins konar grindur
úr timbri, þar sem verið vai að
þurrka salfisk, því að ekki er þarna
neitt frystihús, bar sem fiskurinn
verði meðhöndlaður eins og nú er
gert, þar sem meira er umleikis.
Skammt utan við Valavík eru nokk-
ur hús á bjargbrúninni. eitt þeirra
alveg nýtt og svo nýtízkulegt. að
þess vegna gæti það eins vel staðið
suður við Arnarnesvog eða inni í
Laugarási. Dálítið verzlunarhús er
alveg frammi á bjargbrúninni og
heitir Bárðarbúð, sem er gamalt >g
gott nafn á Hellnum. Þar er margt
fáanlegt eins og vera ber — þyrstur
Vsfistur um Snæfellsnes III
Landslag ofan sjávarbakkanna á Hellnum. Séð upp að Stapafe.lli. — Ljósm. J:H.
144
T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ