Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Blaðsíða 11
orðum Ingunn hafði nefnt Jón í
Brekkubæ föður að barni sínu, er
það var fætt, þó að hún hefði áður
sagt Ólaf eiga það. Bæði gengust þau
við því, að almennt væri talið, að
Ólafur ætti barnið.
Sýslumaður vísaði nú Brekkubæj-
ar-Jóni frá rétti á þeim forsendum,
að hann væri sjálfur sökum borinn
og skírskotaði til lagagreinar, er
hann þóttist styðjast við. Hreppstjór-
unum hafði ekki verið stefnt, og er
annað tveggja, að þeir hafa ekki vilj-
að bera vitni ótilneyddir eða sýslu-
maður komið í veg fyrir það. Voru
því ekki fleiri vitni yfirheyrð. Ekki
kom heldur fram skjal það, er séra
Jón hafði í vörzlum sínum með und-
irskríft Ólafs og ótvíræðri hendi
hans, hvort sem það hefur stafað af
þvi, að prestur hefur ekki viljað
ganga svo í berhögg við hann eða
eitthvað annað komið til.
Nú var því það eitt eftir að yfír-
heyra Ingunni. Fyrst var spurt um
aldur hennar, samvistir við Jón í
Eiði og fæðingu barnsins, en síðan
vikið beint að efninu:
„Hverjum hefur þú kennt þetta
barn þitt?“
„Ég hef engan nefnt opinberlega,"
svara'ði Ingunn. „Ég lýsi Ólaf Björns-
son svo sannan föður að þessu barni
sem ég er móðir þess.“
Hún varð þó að viðurkenna, að
hún hefði tæpt á nafni Jóns í Brekku-
bæ í eyru ljósmóðurinnar, og þegar
hún var spurð, hví hún hefði svo lin-
lega kveðið að orði um hann, svar-
aði hún:
„Ég vissi fyrír samvizku minni, að
hann ekkert var við það riðinn, þó
svona væri gert, og var svo i mér
deyfð að lýsa hann.“
Yfirleitt mátti segja, að framburð-
ur Ingunnar og vitnanna kæmi Ólafi
ekki sérlega þægilega. En sýslumað-
ur lék á als oddi, og nú skaut hann
fram spurníngu, sem ekki var laus
við ertni í garð Jóns í Eiði, er ef til
vill hefur ekki hlustað á það orða-
laust, að málinu væri eytt fyrir hon-
um. Sýslumaður vildi vita, hvað hefði
„hrært“ Ingunni tíl þess að leita frek-
ar til Ólafs á Munaðarhóli en manns
síns. Ingunn dæsti raunalega:
„Það gerði ólán mitt,“ sagði hún
•— „það stríddi svo á mig.“
Nú þótti sýslumanni nóg komið.
Hann sleit rétti í snatri og lét þíng-
vitni skrifa nöfn sín í þingbókina.
Anriað þeirra var Þorleikur Þorleiks-
son, sem sjálfur hafði hlustað á sögu
Ingunnar og Brekkubæjar-Jóns í
skemmunni á Eiði þremur vikum áð-
ur.
Fimm vikum síðar kvað sýslumað-
ur upp dóm. Þótti honum rækilegri
rannsókn ekki verða við komið, þar
sem þeir Jóhann og Jón í Brekku-
bæ mættu ekki bera vitni í málinu,
en Ingunn tvísaga orðin og ómerk
orða sinna og yrði því ekki yfirheyrð
í annað sinn. Ilann hafði engar
vöflur á:
„Ingunnar Pálsdóttur upp á admini-
strator Ólaf Björnsson á Munaðarhóli
gerða barnsfaðernislýsing skal sök-
um hennar umvitnaða og fyrir rétti
játaða tvímælis álítast óeftirréttan-
leg og ekki koma áðurnefndum ad-
ministrator Ólafi Björnssyni til
neinnar vanvirðu upp á gott nafn
og rykti . . . hann skal ekki heldur
skyldast til að afleggja sinn fram-
boðna fríunareið í þessarí sök.“
Hugulsemi dómarans leynir sér
ekki.
Hann tók ekki heldur ýkjahart á
Ingunni. Þrátt fyrir tvímælið skyldi
hún vera ,óærukrenkt“ og ekki
borga meiri sekt fyrir barneignar-
brotið heldur en lausaleíksbrot hefði
verið, enda þótt hjónabandi þeirra
Jóns í Eiði hefði aldrei verið lög-
lega slitið. En með því að sýslu-
manni fannst sjálfum dómurinn væg-
ur, lét hann liggja að því, að til-
hlýðilegt myndi vera, að hún léti
lítið eitt af hendi til rakna til sveit-
arinnar,þótt hvorki segði hann skýr-
um orðum, hversu mikið það skyldi
vera, né dæmdi hana fullkomlega til
þess. Þá lýsti hann því, að hjóna-
bandi þeirra Jóns og Ingunnar væri
slitið, og loks dæmdi hann Jón til
að greiða Ólafi tvo ríkisdali fyrir til-
efnislausa málsýfingu, auk þess sem
hann skyldi bera málskostnaðinn, sex
dali.
Jón í Eíði varð ekki hýr á svip-
inn við þessi úrslit. Hann lýsti þeg-
ar áfrýjun, krafðist afrits úr dóma-
bókinni og dró upp peninga til þess
að borga hana. En sýslumaður band-
aði hendínni á móti þeim og sagði,
að hann gæti fengið útskriftina, þeg-
ar annir sínar leyfðu, og vitjað henn-
ar á heimili sitt gegn sanngjörnu
gjaldi.
Sennilega hefur sýslumanni ekki
þótt það eftirsóknarvert, að gerðir
hans þennan dag kæmu fyrir yfir-
rétt. Og nú barst honum liðsinni úr
óvæntri átt. Ingunn Pálsdóttir kvað
upp úr með það, að sögn sýslumanns
sjálfs, að hún hefði aldrei beðið Jón
að skipta sér af þessu máli. Jón hélt
því aftur á móti fram, að hún hefði
sagt um áfrýjunina:
„Ilann ræður því, hvort hann ger-
ir það, en ég hef ekki beðið hann
fyrir það, en ég vil, að það sé upp
á hans kostnað, en ekki minn.“
Afíur á móti sést ekki, að þing-
vitnin hafi verið látin skera úr um
það, hvor fór réttar með orð hennar,
og kynni það að benda til þess, að
sá, sem hafði bókina undir-höndum,
hafi eitthvað hnikað til orðum Ing-
unnar.
XXIII.
Það var löngum siður ófyrirleit-
inna sýslumanna að þrjpzkast við að
að láta mönnum í té afrit af máls-
skjölum, er þeir vildu koma í veg
fyrir að ísjárverðum málum yrði
áfrýjað, og var þá oftast borið við
önnum. Slík aðferð stoðaði þó ein-
ungis við þá, er lítils máttu sín. Jón
í Eiði var agndofa yfir þeim hrekkj-
um, sem hann hafði verið beittur, en
vildi þó með engu móti sætta síg
við dóm Sigurðar sýslumanns. Sótti
hann fast sitt mál, og var þó komið
fram í ágúst og nálega þrír mánuðir
Framhaid á 861. s£3u.
8»?
Hellissandur — myndin mun tekin á Munaðarhólstúni.
Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson.
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ