Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Síða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Síða 8
Sundurtætt klettariS við Hellna. Speking slegir fýlar húka á flötum hellunum og virða komumenn fyrir sér. — Ljósmynd: J. H. líklegt, aö hann hafi rekið nagla eða járnhöld í bergið, þó að um hafi ef til vill verið bætt siðar. Ytri drang- urinn hefur einníg verið klifinn á síðari tímum, hvort sem það kann einnig að hafa verið gert fyrr meir eða ekki. Ásgrímur Böðvarsson var mjög rómaður fyrir fræknleik sínn. En það sannaðist enn á honum, að sitt- hvað er gæfa og gervileíki. Árið eft- ir framdi hann stórstuld í kaup- mannshúsunum í Olafsvík og strauk síðan á Strandir, er að honum bár- ust böndin. Þar var hann handsam- aður haustið 1737 og skyldi fluttur i járnum suður á Snæfellsnes til rann- saks og dóms. En gæzlunni hefur sennilega verið áfátt, því að hann strauk í járnunum frá Kleifum í Gils- firði og náðist ekki aftur, og var það hyggja manna, að hann hefði komizt í útlend fiskiskip og siglt með þjóðum, hver sem afdrif hans hafa orðið í öðrum löndtim. XIII. Þegar á þessar slóðir er komið, er land allt þakið gráu og gróður- litlu hrauni, og verður engin breyt- ing á fyrr en komið er út í Beruvík, þar sem hraungrýti er ekki ofan jarðar á nokkrum skika. Með sjó fram eru víða samfelld björg, er sveigjast brátt til norðurs, því að hér þrýtur senn nesið. Á þessum slóð um er allt í auðn, nema Malarrif, þar sem vitavörðurinn er, en geri menn sér það ómak að stíga út úr bífreiðinni og ganga niður að sjón- um. eru auðfundnar minjar um mannavist á þessum eyðilega útskaga. Ekki er langt síðan bændabyggð eyddist í Beruvík og Einarslóni, en þó eru það fyrst og fremst minjar um hinar fornu verstöðvar á þessum slóðum, sem vert er að líta á. Sjór var sóttur frá Malarrifi og Einars- lóni og úr Beruvík, og er þó ónefnd- ur nafnkenndasti staðurinn — Drit- vík. Hún er nokkuð vestan við Ein- arslón. Þar var fyrrum fjölmenni mikið á vertíðum, enda drógust þar að útróðrarmenn úr fjarlægum hér- uðum. En nú hefur allt lengi verið hljótt og viðburðarlaust á Dritvíkur- möl, og steinatökin á Djúpalóns- sandi, skammt vestan Dritvíkur, þar sem vermenn þreyttu leíka í land- legum og reyndu afl og hreysti, eru nú sjaldan hreyfðir. Amlóði kúrir þar hjá Fullsterk, og enginn hefur þá á stall — lábarðir hnullungar úr blá- grýti, er torveldlega verður fest á hönd. En upp um hraunið ofan Dritvíkur eru hvirfingar gamalla ver- búðarrústa: Hér var afdrep þeirra, sem sóttu fiskinn á míðin. í augum nútímamanns viðist verbúðalífið hafa verið aumt. En þeir, sem þar höfðust við, voru mörgu misjöfnu vanir, og enginn setti fyrir sig víst- ina í verbúðunum. Það mun meira að segja hafa þótt ekki svo lítið í það varið að róa í margmenninu í Dritvík, enda var þar aðstaða öll miklu betri en víða annars staðar. í Eínarslóni var aftur á móti ein hin versta landtaka. Þar var einstigi niður að ganga i flæðarmálið, lend- ingunni varð ekki náð nema róa á milli tveggja hleina, og var þó yfir tvo bergþröskulda að fara, og þar á ofan varð að hefja bátana í feslum upp á bergstall, ef ekki var dauður sjór, svo að þeir væru óhultir. Valt gat verið að treysta því, að Ægir þyrmdi mönnum og bátum, þótt blíður virtist í bragði, og það varð mönnum stundum að fjörtjóni, að þeir uggðu ekki að sér. í maímánuði 1754 var margt manna við róðra í Einarslóni, og lágu sumir í tjöldum á malarspildu undir bergkleifinni, nú var það einu morgun, að sjór var tekinn að æs- ast, og fóru þá flestir menn úr tjöld- unum að huga að bátunum og koma þeim undan. Fimm lágu þó enn í tjaldi óklæddir, er brimalda reið að landi. Þeir, sem á ferli voru, gátu forðað sér upp eínstigiö, en aldan braut bátana, er þeir ætluðu að bjarga, og sópaði burt tjöldum og mönnum, er þar voru inni. Þó komst einn fimmmenninganna nakinn upp í klettana og slapp lífs úr brimlöðr- inu. Það er hrikaleikur, sem sjórinn þreytir við björgin, þegar hann fær- ist í þann haminn. En hér er einnig ljúf fegurð. Einar rithöfundur Þor- kelsson frá Staðarstað hefur komizt svo að orði um þessar slóðir: „Sá, er fær lifað það að líta geisla- hríð árdegissólarinnar um miðmunda, milli dagmála og hádegis, silfra björg in báðum megin Dritvíkur, mun trautt fá því gleymt, hve þar getur orðið seiðljúft og dularfullt og hve svöldrið við Víkurmöl getur orðið barnslegt, töfrandi og óskiljanlegt. Sú er gáta mín, að Jöklamaður sá . . ., er orti ljóð um Dritvík og Svörtuloft sitt í hvoru lagi, hafi not- ið geisladýrðar þeirrar, er nú nefndi ég.“ En í kvæðinu um Dritvík er þetta fallega erindi: Geislum stöfuð gömlu björgin gægjast eins og verðir lands fram á unnar raka reiti, — rennur margt í huga manns, þegar urðir eins og kveða ómi værum kjalar nið eða harðfeng hlunnabrögðin hleinar inna við og við. XIV. Svörtuioft eru yzt á nesinu, norð- vestan Beruvíkur, öllum sæförum kunn, og hafa ekki fáir átt sína hinztu nótt undir þeim. Óvíða verð- ur æsilegra brim í aftökum, og hvergi ófýsilegri landtaka fjölum, er á sjó fljóta. Þar sem Svörtuloft þrýtur, gengur dálítii nestota til norðurs, og verður allmikii vík innan við hana. Þarna er Öndverðarnes, enn ein verstöðin á Snæfellsnesi, þar sem að settust hópar þurrabúðarmanna í kotum í Framhald á 862. síSu. 848 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.