Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Qupperneq 2
Mannréttindabaráttan í Bandaríkj
unum, sem miðað hefur að því að
bæta hag blökkumanna þar í landi,
hefur einnig beint athygii manna að
þeim skerf, er, blökkumenn eiga í
uppbyggingu landsins.
Þetta er efni bókarinnar Blakkir
kúrekar, sem nýlega kom út í Banda-
ríkjunum og vakið hefur talsverða
eftirtekt,
Margt af því, sem fólk heldur, að
það kunni skil á í þróuninni í Banda-
ríkjunum vestan Mississippi-fljóts,
hefur þekkingu sína einungis úr skáld
sögum, kvikmyndum og ævisagnarit
um, sem ætluð eru unglingum. þai
sem saga og þjóðsögur tvinnast oft
saman, svo ekki má í miili greina.
Þar sem oft hefur verið vanrækt
að greina frá hlutverki blökkumanna
í uppbyggingunni í „villta vestrinu"
sem svo er kallað, hafa tveir háskóla
kennarar í Kaliforníu reynt að fylila
í eyðurnar.
Háskólakennararnir Philip Dur-
ham og Everett L. Jones, könnuðu
rúmiega þrjú hundruð endurminn-
ingar og sagnrit og leituðu þar að
tilvitnunum varðandi blökkumenn, er
létu gamminn geisa sem kúrekar á
siéttum vesturríkjanna á síðustu ára-
tugum 19. aldar.
Meðal þeirra ríðandi manpa, sem
ráku nautgripahjarðirnar eftir troðn-
um slóðum frá beitilöndum Texas-
fylkis til markaðsstaða í hundruða
mílna fjarlægð, voru rúmlega fimm
þúsund blökkumenn.
í bók þeirra prófessoranna er sey-
tján blaðsíðna kafli um efni úr sagn-
ritum og minninigaritum, er þeir
sóttu í frásagnir um svarta kúreka.
En þótt til séu frásagnir um skerf
þessara kúreka, komust prófessoram-
ir að því, að blökkumennimir eru
því sem næst gleymdir í sögusögnum,
sem myndazt hafa um lífið um „villta
vestrið."
„Fáfræði í sagnfræði," telja háskóla
kennararnir, „mikilvægustu ástæðuna
fyrir því, að blakkir kúrekar þeysa
ekki á gæðingum í skáldsögum" þeim,
sem nú era skrifaðar.
Alit frá því að langhyrndu naut-
gripirnir, sem nú eru útdauðir, vora
á beit á sléttunum, hefur stöðugt
blómaskeið haldizt í Texas, og nú
er skerfur þess fyliris í nautgripa-
ræktinni meiri en nokkurs annars
fylkis Bandaríkjanna. Á síðustu ára-
tugum nitjándu aidarinnar var ódýr-
asta aðferðin til þess að koma naut-
gripunum frá Texas á markað og til
járnbrautarstöðva að láta kúreka
reka þá hópum saman á ákvörðunar-
stað.
Við reksturinn sat reiðmaðurinn
í hnakknum tólf til sextán klukku-
stundir daglega og oft voru menn
tvo eða þrjá mánuði á ferðinni.
Hæfni manna til þess að leysa verk
sitt af hendi var þýðingarmeiri en
hörundslitur þeirra. Leiðin til þess
að vinna sér álit var fólgin í að
kunna að fara með hest, byssu og
nautgripasnöru.
Nákvæmar athuganir háskólakenn-
aranna tveggja leiddu til þeirrar nið-
urstöðu, að tveir eða þrír blökku-
menn voru meðal hverra átta kúreka,
en það var algengur fjöldi þeirra
manna, sem fóru með hvern rekstur.
Nautgripir í hverjum rekstri voru
venjulega um 2.500.
Gömul landamerki eru horfin og
víðáttumikil beitiiönd afgirt. Kúreka-
hetja sögusagnanna er eklri lengxr
til, nema í bókum. En þetta er vin-
sælt efni í sjónvarpsþáttum og kvik-
myndum. Þar er kúrekinn sífelit á
hestbaki og heyr bardaga, annað
hvort í löngu liðinni fortíð eða í
óraunvemleika nútímans.
En á öldinni sem leið fóru blakkir
kúrekar ríðandi allar götur frá Texas
og ráku milljónir nautgripa.
842
ílMINN - SUNNUDAGSBLAÐ