Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Side 20

Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Side 20
að fara frá vinnu. Ég hugsa, að hann hafi þá setið um mig. Ég fór aldrei neitt með honum. Við stönzuðum aðeins og töluðum dálítið s&man. Síð- an fór ég mína leið. í tvö síðustu skiptin opurði hann, hvort ég vildi koma og vinna hjá honum. En það vildi ég ekki. Ég sagði, að óg hefði ekki hugsað mér að grafa mig lif- andi næstu árin. Sækjandinn leit hvasst á stúlkuna og sagði rösklega: — Hann gerði yður engin önriur tilboð. eða hvað? — Nei, nei, alls ekki, en . . . — En hvað? Hún leit niður fyrir sig og sagði lágt: — Ég hélt, að hann væri kannski ástfanginn af mér. En það var hann víst ekki. Það barst margraddaður kliður frá áheyrendabekkjunum. Dómarinn barði í borSið- Sakborningurinn leit svo niður aftur. Sækjandi band- aði út hendinni, settist skyndilega og skrifaði athugasemdir. — Óskar verjandi að leggja ein- hverjar spurningar fyrir vitnið? Verjandinn, þunglamalegur, en glaðlegur málfærslumaður, reis á fæt- ur. — Það er sem sagt þannig, að þér kærðuð ekki þetta mál fyrir lögregl- unni — Nei, það gerði ég ekki. — Og þér hafið fengið laun yðar greidd fyrir þessi þrjú ár? — Já, þau voru lögð í banka. — Voruð þér ánægð með kaupið? — Já. þetta voru miklir peningar fyrir mig. — Einmitt, góður spariskildingur, sagði málfærslumaðurinn íbygginn. — Það er nú ekki alltaf auðvelt fyrir unga manneskju eins og vður að draga svo mikið saman. Sækjandi stóð upp. baðaði út hönd- unum bálreiður. — Ég vil beina því til verjanda að bera upp spurningar sínar, en sleppa athugasemdum. — Afsakið. Verjandi hneigði sig fyrir dómar- anum og sneri sér aftur að stúlk- unni — Og nú, ungfrú góð, vil ég biðja yður að íhuga vandlega, áður en þér svarið nokkrum spumingum: Hvers vegna l-ærðuð þér ekki til lögregl- unnar? — Ó, ég gat ekki fengið af mér að gera honum neitt illt. En ég sagði vinkonu minni frá þessu, og hún sagði það aftur móður sinni, og hún rauk strax með það til lögreglunnar. Og þá varð ég að segja sannleikann, þegar ég var yfirheyrð. — Auðvitað. Maður á alltaf að halda sér 'rið sannleikann, sagði mál- færslumaðurinn blíðlega og deplaði aiugunum um leið. — Náttúrlega, en fannst yður ef til vill sjálfri, að þér hefðuð ekki orð- ið fyrir neinum misrétti þama, úr því að þér kærðuð ekki sjálf? Sækjandi rauk upp: — Herra dómari! Dómarinn: — Verjandi verður að neita sér um að leggja vitnimu svör í munn. — Afsakið. Ég skal orða spurning- una öðra vísi. Hum . . . Ungfrú, fannst yður þér vera beittar miklum órétti hjá herra Bóasi? — Nei, að vissu leyti leið mér bara vel. Hann vár mér góður. En ég var fangi hans í þrjú ár. Hann hafði ekki Ieyfi til þess að halda mér svona. Það er nú það. Hann hafði ekki leyfi til þess. Sækjandi lautaði svo hátt, að all- ir í salnum gátu heyrt: — Mannrán, hreint og beint mannrán. Dómari barði í borðið. Verjandi starði móðgaður á sækjanda, sneri sér að kviðdómendum og bandaði frá sér með annarri hendi, líkt og hann vildi segja: Hann þama er al- veg ófær, en um það tjáir ekki að fást. Svo spurði hann ofurrólega á ný: — Hvers vegna vorað þér á gangi á þjóðveginum þennan umrædda dag fyrir þremur árum? Þér unnuð i ull- arverksmiðju, var ekki svo? — Ég hafði misst vinnuna fyrir mánuði. Ég ætlaði að ganga til H . . . og reyna að fá þar eitthvað að gera. En það var svo langt, og svo var ég líka ókunnug. — Hvers vegna misstuð þér vinn- una? — Forstjórinn var svo smásmug- legur. Ég og nokkrar aðrar stúlkur fórum út að skemmta okkur við og við, og svo komum við ekki alltaf í vinnuna. Svo sagði forstjórinn, að hann þyrfti mig ekki næsta mánuð að minnsta kosti. — Nú. já, einmitt það. Þakka yð- ur fyrir. Verjandi brosti ísmeygilega, hneigði sig fyrir dómaranum og hlassaði sér niður í sætið. — Óskar sakbomingurinm að leggja spurningar fyrir vitnið? Hann leit reiðilega á dómarann og hristi höfuðið. Eftir hléið kom sækjandi.með nýj ar athugasemdir, skarplegar, skýr- ar og sannfærandi. Maðurinn var auð- sjáanlega sekur, sagði hann. Síðan talaði verjandi ísmeygilega og alvarlega og einnig sannfær- andi. Hann var snjali verj andi. Hann hélt því fram, að mað- urinn væri saklaus. Dómarinn bauð sakborningnum að taka til máls. Hafði hann ekki ástæðu til að segja eitthvað? Hann hafði neitað að svara lögregluþjónunum og ekki svarað fyrir réttinum. Sakborningurinn, bóndinn og veiði maðurinn Bóas, stóð hugsandi á fæt- ur. Á veðurbörðu andliti hans sást hvorki hryggð né gleði, aðeins kulda- leg rósemi. Hann talaði lágt og til- breytingarlaust, en sæmilega skýrt, og það var steinhljóð í salnum. — Ég skil, að mér hefur orðið á. Mér hefur skjátlazt að vissu leyti. En ég hef gert þessari stúlku gott, miklu meira en þið getið gert ykk- ur í hugarlund. Ég er enginn glæpa- maður. Ég vildi henni ekki nema vel. Ef allt hefði gengið eins og ég ætlaðist til, þá hefðu ekki orðið nein réttarhöld. — Ég hitti hana fyrst fyr- ir sex árum inni í bænum í verk- smiðjunni. Hún var þá sextán ára, en ég tuttugu og sex. Mér geðjaðist strax betur að henni en nokkurri annarri stúlku, sem ég hef kynnzt. Það er nóg til af stúlkum, en það var aðeins hún, sem ég vildi fá. Ég þekki bæinn, þennan óþverrabæ, sem ég flúði sjálfur á unga aldri. Ég þoldi ekki að hugsa til þess, að hún ætti eftir að fara í hundana eins og menn segja. Hún bjó hjá gamalli kerlingu og hafði engan til þess að vernda sig. Þær lenda oft á glap- stigum, þessar stúlkur, sem enginn lítur eftir. Þær vilja skemmta sér sem eðlilegt er. Bærinn er þeim hættulegur, óhræsisbærinn. Áheyrendur voru farnir að ókyrr- ast og orðnir mjög alvarlegir. Hvað var hann eiginilega að segja um bæ- inn þeirra? Var það ekki sök stúlkn- anna sjálfra, sjálfskaparvíti, ef þæ-r lentu á glapstigum? En honum stóð á sama um áheyr- endur. Hann hélt rólega afram: — Og tíminn leið. Ég kom mér ekki að því að spyrja neins. Ég leit- aði hana uppi, hvað eftir annað með löngu millibili. Hún varð sólgnari og sólgnari í skemmtanir og rall, það skildi ég og frétti. Hún var búin að fá á sig miðlungi gott orð. En kvisið var þó orðum aukið — það er ég viss um. En ég var líka viss um, að hún var í þann veginn að fara í hundana. Þá ákvað ég að láta til skarar skríða. Það var fyrir rúmlega fjórum áram. Ég kom húsinu í lag, svo að hún gæti verið þar, og ég lagði af stað til að sækja hana, ráð- inn í því að fá hana heim til mín með einhverju móti. Það gekk auð- veldlega, því að eins og þið vitið rakst ég á hana við veginn. Hún sat þar alveg að þrotum komin. Hún fór með mér og varð, held ég, fegin. Hitt vitið þið. Hún hefur sagt sann- leikann. Hann horfði rólega á dómarann, starði svo eitt andartak á stúlkuna og leit síðan til jarðar. — Nei, annars, þið vitið ekki allt, sagði hann svo allt i einu. — Ég varð með tímanum alltaf hrifnari og hrifnari af henni. Og ég varð þess 860 T Í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.