Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Side 22

Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Side 22
Gæfan og vizkan Framhald af 848. síðu var únsmíðasveinninn. Það var farið með þá inn til prinsessunnar hvem eftir annan. En þar sem engum þeirra tókst að fá hana til þess að tala, var farið með þá aftur beint út í hallar- garðinn, og þar voru þeir hýddir. Nú kom röðin að úrsmíðasveininum. Þegar hann kom inn í herbergi prin- sessunnar, sá hann stóran spegil á veggnum. Hann sagði ekki eitt ein- asta orð "ið prinsessuna, heldur gekk beint að speglinum og mælti: „Góðan dag, spegill minn! Nú skal ég segja þér dálitla' sögu. Einu sinni voru þrír menn á ferð, en þetta er bara saga, spegill minn góður. Einn var myndhöggvari, annar klæðskeri og hinn þriðji skólameistari. Þeir áttu að skiptast á um að halda eldi lifandi. Þess vegna varð einn þeirra alltaf a ð vaka meðan hinir tveir sváfu. Fyrst átti myndhöggvarinn að vaka — en þetta er bara saga, speg- ill minn góður —, og sér til dægra- Síldveiðibærinn — Framhald af 851. síðu. ið fagurt að líta til lofts og fjalla, þetta kvöld. En hvað hugsar fram andi ferðalangur, er gengur um þennan síldarbæ á slíku kvöldi, til dæmis um lífið á götunni? Við reikum upp Aðalgötuna að Álalæknum, nemum þar staðar og horfum á hornsílin skjótast á milli lækjarbakkanna. Fólksstraumurinn stefnir nú niður götuna. Ólætin eru að dvína. Sjomenn ganga niður á bryggjurnar og um borð i skipin, ringlaðir eftir ærslin. Þeir, sem verst eru leiknir, eru studdir um borð af félögum sínum, margir með glóðarauga, skrámur eða önnur meiðsli. „Slik har vi sjöfolk det.“ stynja þeir. sem verst eru farn ir. Engar skýrslur eru til um meíðsli á landlegukvöldi sem þessu, en víst er, að margir hafa fengið skeinur áður en leikurinn er úti og menn skreið ast í háttinn Það slakknar á hinni æðislegu spennu, er slíkri landlegu fylgir, og það hljóðnar í bænum. En lengst heyrist ómur af söng Færeyinganna. Þol þeirra er með fádæmum. En loks ins, loksins þættir einnig söngur þeirra og hin stutta, bjarta nótt er á enda. Aðalgatan er brátt mannlaus, og bréfarusl og tómar flöskur er hið eina. er minnir á ólgandi líf hins liðna kvölds. Og það stenzt á endum: Síðsumarsólin varpar geislum sínum á fjörðinn, hátt af himni yfir Stað arhólsfjalli, þegar sunnudagskyrrðin færist loks yfir Siglufjörð. styttingar tók hann í trédrumb, sem lá þarna og fór að höggva hann til, svo að úr varð næstum lifandi eftir- mynd af barni. Næst ,átti klæðsker inn að vaka, og á meðan hann vakti, saumaði hann föt á barnið — en þetta er bara saga, spegill minn góð- ur. Að lokum átti svo skólameistar- inn að vaka. Og hann tók sig til og kenndi litla barninu að tala. Dæmdu nú, spegill minn góður — en þetta er bara saga — hver þeirra þriggja hafði mest til barnsins unnið? „Það heyrði myndihöggvaranum til, því að það var hann, sem bjó til barnið," heyrðist prinsessan segja í hinum enda stofunnar. Pilturinn kinkaði kolli til spegils- ins og sagði: „Gott, spegill minn góður, og þökk fyrir vísbendingu." Svo gekk hann út úr herberginu og leit ekki einu sinni á prinsess- una. En prestarnir, sem stóðu þarna í nánd til þess að hlusta eftir þvi, hvort prinsessan talaði, kváðust ekki hafa heyrt hana segja eitt einasta orð, og þvi var farið með piltinn út i hallargarðinn, og þar átti að hýða hann. En þegar kóngúrinn heyrði, að þetta væri sveinninn, sem smíð- að hafði hina merki'legu klukku, ákvað hann, að piltinum skyldi hlíft við hegningu I þetta skipti. Gekk þetta svo langan tíma, að hver á fætur öðrum freistaði gæf- unnar hjá kóngsdóttur, en alltaf end- uðu þessar tilraunir þeirra með hýð- ingu, og prinsessan hélt áfram að þegja. Dag nokkurn kemur úrsmíða- sveinninn aftur. Fer hann inn til prinsessunnar, segir speglinum sömu söguna og í fyrra skiptið, spyr hann og fær sama svar og áður hjá prins- essunni. En þegar hann kemur fram og spyr hershöfðingjana — því að það voru þeir, sem voru á verði í þetta sinn — hvort þeir hafi ekki heyrt kóngsdótturina tala, þá neit- uðu þeir að hafa heyrt nokkuð. Og svo var farið með vesalings piltinn, sem ekki hafði gæfuna með sér, út í hallargarðinn til hýðingar. Vizkan og gæfan voru nú aftur úti á göngu, og það hittist svo á, að einmitt þegar þetta gerðist, fóru þær fram hjá höllinni. „Þarna sérðu,“ sagði gæfan. „Vizk- Lausn * 32. krossgátu an er lítils vlrði, ef maður hefur ekki gæfuna með sér. Það er auð- skiílið, að gæfan er meira virði en vizkan." „Jæja,“ sagði vizkan — og þetta var einmitt, þegar átti að fara að hýða piltinn: „Gakktu þá í lið með honum.“ Og það gerði gæfan. í sama bili kom prinsessan hlaup- andi niður í garðinn og sagði, að hann og enginn annar hefði getað fengið sig til þess að tala, og hann vildi hún eiga. Og þá slapp úrsmíðasveinninn við hýðinguna, en fékk í staðinn prins- essuna og konungsríkið með. Stefán Sigurðsson þýddi. Skáldkonan vopnfirzka — Framhald af 847. síðu. — Níu börn. Hvenær hafðirðu tíma til þess að yrkja? Nú hlær Guðfinna. — Það var talað um að „liggja við skáldskap“ í sveitinni, segir hún, en mér fannst það aldrei rétt. Ég lét hugann reika við húsverkin. Við plaggaþvott og hreingerningar átti ég auðvelt með að hugsa um það, sem mig langaði til. Og gott var að yrkja við sviðahlóðin, þegar verið var að svíða sviðin á haustin. Ég notaði hverja stund. Það hlýtur hún sannarlega að hafa gert. Nú er hún búin að vera ekkja í nokkur ár, hefur brugðið búi og dvelst í skjóli barna sinna til skiptis. Að skilnaði kennir hún mér þessar vísur: Líða fer á lokadansinn, ljósin slokkna, fölskvast brími, hugðarefna fyrnist fansinn, fátt er heilt, sem við ég glími. Enn mér fylgir æskuvanzinn, ennþá leik ég mér að rími, silfurvíravirkiskransinn víst í smíðum hefur tími. Inga Huld. 862 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.