Tíminn Sunnudagsblað - 21.02.1965, Side 3

Tíminn Sunnudagsblað - 21.02.1965, Side 3
ar. Bjuggu þar merkishjónin Gu3- mundur Daníelsson og Guðbjörg Sæ- mundsdóttir, kona hans. Húsfreyjan var ein heim, tók á móti heyinu og leysti baggana í hlöðunni. Þetta var fjárhúshlaða rétt vestan við þjóðveginn, og ég held, að hún standi þar enn í dag. Hjálp- aði ég konunni að taka á móti hey- inu meðan ég beið Hermanns, og var það vel þegið. Þá ég og gott kaffi með miklu kaffibrauði, áður en við fórum af stað, og kom það okkur mjög vel eins og að verður vikið. Þegar Hermann kom úr kynnisför sinni, héldum við sem leið liggur upp á Langavatnsdal. Ekki man ég nú, hvort einhverjir urðu okkur sam- ferða, en held þó, að svo hafi ekki verið. En að gangnamannakofanum við vatnið komumst við fyrir myrk- ur. Húsið var úr steinsteypu og með járnþaki og við hlið þess skúr úr bárujárni, þar sem reiðtygi gangna- manna og hundar áttu inni að vera um nætur. Þegar við Hermann ætluðum að taka til nestis okkar um kvöldið, brá ókkur heldur í brún: Bleiki fol- inn hafði gnúð klyfsöðulinn heldur fast við hesta okkar, og var mik- ið af matnum stórskemmt og jafn- vel ónýtt. Meðal annars hafði smjör- ið farið forgörðum. Virtum við hinni óreyndu, ágætu húsmóður okkar það til vorkunnar, þótt hún sæi ekki við slíku óhappi með nógu öruggum um- búnaði. Tókum við skaða okkar karl- mannlega og létum á engu bera, en reyndum að bjargast við það, sem ætt var. þótt af skornum skammti váéri. Svo þröngt var í aðalhúsinu fyrstu nóttina, að við komumst þar ekki allir fyrir. Urðu sumir að láta fyrir- berast í hundakofanum, og vorum við Hermann meðal þeirra, sem það hlutskipti hrepptu. Klæddumst við olíufatnaði okkar undir nóttina, því að gisinn var skúrinn og tekið að vinda og rigna, ef ég man rétt. .Svaf ég vel um nóttina, enda ung- ur þá og ekki uppnæmur fyrir smá- munum. Langavatnsdalur var byggður fyrr á tímum, og hermdu sagnir, að þar hefðu verið margir bæir, jafnvel kirkjustaður. Og fallegur og búsæld- arlegur sýndist mér hann, víðátta mikil graslendis og vafalaust veiði í hinu mikla og fagra vatni. Langá á Mýrum kemur úr þessu vatni. Daginn eftir var skipt í göngur. Ekki man ég lengur nafn gangna- foringjans, enda hef ég hann hvorki séð né heyrt síðan. Var riðið með vatninu og fram dalinn svo langt sem komizt varð með hesta, og síð- an stigið af baki. Fóru tveir menn með þá að gangnakofanum og gættu þeirra þar um daginn. En megin- Á gömlum bæjarrústum á Langavatnsdal. Hér var búið snemma á nítjándu öld, og varð af þeim búskap mikil harmsaga. Ljósmynd Þorsteinn Jósepsson. liðinu var skipað í leitir og sumir sendir í næstu réttir. Þoka var á fjöllum, en bjart niðri á dalnum. Þar var alimargt stóð- hrossa, er gekk á dalnum á sumr- in, og sýndist þar sæluríki stóðinu, engu að síður en fénu, er hélt sig frekar uppi í hlíðum og fjöllum og frammi í daladrögum. En svipul get- ur sumarsælan orðið málleysingjum sem mönnum. Þarna í stóðinu fund- um við þrevetran fola úr Borgarnesi lærbrotinn. Hafði hann sýnilega orð- ið fyrir þessu slysi snemma sumars, og var beinið farið að brigzla sam- an, svo að hann gat hökt á eftir stóðinu. En horaður var hann og illa til reika sem vonlegt var, og lítils sumaryndis hefur hann notið í rigningunum á Langavatnsdal. Var maður sendur eftir byssu niður á bæi til þess að stytta eymdarstund- ir hans. Þegar komið var fram í fremstu daladrög, skiidust leiðir okkar, og átt- um við að reka féð til náttstaðar við gangnakofann hjá vatninu. Gleymt hef ég, hverjir voru næstir mér í göngu, og ekki sá ég næsta Framhald á 166. síðu. Feröamenn vtð Langavatn. — Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson. fílHINN - SUNNUDAGSBLAÐ 147

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.