Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Side 16

Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Side 16
Skáldið Kvívíkur-Jógvan; mikil kempa, sem náði háum aldrl. ekki varizt því að bera það saman við þá óvirðingu, sem móðurmáli hans var sýnt í kirkjum heimalands hans. Þessi maður var skáldið Jóan Petur Gregoriussen. Nokkru síðat hófst mikil þjóðernisvakning meðal Færeyinga, ekki sízt þeirra, sem sóttu menntun til Kaupmannahafnar: „Har sótu vit sum Jödarnir við Bábyions flóð,“ var seinna kveðið. Og það var ekki að sökum að spyrja: Gregorius- sen gerðist þegar einn hinn vígdjarf asti maðurinn í þjóðernishreyfing unni og lét mjög að sér kveða, bæði f bundnu máli og óbundnu. Samtíð armaður hans var annað skáld úr Kvívík, Jógvan Dánjalsson, sem lifði fram á þriðja áratug þessarar aldar, svipmikil kempa með skegg svo sítt, að það tók langt niður á bringu. Kvívík hefur því ekki brostið skáld þg baráttumenn. En þar hafa líka ver ið harðfengir og æðrulausir garpar. Á það hefur oft reynt og ekki sízt í heimsstyrjöldinni síðari. Þá var Kvj víkur-Tummas skipstjóri á togaran- um Stellu Argusi. í marzmánuði 1941 voru tveir færeyskir togarar norðan við Hjaltland, er að bar þýzka her flugvél, sem þegar réðst að þeim með sprengjukasti og vélbyssuskothríð. Annar þessara togara var Stella Arg us. Skipstjórarnir tóku það til bragðs að sigla sífellt í hring á fullri ferð, og tókst Þjóðverjunum hvorugu skip inu að sökkva, þótt hverri sprengj unni af annarri væri varpað niður og vélbyssuskothríðinni virtist aldrei ætla að linna. Yfir Stellu Argus steypti flugvélin sér tuttugu sinnum, og á skipinu voru talin eitt hundrað sextíu og tvö skotgöt. Á stjórnpalli var engin rúða óbrotin, þegar þess um ósköpum linnti, en Kvívíkur- Tummas, sem aldrei hafði vikið það an, var ekki svo mikið sem skrám aður. Og það, sem meira var: Eng inn maður á skipi hans særðist. Þótti slíkt undrum sæta, svo harðar og þrá látar sem árásir Þjóðverjanna voru. Heima í Kvívík gat líka verið háski á ferðum þessi ár. Tundurduflin voru alls staðar á reki, og óvíða bar þau jafnmörg að landi sem í Kvívík. f sunnanstormum bárust þau undan vindi inn á Vestmannasund og hvergi var jafn hætt við, að þeim skolaði upp sem í Kvívík. Marga stormkalda vetrarnótt leitaði fólkið úr húsunum næst sjónum á náðir granna sinna, er ofar bjuggu í brekkunum, og var þar stundum þröngt á þingi, er svo stóð á. Er það til marks um tundur duflamergðina á þessum slóðum eftir sunnanverður, að á einum og sama degi sökktu fiskimenn frá Kvívík og Vestmannahöfn seytján duflum, er þeir fundu á reki. VII. Skammt frá Kvívík er önnur smá byggð við lítinn vog. Hún heitir Leyn ar. Frá Leynum gengur þröngur dal ur í boga milli hárra fjalla allt aust ur í botn Koliafjarðar, sem skerst inn í Straumey að austan. Það er varla tilviljun ein, að norðan þessa færeyska Koilafjarðar er Kjalnes, rétt eins og Kjalarnes hér. Þessi ör nefni munu einnig til vestan hafs, og fer ekki hjá því, að þar sé sam- band á milli. Vegurinn frá Leynum liggur inn dalinn í átt til Kollafjarðar. En áður en þangað er komið, er haldið upp úr dalnum á suðurfjöllin. Ekki hefur verið lengi farið, er undarlegri sýn bregður fyrir á háum fjallahnúkum langt í suðri: Þar gnæfa við himin margir og skuggalegir hlemmar, firna stórir um sig. Þetta er dönsk rat sjárstöð á svonefndu Sandfelli, reist í mikiili óþökk nálega allra Færey inga. Mér skilst, að enginn stjórn málaflokkur þar í landi vilji við það kannast, að hafa goldið því jáyrði sitt, að þessi stöð var reist. Þó er hún þarna og öllum til ama. Gegn botni Kollafjarðar er ekið austan við Skælingsfjall, sem eitt af hæstu fjöllum Færeyja, nálægt 770 metra á hæð. Fyrr meir þótti væn legt til hamingju að ganga á þetta fjall á Jónsmessunótt og bíða þess þar, að sólin risi. En sá hængur var á, að oft er þoka á þessum fjöllum, ekki hvað sízt um nætur, svo að sennilega eru þeir færri, Jónsmessu morgnarnir, sem sólin nær að skína á Skælingstind, er hún rennur upp. Einn fjörður gengur inn í Straum ey sunnan Kollafjarðar. Það er Kald baksfjörður. Þaðan er Knútur Wang ættaður. Inni í botni hans eru bænda býli, harla afskekkt, en dálítil byggð utarlega á norðurströndinni. Það er orðtak í Færeyjum, að stúlkurnar á Kaldbak séu svo nettar, að þær geti 856 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.