Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Síða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Síða 10
„Jón í Brekkubæ mundi ég verða nefna." Ingibjörg hafði raunar áður heyrt hana segja, að Ólafur ætti þungann. En hún vissi, hvar fiskur lá undir steini og hreyfði ekki mótbárum, enda kannski ýmsu vön í þessum sökum. Var barnið síðan fært til skírnar upp að Ingjaldshóli og séra Jóni Ásgeirssyni' tjáð, að Jón í Brekkubæ ætti það. XX. Það hefur áður komið fram, að fólk það, sem hér kom við sögu, var ekki sérlega þagmælskt. Ingunn hélt áfram að gefa sitthvað í skyn um faðerni barnsins, og þeir Jóhann Markússon og Jón í Brekkubæ gátu ekki á sér setið að grobba af göng- um Ólafs á Munaðarhóli til þeirra. Þó hafði ef til vill allt verið látið kyrrt liggja, ef um heilt hefði vérið gróið með mönnum eftir þann ófrið, er upp hafði vakizt í byggðarlaginu. En Jón í Eiði þóttist eiga Munaðar- hólsbónda grátt að gjalda, þótt að þeir væru sáttir að kalla, og ef til vill hefur séra Jón í Stapatúni mun- að það, sem að honum hafði verið bugað á Munaðarhóli, þegar kerling- armálið var á döfinni tveimur árum áður. Þar að auki var það embættis- skylda hans að hlutast til um, að börn væru rétt feðruð, þótt atvikum gæti verið háð, hve ríkt var eftir því gengið. Ekki var langt um liðið, er Jón i Eiði heimti Brekkubæjar-Jón á tal við sig. Var hann þungur á svip og heldur ómjúkur í máli, og glúpn- aði Jón í Brekkubæ fljótt við orða- leppa hans. Er skemmst af því að segja, að hann gekkst með sneypu við öllu því, sem hann hafði áður gortað af í sinn hóp. Nú var sýni- lega að því komið, er hann hafði óttazt í öndverðu — að málið yrði rifið upp. Og hann kenndi sig ekki mann til þess að standa af sér mikla sviptibylji. En hafi hann ætlað að kaupa sér frið með játningu sinni, þá brást honum sú von. Litlu síðar kallaði séra Jón hann fyrir sig í Ingjaldshólskirkju og þröngvaði hon- um til þess að endurtaka sögu sína. Nú var eftir að ganga í skrokk á Ingunni. Á þriðja sunnudag eftir páska fékk Jón Guðmundsson stillt svo til, að Ingunn kom til hans að Eiðí. Leiddi hann hana í skemmu, og var séra Jón þar fyrir. Reyndist auðgert að fá hana til þess að segja sem var um faðerni barnsins, og ■ sendi prestur þá eftir tveimur hrepp- 'stjóranna, Marteini Einarssyni í Salabúð og Þorleiki Þorleikssyni í Brennu, svo að saga hennar yrði tryggilega vottfest. Voru þeir báðir í hópi hinna fremri manna á Sandi, svo sem gefur að skilja, og Þorl«ik*r kunnur Dritvíkurformaður, er ffnn- ið hafði sér það til frægðar eftir mannskaðaveðrið mikla árið 1800, er þrjátíu og sjö menn drukknuðu og margir lentu í miklum hrakning- um, að bjarga sexæringi úr Staðar- sveit, er hann fann á reki með áhöfn svo þfekaða, að hún gat litla eða enga liðsmuni sýnt. Skílaði Þorleikur skipi og mönnum upp í Einarslón og þótti giftusamlega hafa farnazt. Sjálfur mun Þorleikur hafa fundið nokkuð til sín, og var það siður hans að skrifa sig í viðhafnarskyni Thor- leík Thorleiksson, er hann ritaði nafn sitt á embættisskjöl. Máttu menn skilja, að sá, sem svo stafaði nafn sitt, myndi ekki venjulegur slógkarl. Og enn var fleiri mönnum stefnt í skemmuna. Það var líka sent eftir Brekkubæjar-Jóni, og fylgdi með sú skipun, að hann skyldi hafa meðferð- is penínga þá, er hann hafði þegið af Ólafi á Munaðarhóli, og yfirlýs- inguna um uppfóstur barnsins. Þorði hann ekki annað en hlýða, er svo hart var gengið að honum. Það var mannmargt orðið í Eiðis- skemmu, er þetta fólk var þar allt saman komið, og nálega sem á dóm- þingi væri. Ingunn sagði nú afdrátt- arlaust í áheyrn vitnanna, að Ólafur á Munaðarhóli væri faðir barns henn- ar, enda hefði hún aldrei kennt það öðrum manni berum orðum, þótt henni væri þröngvað til þess að nefna annað nafn. Þessu næst var Brekkubæjar-Jóni skipað að láta af hendi peningana og skjalið frá Ólafi. Taldi séra Jón peningana og fékk þá síðan Jóni Guðmundssyni til varðveizlu, en tók sjálfur yfirlýsing- una í sína vörzlu. XXI. Það gerðist þessu næst, að séra Jón sneri sér til Ólafs á Munaðarhóli og tjáði honum, hvar komið var. Hafa þeir félagar sennilega búizt við, að hann myndi sjá sitt óvænna. En hér fór á aðra leið. Ólafur brást hinn versti við, þverneitaði að gangast við barninu og kvaðst ásetja sér að stað- festa þá neitun með eiði. Það var fjarri skapferli hans að slá undan, þó að syrti í álinn, og auðsjáanlega hefur hann litið svo til, að það væri hið mesta mannorðstjón og stórfelld- ur álitshnekkir að hvarfla frá því, er hann hafði einu sinni sagt, hvað sem málstaðnum leið. Og um það munu býsna margir samtíðarmenn hans hafa verið honum samdóma. Það má nærri geta, að Ólafi hefur sollið móður, er hann sá að sveit- ungar hans hugðust knésetja hann. Enn. á ný gerðist svarri mikill á Sandi, og eins ráðlegt fyrir óþurftar- menn Munaðarhólsbóndans gæta var- ygðar. Aumingja Ingunn átti að minnsta kosti ekki sjö dagana sæla. Jón í Eiði sagði, að henni hefði jafn- vel verið „þrúgað upp á æru og vel- ferð.“ Séra Jón 1 Stapatúni leitaði nú til Sigurðar sýslumailns Guðlaugsson- ar. En jafnskjótt og Ólafur hafði spurnir af því, afréð hann að snúa vörn í sókn. Það leið að manntals- þingi í Neshreppi utan Ennis, og greip Ólafur til þess ráðs að stefna Ingunni fyrir rétt þann dag til þess að verja barnsfaðernislýsingu sína og þola dóm fyrir rangar sakargiftir. Jón í Eiði brá við hart og stefndi hinn næsta dag fjórum vitnum, er sanna skyldu á Ólaf atferli hans —■ Brekkubæjar-Jóni, Jóhanni Markús- syni, Jóni Gottskálkssyni og Ingi- björgu ljósmóður. Þetta hefur hann ætlað nægja, því að þeír Þorleikur og Marteinn hefðu eflaust verið kvaddir til vitnisburðar að öðrum kosti. XXII. Nú leið að stefnudagi. Sigurður sýslumaður kom á manntalsþingið á Ingjaldshóli, en með því að honum þóttu annir miklar á sér hvíla, frest- aði hann barnsfaðernismálinu til næsta dags. Er líklegt, að hann hafi gist um nóttina á Munaðarhóli, og varla er fjarri lagi að geta sér þess til, að þeir Ólafur hafi nokkuð rætt málið sín á milli. Þegar þíng hófst næsta dag, reis Ólafur upp og bar fram þá spum- ingu, hvort Jóhann Markússon hefði meðferðis vegabréf frá sýslumannin- um í Dalasýslu. Jóhann kvað nei við því. Mótmælti þá Ólafur, að Jóhann fengi að vitna í málinu, þar eð hann væri skilríkjalaus flækingur. Jón í Eiði skírskotaði tii þess, að Jóhann væri öllum mönnum kunnur á Sandi og nyti fyllsta trúnaðar vestur þar, því, að helztu menn byggðarlagsins hefðu jafnvel kosið hann til þess að fara með bréf og peninga til Reykjavíkur. En þessar röksemdir stoðuðu ekki. Sýslumaður úrskurðaði hann óhæfan tíl vitnisburðar, „kynn- ingarlausan“ mann. Þá krafðist Ólaf- ur þess, að vitnisburði Brekkubæjar- Jóns yrði frestað, þar eð hann kynni að reynast svo við málið riðinn, að hann væri ekki vitnisbær. Sýslumað- ur féllst einnig á þetta. Síðan var Jón Gottskálksson kallaður fram og Ingibjörg ljósmóðir á eftir honum. Sá háttur var hafður á, að Jón í Eiði spurði vitnin fyrst, en síðan bar Ólafur fram nokkrar spurningar. Jón Gottskálksson sagði frá komu Ólafs að Blómsturvöllum nóttina áð- ur en Ingunn ól barnið og orðaskipt- um þeirra um Brekkubæjar-Jón, sendiför sinni á fund hans að beiðni Ingunnar og eftirgrennslunum henn- ar við Jóhann Markússon, en leyndi því aftur á móti, að Ólafur hafði sent hann til þess að sækja Jón. Ingibjörg greindi frá því, með hvaða 850 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.