Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Qupperneq 11

Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Qupperneq 11
um yfir búðarborðið — manillató- yerk, hneifar, blakkir, olía og kin rok. Matvaran var líka margbreytileg •— reykt síðufiesk, bankabygg, flór melís, húsholdningssalt, skonrok, makarín og Hansaöl. Við þetta bætt íst álnavara og ísenkram alls konar, til dæmis lampaglös, ofnrör, ljáblöð, barómet, vargkjaftar, hjólsveifar Og fýrverkerí, svo eitthvað sé nefnt. Þetta voru hinir mestu annadagar hjá kaupmönnum, búðarmönnum og kontóristum. Flestir viðskiptavinirn ir voru norskir síldveiðisjómenn. Inn flutt vara var lágtolluð um þessar mundir og verðlag hagstætt, og þess vegna keyptu Norðmenn flestar nauðsynjar sínar hér — sáu sér hag í því. Mikill straumur fólks flykkist nið ur Aðalgötuna og beygir norður Tjarnargötuna. Við skulum fylgjast með hópnum og sjá, hvað er á seyði. Til eyrna okkar berst söngl og klapp hljóð — klapp — klapp, glymur þeg ar tréklossar dansherranna skella á bryggjuplönkunum. Okkur dettur í hug, að nú sé síldarball á planinu hjá Bakkevig eða Söbstad. Við höldum út Tjarnargötuna, fram hjá húsinu Strytu og litla bak aríinu austan við hana. Við göngum fram hjá húsum, er heita Amster dam og Rotterdam, fram hjá Sóða sundi, þar sem nokkrir lassarónar eru í ryskingum. Og lassarónar — það eru þeir menn nefndir, er strok- ið hafa af norsku síldarskipunum. Þeir flæktust hcr í landi og drukku og seldu af sér spjarirnar og bjuggu í fjárhúskofum og skreiðarhjöllum og voru illir viðureignar þarna austur frá er húsið Baldur, þar sem hinn góðkunni veitingamaður, Þorvaldur Atlason, á heima. Gaman væri að hitta Valda í Baldri og spjalla við hann stundarkorn, því að hann er síkátur og fullur af léttum gáska. Við hröðum ferð okkar, og nú heyr um við greinilega klapphljóð utan frá Söbstadsplani, og framandi söng ur berst að eyrum okkar. Grútarlykt frá síldarbræðsliun Bakkevigs og Söb stads leggur á móti okkur, en við því er ekkert að segja, því að hér er grútarþefurinn peningalykt. Á vinstri hönd, vestan götunnar, eru tjarnirnar, er ná frá lóð Bakke Vigs og allt út að Kambi, rofnar af nokkrum landtungum, er tengja mal firkambinn við sjálfa eyrina. Á vetr (ím glampar þar á spegilís á fögrum tunglskinskvöldum, þegar siglfirzkt teskufólk rennir sér á skautum, en í eumarhitum eru þessar tjarnir hið ftiesta fúafen, og við veitum því at- Eyffd. að norðurstafnar húsanna hér | nánd eru því nær svartir, þaktir ínývargi. Mökkur af iðandl mýi mætir okkur fi leiðinnl út eftlr, en við látum það ékki á okkur fá. Vð hrðSum ferð Sjldarbátar við bryggju í helgarlandlegu. Þarna er Hareidsbryggja^ þar sem fyrsta síldarstöðin á Slglufirði var. okkar og stilkum yfir hauga af brotnum tunnusvignum og skálmum út á planið, þar sem glymjandi klossasmellirnir kveða við, hvellt og háttbundið. Er fólkið að „marséra“ eða er þetta galopaði, sem síldarfólk ið er að dansa? Við hlaupum síðasta spölinn út á planið, og eftir andar tak blasir við skemmtileg sjón: Fær eyingar í hringdansi. Margt manna er þarna samankomið til þess að horfa á Færeyingana — þarna eru bæði „sjögúttar" og „síldarjentur," og allir stara á hina hlé- drægu, hæglátu Færeyinga, sem eru í sérstæðum ham í kvöld. Þeir dansa hringdansinn af ákafa og eldmóði, sem ekkert á skylt við hversdagslegt seinlæti þeirra. ÁI'l ir blína á þá höggdofa. Þeir hafa drukkið súrsaft 1 kvöld, drukkið í sig kjark og dirfsku — á því er lítill vafi. Þeir dansa eins og þeir séu trylltir, hnykkja og rykkja sér til og gleyma sér við hinn ævaforna hringdans sinn. Söngur og fótastapp þeirra tekur yfir allan hinn vwijulega hávaða, er hljómar hér við höfntna: Fuglakliður inn, sjávarskvampið undir planinu, högg díxilmannanna, mótorskellir vél skipanna og eimblástur línuveiðar anna — allt virðist þetta berast úr fjarlægð núna. Smellirnir, sem verða þegar tréklossamir skella í sífellu á bryggjuplönkunum, fylla loftið. „Komi til allir, Föringar, hér er gott að dansa,“ kveður við í sífellu, og sitthvað fleira syngja þeir, sem við skiljum ekki, því að bæði íslend ingum og Norðmönnum veitist erfitt að skilja færeysfcuna. En vísurnar virðast allar enda á þessari sömu setningu: „Komi tit allir, Föringar, hér er gott að dansa.“ Þeir stíga dansinn af sveiflandi léttleika, beygja sig og hneigja og sveigja til hliðanna, hladast í hendur l órofahring og hamast af slíkum krafti, að áhorfendur eru öldungis forviða. Fólkið flykkist að. Við erum undir eins búin að gleyma hinum hversdagslegu slagsmálum uppi á Að algötunni og inni í ölkránni, því að hér blasir við sérstæð sjón, sem virð ist heilla alia, er á horfa. Þarna dansa rosknir, síðskeggjaðir skútukarlar með djúpar ennishrukkur, klæddir yrjóttum sjópeysum og með rönd óttar Færeyingahúfur á höfðinu, við hlið kornungra stráka, sem sennilega eru í hinni fyrstu veiðiferð á ís landsmiðum. Vð undrumst leikandi fimi þeirra og störum á, Norðmenn og íslending- ar, og það flögrar að þeim að eitt sinn hafi forfeður þeirra líka iðkað slíkan dans. Klossasmellingir glymja og söngofsinn eykst, því að súrsaft in svíkur engan. Við dveljumst lengi þarna út frá og horfum á dansinn. Þótt söngurinn virðist einhæfur og tilbrigðalítill, þá er dansinn það pkki. Þeir auka stappið og beygja sig og hneigja, svo hægja þeir lítið eitt á sér, færast aftur í aukana og snúast af offorsi og ótrúlegri limamýkt. Allt gera þeir þetta einkar samstillt og að því er virðist fyrirhafnarlítiö. Þessi dans er þeim í blóð borinn. Það er farið að líða á hina björtu nótt, þegar við höldum heim á leið. Miðnætursólin gyllir Skútudalinn og Hólshymuna, og skin hennar er hlað ið roða og purpuralit. Það hefur ver Framhald á 862. síSu. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 851

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.