Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Blaðsíða 17
Sunnan úr Straumi. Ljósmynd: Jrorstfinn Jósepsson. ókræsilegt, en hefur þó svalað mörg- um á leið um eyðimörkina. Vatnsleysuströnd hefst hjá Hvassa- hrauni, innsta bæ á Ströndinni, eða nánar til tekið við Hraunsnes aust- an við Vatnsleysuvík. Nafnið merk- ir ekki ströndin vatnslausa, eins og flestir hyggja, heldur vatnslausnar ströndin, ströndin, sem vatnið streymir undan. Jarðvatnið, sem nær ekki að verða að ám og lækjum og liðast milli grösugra bakka um skag- ann, kemur hér fram í fjörunni. Fjöruvötnin eru sérkenni strandar- innar. „Vatnsból er næsta því ekkert nema fjöruvötn, og eru þau sölt“, segir Jarðabókin um Stóru-Vatns- leysu. Árið 1703 eru um 250 manns í sveitinni, 1760, 360, 1890 rúmlega 900, en 1960 um 370. Árið 1780 áttu Strandarar 121 bát, tveggjamannaför, en auk þeirra voru gerðir þar út 64 aðkomubátar, tveggjamannaför nema einn. Þá voru þar 269 aðkomnir vermenn um ver- tíðina. Á 19. öld stækkuðu bátarnir, sexæringar urðu algengastir, en bændur áttu þar einnig áttæringa og teinæringa, þilskip og loks skútur. Þá vex þar útgerð og sjávarafli miklu meir en mannfjöldatölur gefa til kynna. Um 1960 áttu bændur á Vatnsleysuströnd um 1200 fjár, 80 kýr, rúmlega 1000 svín og talsvert af alifuglum. Þar er frystihús og fiskverkunarstöð og vélbátaútgerð í Vogum. Árið 1883 segir Þorvaldur Thor- oddsen, að byggingar séu „hvergi jafngóðar á íslandi“ eins og á Vatns leysuslrönd, „svo að segja eintóm timburhús, vel vönduð og útbúin“. Timburhúsin voru flest reist úr farmi Jamestown, sem rak á fjörur í Höfn- um Í881. Strandið olli tímamót um í húsagerð manna suð- ur með sjó. En það voru ekki allir, sem gátu reist timbur- hallir, þótt strandgóssið væri ódýrt. „Umhverfis stórbændabýlin“. segir Kristleifur Þorsteinsson, „voru fjöl- mjög þurrabúðarkot, sem öll voru byggð úr torfi,bæði þröng og óvist- leg i mesta máta. Voru slíkir kofar aleiga þeirra, er í þeim bjuggu og lifðu þar við sult og seyru. Sá ég fyrst, er ég kom í þessa byggð, hvað fátæktin getur hnekkt bæði andleg- um og líkamlegum þroska. Á alla vegu út frá stórbændum var hinn snauði þurrabúðarlýður. Útvegsbænd ur höfðu aftur á móti alls nægtir og böðuðu í rósum, éins og það er orð- að“. Árið 1904 strandaði norskt skip með timburfarm á Vogavík. Það vog- rek varð til þess að útrýma torfbæj um að mestu í nágrenninu. Við. Voga var kraðak af kotum, en þau hurfu úr sögunni að mestu snemma á þessari öld og fólk flýði Ströndina til betri hafna við Faxa- flóa. Nú þéttist byggðin að nýju við hina fornu verstöð. Vogar eiga senni lega eftir að verða talsverður útvegs- bær. Hvassahraun þótti góð sauðjörð 1 eina tíð, og þaðan var talsvert úr- ræði. Jörðinni fylgdu nokkrar hjá- leigur, en nú hefur hún veríð í eyði um skeið. Aðalvatnsbólið þar á bæ var í liraunslakkanum sunnan við bílabrautina, litlu utan við túnið. Þar sér af brautinni ofan í smáseftjörn og hraunbrunn. Arnstapahraun. — Enn er komið yfir um sinn Arnstapahraunið hvassa, — kvað Jón Halldórsson í Njarðvik um 1700, en Páll Vídalín botnaði: Sancte Jóhannes og Símon minn sungu tenor og bassa. Arnstapahraun er lifinn hraun- fláki utan við Hvassahraun, en frá honum teygist hrauntunga til sæv- ar við Kúagerði. Nú nefnist það venjulega Afstapahraun, en mun lat- mæli. Upphaflega mun hraunið senni lega hata verið samnefnt bænum, enda hvassast hrauna hér um slóðir, áður en Bruninn varð til. N^rður af Trölladyngju er snotur eldborg, en úr henni hefur Arnstapahraunið runnið riokkru fyrii landnámsöld. Arnastapi er týnt örnefni. Litlu innan við hrauntunguna við ströndina eru Látur og Látratjörn í hrauninu. í tjörninni geymdu menn fiska, jafnvel lúðu, til þess að hafa nýtt í pottinn. Hér voru öelalátur, urta og kópur byltu sér í fjörunni. Kúagerði er forn áningarstaður við ytri jaðar Afstapahrnuns. Þar eru smátjarnir, og liggur bílabrautin um þá stærstu. Betra þótti lestamönn- um að hafa eitthvað til þess að blanda drykkjarvatnið. Ilér verða skörp gróðrarskil, úfnu, gróðurlitlu apalhrauni sleppir, en við tekur Strandarheiði, mjög forn- leg helluhraun, sennilega 8 til 9 þús- und ára gömul. Helztu aldursmerki eru forn fjörumörk ' Ströndinni, m. a. hjá Kúagerði í um 10 m. hæð. Vatnsleysuströndin er eini staðurinn hér á landi, þar sem þess sjást merki, að sjór hafi staðið hærra en nú á hrauni, sem runnið er eftir ísöld. Hrafnagjá, sem hefst vestan við tún- ið á Vatnsleysu og les sig suðvestur heiðina, og Aragjá stóra og litla inn- ar á heiðinni, vitna einnig um ald- ur hraunsins, því að þær hverfa und- ir önnur hraun yngri. Vatnsleysustrandarhraun eru runnin frá mikilli dyngju nafnlausri T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 857

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.