Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Side 7

Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Side 7
dóttur, sat á Laugarbrekku sá klerk- ur, er varð nafntogaðastur prestur þessara sókna og þó ekki ætíð að góðu getið — Ásgrímur Hellnaprest- ur. Hann var fróðleiksmaður og skrifaði fagra rithönd og hinn atorku mesti búsýslumaður: Smíðaði hús og báta og gróf brunna og var svo mik-’ ill jarðabótamaður, að hann hlaut fimm sinnum verðlaun fyrir framtak sitt í þeim efnum. Á hinn bóginn lá hann í stöðugum ófriði við sókn- arbörn og var tvisvar dæmdur frá kjóli og kalli, en náði bæði skiptin embætti á nýjan leik. Síðari orra- hríðin var háð upp úr 1820, og voru þær sakir,,sem prestur var þá bor- inn, nokkuð kraumfengnar. Breiðvíkingar sögðu, að menn, sem dóu í ósátt við prest, hefðu orð- ið að bíða greftrunar í margar vikur, og börn, sem dóu, áður en þau voru færð presti til skírnar, fengu torveld- lega kirkjuleg. Einu sinni voru þrjú barnslík látin liggja sex vikur í Knarrarkirkju af þessum sökum. Magnús deli hírðist aftur á móti fjórar vikur í skafli áður en hann fékk moldarleg og yfirsöng. Iðulega sögðust Breiðvíkingar verða að grafa sjálfir lík við Knarrarkirkju að skip- un prests, sem lét sér nægja að kasta seinna snjókögglum á leiðin. Á annan í páskum var eitt sinn graf- ið á Knerri lík manns, sem dó fyrir jól, og þrjú eða fjögur önnur voru látin bíða frá páskum til hvítasunnu. Þeir, sem ekki greiddu prestí toll- ana skilvíslega, fengu aftur á móti ekki sakramenti, og þóttust menn vita þess dæmi, að einn skuldaþrjót- urinn hefði orðið að hlaupa eftir lýs- Isbelg, svo að hann yrði ekki gerður afturreka við útdeilingu við borð drottins. En þeir hafa kannski ekki allir ver- ið sérleg guðslömb, er áttu í höggi við Ásgrím Hellnaprest. Og sjálfum hefði honum ekki átt að koma á óvart, þó að mannskepnan væri hálfmisheppnuð, því að eitt sinn lýsti hann sköpunarverkinu með þessum orðum í stólræðu: „Guð skapaði manninn, en and- skotinn komst í smiðjuna og for- djarfaði öll verkfærin.“ Hann var slíkur smiður, að hann hlaut að vita, hvað það gilti, ef verkfærín voru úr lagi gengin. Það, sem hér hefur verið sagt um ákærur þær, er Ásgrímur Hellna- prestur sætti í þetta skipti, er ein- ungis lauslegt ágrip. En þó að hann væri sakfelldur af prófastsrétti og sýnódalsréttí, tókst honum að fá sýknu í Kaupmannahöfn, og enn var hann nokkur ár prestur í Breiðuvík- urþingum. En það gerðust svo sem víðar tíð- indi með hinni sérkennilegu embætt- ismannastétt á Snæfellsnesi um þetta leyti. Um það bil, er síðari orrahríð- in út af embættisfærslu séra Ásgríms var að hefjast, köstuðust þeir á tíkum, Helgafellsprestar — séra Sæ- mundur Hólm og kapelán hans, séra Gísli Ólafsson. En verzlegt vald þar vestra var á þeim árum í höndum Bonnesens og Sigurðar Guðlaugsson- ar, sem voru þar í sýslumanns- embætti arftakar manna á borð við Finn Jónsson og Ebenezer Þorsteins- son. Meðan kennivaldið var í óða- önn að rannsaka ákærurnar á hend- ur Ásgrími Hellnapresti, stóð Bonne- sen samtímis í því að elta uppi og dæma prangara-, er farið höfðu með ýmis konar verzlun á Hellissandi og í Rifi, og hygla brennivínssala, sem hann sjálfur gerði út í veiðistöðum sunnan Jökuls. Hann hefur líklega ætlað sér að koma keppinautunum í nyrðri veiðistöðvunum á kné, svo að hann gæti sjálfur lagt undir sig markaðinn. XII. Við kveðjum Hellna. Og áfram ber okkur út nesíð. Á hægri hönd eru hraunhlíðar Snæfellsjökuls, þaktar silfurgráum mosaþembum. Hann 'er eljusamastur við að þekja úfnar hraunkvislarnar, og einhvern tíma kemur sú öld, að annar gróður setzt í bú hans, þar sem svalvindar út- skagans leyfa. Hið neðra er tiltölulega flatlent. Við rennum augum heim að Dag- verðará, og það er ekki um að vill- ast: þessi bær, þar sem Helga Hall- dórsdóttir kvað og Þórður málaði og lagði að vellí tófur, er kominn í eyði. En starsýnast hlýtur mönn- um að verða beint fram, því að þar blasír við stórfengleg sýn: Upp af auðninni rís firna- mikið hamravirki, eins konar trölla- kirkja með stöpla og turna. Þetta eru Lóndrangar. Lóndrangar eru tveir og standa 'við sjó á bjargbrún rétt innan við Malarrif. Hinn eystri er allur meíri um sig, sem næst sjötíu og fimm metrar á hæð, býsna fagur álitum og að mestu leyti úr móbergi. Ve-^ri drangurinn er lægri og miklu mjó slegnari, en • af hörðu bergi ger. Drangar þéssír hafa ekki þótt fýsi- legir uppgöngu, en þó er hinn minni miklu örðugri viðfangs. Eigi að síð- ur er það þjóðsaga, að sakamaður nokkur hafi endur fyrir löngu klif- ið þennan drang og hlaðið vörðu uppi á honum, þó að raunar megi ætla, að þar sé ekki mikið um lausagrjót, og átti þessi vísa síðar að hafa verið kveðin í ögrunarskyni: Enginn þorir upp á drang að yngja upp hruninn vörðubíng, gengið er þeim fjall í fang, er fingra við þá bergklifring. En vera má samt, að fótur sé fyrir þessari sögu, þó að brengluð kunni að vera. Árið 1735 kleif sem sé út- lægur þjófur úr Vestmannaeyjum, Ásgrímur Böðvarsson að nafni, eystri dranginn, og þótti það hið mesta þrek virki. Hafði hann með sér fertugt færi, er hann fór þessa för, og er Flögubergsskál í kletti ofan viS mölina í Hellnavör. Hellurnar sitja láréttar í bergstálinu og standa misjafnlega langt út, svo að þarna er sem að ganga upp þrep. — Ljósmynd: J. H. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 847

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.