Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Side 13

Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Side 13
Botnunum úr kúpu Chileen-manns- Ins í Oldúvæ hefur veriS raöa8 saman. „Ég hef fundið hann.“ Og það var ekki að undra, þótt hún hrópaði: Loks höfðu þau fundið það, sem þau höfðu leitað í tuttugu og átta ár. Það er óþarfi að geta þess, að dr. Leakey gleymdi sam- stundis veikindum sínum. Hann spratt á fætur, og síðan hröðuðu þau sér bæði á vettvang. Það var ekki um að villast: Kona Leakeys hafði fundið hinar fyrstu leifar mannlegr- ar veru, er komið hafði í leitirnar í Oldúvæ. Þau leituðu þarna í nítján daga og tókst að finna fjögur hundruð brot eða flísar úr hauskúpunni. Næst var að raða þessum ögnum saman. En meðan glímt var við þá þraut, var leitinni haldið áfram á sama stað. Árangurínn varð sá, að nú fannst nokkuð af steinverkfærum og bein úr veiðidýrum — fiski, frosk um, skjaldbökum og ungum grísum, er á voru sýnileg mannaverk, ef svo má að orði komast. Það varð næsta einkennileg haus- kúpa, sem fékkst úr beinabrotunum. Tennurnar voru mjög sterklegar, einkum jaxlarnir, kinnbeinín fyrir- ferðarmikil, ennið sérlega lágt, augnatóftirnar stórar, en nasaholurn ar litlar. Langsetis ofan á kúpunni var sérkennilegur kambur, ekki óáþekkur bryggju þeirri, sem er festa tyggivöðva margra stórra mannapa. Heilabúið var tiltölulega lítið, aðeins 530 rúmsentimetrar, og því ekki stærra en í górillum nú á dögum. Dr. Leakey nefndi hina nýju veru zinjanthropus boisei — Austur- Afríkumanninn — og taldi hann heyra til sama flokki apamanna og fundizt hafa í Suður-Afríku, svo nefndum australopithekinum. Austur Afríkumaður var að því leyti fremri, að hann hafði sýnilega gert sér verk- færi. Það var ekki ótvírætt sannað, að Suður-Afríkumaðurinn hefði verið kominn svo langt á þroskabrautinni, þó að margir vísindamenn telji hann hafa verið færan um verkfæra- gerð. Dr. Leakey kvað upp úr með það, að zinjanthropus hans væri að minnsta kosti sex hundruð þúsund ára gamall. En í rauninni þóttist hann vita, að hann væri miklu eldri. Eldfjallaaska, sem var talsvert ofan vlð zinjanthropus-lagið, var rannsök- uð, og hlutfallið á milli kalís og arg- ons 40 í sýnishorninu sagði þá sögu, að það væri sem næst 1.750.000 ára gamalt. Við endurtekna rannsókn kom þó fram lægri tala — þrettán hundruð þúsund ár. Hér má skjóta því inn, að í janú armánuði 1964 fannst mjög lítið skaddaður neðri kjálkí, sem ætla má sé úr zinjanthropusi eða náskyldri tegund, við Natrónvatn, áttatíu til níutíu kílómetra norðaustur frá Oldc vægljúfrunum, sterklegur vel og með öflugum jöxlum. Það var eðlilegt, að dr. Leakey hygði verkfæri þau og leifar veiði- dýra, er hann fann I zinjanthropus- laginu, heyra til Austur-Afríkumann inum til. En ekki voru mörg misseri liðin, er nýir fundir gerðu þetta vafa samt. í lögum, sem bæði voru yngri og eldri en zinjanthropuslagið, fund- ust bein úr mannverum, og sorphaug ar eftir þá með miklu af verkfærum og dýrabeinum. Meðal annars kom slíkt í leitirnar í næstelzta setlagí, sem er miklu yngra en zinjanthropus lagið, hinn 2. desember 1960. Þar í voru hlutir af stórri og sterklegri hauskúpu, 209 millimetra langri og 150 millimetra breiðri. í þessu sama lagi höfðu oftsinnis fundizt steinverk færi af svokallaðri Chelleen-gerð. En Chelleen-menningin heyrði til ein- hverju elzta steínaldarmenningar skeiði, sem menn kunnu skil á, þó að ekki hefðu fundizt bein þeirra manna, er bjuggu þessi verkfæri til. Þessi nýja hauskúpa var merkileg um margt. Hún var að ýmsu leyti lík hauskúpum úr svokölluðum pit- hecanthropusi, og þó svipaði henni um sumt til Steinheims- mannsins þýzka, er talinn er vera frá nokkru yngra skeiði en Chelleen-menningin. Loks var þessi nýja hauskúpa í nokkrum atriðum lík svonefndri Brothæðarhauskúpu frá Afríku. í samanburði við haus- kúpur manna nú á dögum var hún lág, og lægrí en kúpur Javamannsins og Pekingmannsins, augabrúnir mikl ar og hnakkinn flatur. Heilabúið var nokkru stærra en hjá flestum apa- Neðri kjálki úr homo habilis, á að gizka tvítugum manni. mönnum, þó að það hafi ekki enn verið mælt nákvæmlega. Dularfyllstar eru þó dreifðar beina leifar þriðja ættflokksins, sem fund- ust hér og þar í elzta og næstelzta laginu. Gerð tanna í þessari veru hef ur sýnilega verið líkari því, sem varð í mönnum, beldur en er í zinjanthrop usi. Allt fram á þetta ár hafa bein úr þessum frummanni verið að finnast — sum jafnvel neðst í elzta laginu, niðri undir hraunbotni gljúfursins, en önnur í næstelzta laginu miðju, rétt neðan við leifar Chelleen-menn ingarinnar, sem áður var vikið að. Þessum beinaleifum fylgja einnig verkfæri og bein úr dýrum, sem veidd hafa verið og etin. Úr þessum manni hafa ekki fund- izt heilar kúpur. heldur aðeins fund- izt höfuðkúpubrot. Fyrst fundust í elzta laginu höfuðskeljar beggja meg in saums og heillegur >ieðri kjálki úr sama eínstaklingi, er sýnilega hafði dáið ungur. Höfuðskeljarnar eru þó svo illa farnar, að ekki er unnt að gera sér viðhlítandi grein fyrir kúp- unni. Við mjög gaumgæfilegar rann- sókn og samanburð við þessa beina- hluta úr ýmsum apamönnum hafa þó Leakey og fleiri komizt að þeirri niðurstöðu, að heilabúið hafi verið á milli 642,7 og 723,6 rúmsentimetr- ar. Það hefur því verið mitt á milli stærstu heilabúa í australopithekín- Kúpur úr homo habllls, kunnáttumannlnum. ifHINN - SUNNUDAGSBLAÐ 853

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.