Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Page 20

Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Page 20
ÞURSABIT Ég fékk þursabit um daginn. Minna er ekki hægt að krefjast á jafnskelfilegum tímum og nú. Ég fékk það úti á götu, án nokkurs for- boða, og allt i einu stóð ég grafkyrr. Fyrsta hugsun mín var: — Hryggurinn hefur brotnað! Ef ég bíð smástund, vek hann ef til vill saman aftur! Ég stóð úti á miðri götu í'miðri umferðinni. Sporvagnar og bílar þutu t'ram hjá, fólk gekk fram hjá og strákar hjóluðu fram hjá. Bíll stefndi beint á mig og annar á eftir honum. Ég hugsaði: Ef ég rétti upp hægri höndina, stanza þeir ef til vill. Það gerir lögreglari, bæði hér og í Lundúnum. Ég rétti upp höndina, og bílarnir stönzuðu. Ég heyrðl bílstjórana hrópa: — Hvað er að? Hvern fjandann er maðurinn að vilja? Ég reyndi að draga mig í hlé — fara. En það tókst ekki. Einn bíl- stjórinn enn stanzaði og hrópaði: — Komdu þér burt! Ég þarf að vera kominn ofan á stöð klukkan 12.40. Ég var orðinn þreyttur í hægri hendinni og ’iugsaði: Nú er um að gera að koma þeirri vinstri upp. Áður en þeir fara af stað. Mér tókst það ekki — bílarnir þrír óku yfir mig. Umferðin stöðvaðist aftur. og einn bílstjóranna kom til mín. — Eruð þér lifandi? spurði hann. — Já, ennþá, svaraði ég. En látið mig fyrir alla muni ekki trufla yð- ur. Ég er með þursabit og get ómögu lega hreyft mig. Ég bið ykkur að af- saka, herrar mnir, og ég borga auð vitað allar sektirnar. — Ég þarf að vera kominn oían á stöð klukkan 12.40. sagði þriðji bíl- stjórinn. — Ég veit það. svaraði ég, tefjið ekki umferðina mín vegna. Annar bílstjórinn íeit á mig. Hann var vipgjarnlegur á svip. Svo gekk hann ti! mín og lyfti mér upp og lagði mig í aftursætið í bílnum sín- um Ég lét hann hafa heimílisfang mitt, og hann ók mér heim. Hann var einnig svo elskulegur að bera mig upp þrepin. Konan mín kom til dyra, og þegar hún sá mig í örmum hins vingjarnlega bílstjóra, sagði hún: — Hvað er klukkan orðin? Ég hef brotið heilann mikið um það, hvers vegna hún vildi fá að vita hvað klukkan var. Bílstjórinn bar mig inn og lét mig i stól. Þegar hann var farinn, sagði konan mín: — Geturðu ekki gengið? — Jú, svaraði ég, en ég hlýt að mega láta bera mig stöku sinnum. Rithöfundur. sem borinn er á hönd- um — Konan mín gekk grátandi út og um leið hringdi síminn. Þar sem hann var seilingarfjarlægð, tók ég upp tólið. Það var vinur minn, B. — Ég hef fengið bursabít, sagði ég. Get ekki gengið. — Á, svaraði B það hef ég oft fengið. Þú ættir að taka inn nokkrar átófantöflur, þá batnar þér fljótt. Það er hið eina, sem hjálpar. Rétt á eftir kom frúin á neðri hæðinni upp til okkar. Hún hafði heyrt, að tveir danskir gimsteinaþjóf ar hefðu rænt mig og þrír lögreglu- þjónar borið mig heim. Þegar hún heyrði, að ég væri með þursabit, sagði hún: — Maðurinn minn fékk oft þursa bit — fékk það mjög oft. Þá setti hann termógenvatt á sig, setti á sig termógenvatt. Termógenvatt er bezt af öllu við þursabiti, það langbezta við þursabiti. — Þakka, sagði ég. Ég ætla að út- vega mér ögn af termógenvatti, ögn af termógenvatti útvega ég mér svei mér þá. Stuttu seinna kom veiðimaðurinn. — Hahaha! sagði hann. Þursabit. Það fæ ég nú einu sinni í mánuði! Það er svo magnað, að ég get ekki einu sinni hreyft augabrýnnar. En það er til eitt ráð, aðeins eitt, og það er kattarskinn! En það er til eitt ráð, aðeins eit.t, og það er kattar skinn! Ef þú setur kattarskinn á bak ið á þér, þá batnar þér á einum sólarhring. Svo tók ég átófantöflur, setti á mig termógenvatt og varð svo frísk- ur, að ég gat gengið í hægðum mín- um út til þess að kaupa kattarskinn. Ég fór inn í leðurvöruverzlun. Ung- ljóshærð stúlka var við afgreiðslu. Hún leit rannsakandi á mig og spurði: — Til hvers á að nota skinnið? Ég roðnaði og sagði: — Ég ætlaði bara að fá það til gamans. Maður getur alltaf notað kattarskinn. Svo kom hún með nokkur kattar- skinn. Þau vorö mismunandi að lit — svört, grá og svartskræpótt. — Hvað kosta þessi kattarskinn? spurði ég. — 6.50, svaraði stúlkan. — Það var dýrt, sagði ég. Þér hljótið að skílja, fröken, að það þarf ekki að vera neinn kynbótaköttur eða köttur með stórkostlega ættar- tölu. Ég get látið mér nægja ósköp venjulegan kött. Venjulegur sænskur húsköttur er nógu góður handa mér, sagði ég. — Þess konar ketti höfum við ekki, svaraði stúlkan og ýtti öskj unni til hliðar. — Afsakið, sagði ég og fór inn í aðra verzlun, reglulega loðskinna- vöruverzlun. Það var karlmaður, sem afgreiddi. — Kattarskinn, sagði hann, eins og hann hugsaði sig nákvæmlega um — kattarskinn eru ekki lengur tízku. Nú er það skúnkurínn. — Líka yfir lendina? ‘ spurði ég. Við þursabiti? — Nú, svaraði hann, þannig katt- arskinn. Þau eigum við á 2,50. Ég fékk skinnið. Það var hvítt með svörtum bletti á miðju baki. Ves- lings köttur, hugsaði ég, ýmsir hafa nú átt þig áður. Mér hafði verið boðiö í mat þenn- an dag. Hvað eftir annað varð ég að biðja gestgjafann leyfis að ganga af sðis. Ég var búinn að fara sex sinn- um í svefnherbergið, þegar húsmóðir in kom þar að mér. Ég sá, að hún varð forviða, og mér skildist, að mér myndi bezt að hverfa sem skjótast á brott. Það heppnaðist. Ég komst út á götu, án þess að nokkur tæki eftir mér. Þegar ég hafði gengíð smáspöl, rakst ég á stóran hund. Hann stanz- aði allt einu. Rófan stóð beint út loftið, og hann urraði illilega. — Svona, svona, hvutti litli,! sagði ég. Eins og maður segir við hunda. En hann hélt áfram að urra og nálg aðist mig. Hann þefaði og ég var visss um, að hann hefði fengið veð- ur af kattarskinninu. — Hvutti litli, sagði ég ísmeygi- lega, þetta er dauður köttur, steín- dauður köttur, það er ekki til neins að fást um hann! í sama bili kom enn annar hund- ur. Það var rottuhundur. Hann gelti fokillur, og þeir tóku báðir að hoppa og skoppa kringum mig. Ég gekk niður götuna, og'sem ég gekk þarna, komu stöðugt fleiri og fleiri hund- ar. Ég taldi þá — þeir voru alls átta. Þá uppgötvaði ég rauða ljósið fyrir framan kvikmyndahús. Ég smeygði mér inn og um leið fann ég, að katt arskinnið var ekki lengur á baldnu á mér. Eg fékk miða á einum af aftari bekkjunum, og það var dimmt í saln um, þegar ég settist. Ég gat heyrt hundana gelta fyrir utan. Ég kom inn í miðri mynd. Ungur maður sat við skrifborð og skrifaði eftírfarandi texta, sem seinna kom ijós á tjaldinu. 860 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.