Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Page 3

Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Page 3
Hvernig geta úlfaldarnir þrammað óraleiðir yfir sólheita eyðlmörk, án þess að svaia þorsfa sínum? í þúsundir ára hefur þvj verlð trúað, að þeir varðveittu vatn | bakhnúð sínum eða maga. Nú vita menn, hvernig þeir treina sér vatn. Vatn gufar fljótt iit úr líkama manna og dýra í miklum hit- um. Líkamshiti okkar fer ekki yfir um það bil 37 stig vegna þess; að við svitnum. Líkamshiti úifaida er 34 stig að morgni dags, en hann getur komlzt, að honum heilbrigðum upp í 41 stlg. Úlfaldi þarf með öðrum orðum ekki að fórna eins miklu vatni og maður til þess að halda reiðu á líkamshita sfnum. Það var hugmynd margra^ að hnúðurinn á baki úlfaldans væri eins konar vatnsgeymir. í rauninni er hann fitusafn og gefur dýrinu frekar þrek en hann firri það borsta. Magi úlfaldans er ekki heldur dularfullur vatnsgeymir. Þar er að vjsu mikið af vökva, iíkt og í maga nautgripa, en það er meltingarsafi frekar en vatn við þorsta. Leyndardómur úlfaldans er sá, hve hann þolir mikla útgufun. Hann sakar ekki^ þótt hann léttist um nálega þriðjung vegna vatnsmissis. Það er manni banvænt, ef hann léttist um meira en tfunda hluta af þeim sökum. IfffífffífffffS - Úlfaldinn bætir sér upp vatns- missínn í eyðimerkurferðunum með þvf að svelgja kynstur af vatni þegar hann kemst f það. Langþyrst- ur úlfaldi getur drukkið 103 lítra á níu mfnútum. Jafnvel á auðnum Norður-Afrfku þrífst grænn gróður, þegar rignir um skeið. Á vetrum getur úlfaldinn lifað á þessum gróðri vikum og mánuðum saman án drykkjarvatns. Fullyrt er, að eyðimerkurfarar hafi bjargað Iffi sfnu með því að slátra úlfalda og drekka ^vatn" úr maga hans. Hn þeir hafa þá drukkið meltlngarsafa úr maga dýrsins, en ekki vatn. T I M 1 N N — SIINNUDAGSBLAÐ 843

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.