Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Page 14
um, sem er 530—600 rúmsentimetr-
ar, og minnstu heilabúa i homo erect
us, hins upprétta manns, öðru nafni
pithecanthropusa, sem er 775 rúm-
sentimetrar. Kjálkinn er nokkuð sam
ankýttur og brotinn ha-gra megin
við fremsta jaxl, en heillegri vinstra
megin. Þar eru tj/eir jaxlar lítið slitn
ir, en hinn þriðji, endajaxlinn, hefur
ekki verið vaxinn. Eigandi kjálkans
hefur verið á að gizka ellefu til tólf
ára, þegar hann féll frá. Munurínn á
framtönnunum og jöxlunum er ekki
jafnmikill og hjá apamönnum — jaxl
arnir eru meira að segja mjög líkir
og í mönnum. Leakey lét það þegar
uppi árið 1961, að þessi jaxlar væru
úr raunverulegum manni, þótt frum
stæður væri.
Annað höfuðkúpubrot er úr næst
elzta laginu — hnakkabein lítillar
kúpu, meirihluti neðri kjálka og báð
ir hlutar efri kjálka, allir með tönn-
um í. Endajaxlar neðri kjálka hafa
verið vaxnir, en lítið slitnir,
og komnir það á ieið að ofan, að
þessi einstaklingur hefur sennilega
verið rúmlega tuttugu ára. Tennurn
ar eru líkar og í mönnum, bæði hvað
snerttr stærðarhlutföll framtanna,
augntanna og jaxla, og lögun, stærð
Og gerð jaxlanna. Þeir eru aflangir
Og ekki eins breiðir og í apamönn-
ttm. Auk hnakkabeinsins fundust
höfuðskeljabrot og nokkuð af ennis
beiáf og beinum við gagnaugu. Rétt
hjá þessum beinum, sem sennilega
eru öll úr sama einstaklingi, fundust
brot úr ann^rri hauskúpu úr yngri
einstaklingi, og nokkru ofar þrjár
tennur, sem líklega eru úr fullorðn-
om manni.
Loks fundust í næstelzta laginu
höfuðbein, sem leir hafði þvegizt af
I steypiregni og nautgripir, er voru á
beit í gljúfrunum, síðan troðið und-
ír fótgm sér. f leitirnar komu ótelj-
andi brot úr kúpu og kjálkum og
nokkur tannabrot. En ekki hefur
þessum brotum verið raðað saman
■ enn sem komið er.
Hingað til hefur einungis verið
talað um hauskúpur. En það hafa
, fundizt fleiri bein úr þeim líkams-
hlutum, sem einkum sýna mun á
1 vaxtarlagi manna og apa. Þetta
á einkum við um leifar beína úr
,höndum og fótum. Margir kögglar
úr fingrum fundust í desembermán-
' uði 1960. Alls hafa fundizt j elzta lag
' inu ellefu beinahlutar úr fingrum,
þar á meðal fremsti köggull þumal-
fingurs. Sumir þessara köggla eða
beinahluta eru úr fullvöxnum ein-
staklingum, en aðrir úr ungviði. Það
hefur ekki tekizt að gera heildar-
mynd af höndum þessara frum-
manna, en þó hefur fengizt mikil-
væg vitneskja um lögun þeirra og
beitingu. Þær hafa verið sterklc nr.
jog fingur gildari en á górillum o;
i fullvöxnum mönnum nú á dögum.
Þeír hafa líka verið bognir, og á
kögglunum má glöggt sjá, að sinarn
ar hafa verið ramlega festar við þá.
Þeir fremstu kögglar, sem til eru úr
fullorðnum einstaklingum, eru mjög
grófir í samanburði við fingurbein
manna nú, og nálega krókbognir,
mjög kúptir af ofan, en laut eða hvel
í þá að neðan. Á þeim sjást greíni
lega kambar, þar sem sinarnar hafa
hald.
Yfirleitt má þó segja, að kögglarn
ir frá Oldúvæ minni mest að allri
gerð á sams konar bein úr nútíma-
mönnum fullorðnum og ungum gór-
illum, en líktist ekki beinum neinna
annarra mannapa. Beitíng þeirra hef
ur sennilega verið svipuð og hjá
mönnum. Það einkennir hönd manns
ins, að henni má bæði beita af mikilli
nákvæmni og miklum styrk. Aflsíns
er neytt, þegar ekki er þörf sérstakr-
ar nákvæmni, en meira ríður að
halda hlut föstum milli lófans og
krepptra fingranna. Þumalfingurinn,
sem leggst öfugt við hina finguma,
gerir takið enn traustara en ella
myndí. Nákvæmninni er beitt við
smágerða hluti og vinnu, sem krefst
miklu fremur lagni en afls. Þá er
fingurgómunum teflt fram.
Beinarannsóknir hafa leitt í ljós,
að fremstu kögglamir á fingrum
Oldúvæmannsins, bæði á þumalfingr
um og öðrum fingrum, hafa verið
svo þanníg, að hann hefur verið fær
um að gera það, sem krafðist mikill-
ar nákvæmni. Hann hefur ekki jafn-
oki þróaðra manna í þessum efni,
en óumdeilanlega handlagnari en
mannapar. Hin frumstæðu steinverk
færi sem fundizt hafa, sýna líka, að
höndin hefur ekki verið sem allra
ákjósanlegust til verkfærasmíða, en
þó nothæf.
Loks er að minnast á beinaleifar
úr fótum. Við höfum nokkum veg-
inn heilan sköflung og legg og flest
bein úr rist og tám lítt skemmd. Af
þessum beinum sést, að Oldúvæmað-
urinn hefur ekki verið ýkjakiðfætt-
ur, og yfirleitt skera þau sig úr bein-
um mannapa, en líkjast um margt
mannabeinum. Einkum er sköflung-
urinn mjög svipaður að gerð og í
mönnum. Kambar og vöðvafestur
minna bæði á menn og apa. Af ökla
beinum og ristarbeínum má ráða, að
Oldúvæmaðurinn hefur verið ilfeti
og gengið uppíéttur. Þegar til hnés-
ins dregur eru beinin mjög sködduð,
en þó virðist sem þau liafi þar verið
frábrugðln bæði beinum apa og nú-
tímamanna.
í stórum dráttum verður þó að
ætla, að vöðvar hafi verið áþekkir
og í mönnum og bendi ótvírætt til
véru, er hafi staðið og gengið upp-
rétt,*en hnén, sem ekki eru kunn
nema að litlu levti, hafa verið tals-
vert frábrugðin mannshnjám.
Sé litið á inynd, sem gerð hefur
verið af vínstri fæti fullorðins ein-
staklings, leynist ekki, hve líkur
hann er mannsfæti. Hann er til nær
heill, því að ekkert vantar nema
köggla í tærnar. Öllin bein eru vel
steinrunnin og hafa ekki afmyndazt,
en á sumum þeirra sést, að rándýr
hafa lagt að þeim tennur. Þau bera
með sér, að stóra táin hefur ekkí
getað kreppzt á móti hinum tánum
eins á öpum. Þó að þessi fótur beri
sama svip og einkennir mannsfót, er
samt ekki einsýnt, að Oldúvæmaöur-
inn hafi hreyft sig eða gengið á ná-
kvæmlega sama hátt og víð gerum
nú.
Dr. Leakey og helztu samstarfs-
menn hans, P.V. Tobías og J.R. Napi
er, hafa komizt að þeirri niðurstöðu,
að þar, sem Oldúvægljúfrin eru nú,
hafi samtímis lifað australopithekín-
inn, zinjanthropusinn og homo, sann
ur maður. Maðurinn bjó til verkfær-
in og veiddi dýrin, en zinjanthropus-
inn hefur sennilega fyrst og fremst
verið jurtaæta.
Þessi nýja manntegund, sem ól
aldur sinn í Oldúvæ, hefur fengið
nafnið homo habilis — kunnáttumað
urinn. Þar er til þess bent, að hann
gerði sér verkfæri. En breytingar hef
ur orðið að gera á þeírri skilgrein-
ingu á manni, sem kennd er við
Gros Clark, svo að Oldúvæmaðurinn
komist í tölu manna. Áður var talið,
að stærð heilabúsins mætti ekki fara
niður úr tilgreindu lágmarki, ef
FLKNN I
Kögglar úr höndum hinna svonefndu
kunnáttumanna frá Oldúvæ.
854
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ