Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1965, Side 5

Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1965, Side 5
Ljósavatn. reikningshald fyrir hvern deildar- ttiann og bar sameiginlega ábyrgð á yiðskiptunum. Allar voru deildirnar J órofa sambandi sín á milli, kaup- íélaginu, er hafði sín viðskipti út á rið aðaliega við Engiand. Þau við- eklpti gátu verið áhættusöm, en oft- ast fékkst betra verð fyrir gjaldeyr- ísvöruna og erlendu vörurnar voru fjölbreyttari, betri og ódýrari en þær fengust annars staðar, og enskir Mlfspunds gullpeningar giltu sem tíu krónur danSkar, þó að þeir væru að- eins níu krónur samkvæmt skráðu gengi. Raunverulega hafði kaup- félagið markað þjóðmálastefnu Þing- eyinga síðan um 1890, er Þjóðliðið leystist upp o| í staðinn kom Huldu- fólagið eða Ofeigar í Skörðum og félagar, er hafði það tvennt að mark- miði að halda vörð um kaupfélagið og útvega félagsmönnum og öðrum mannvænlegum sýslubúum valinn, er- lendan bókakost til menningarauka. Félagsmenn þessa leynifélags urðu allsráðandi í kaupfélaginu, og um skoðanir og stefnur í mikilvægum félagsmálum voru þeir súrdeigið, sem sýrði allt brauðið. í sjálfstæðisbarátt- unni um aldamótin voru þeir að því leyti líkari Valtýingum í hugsunar- hætti en yfirvaldi sínu, Benedikt Sveinssyni, að þeim þótti skynsam- legra að taka beztu kostum, er völ var á á hverjum tíma, en heimta allt eða ekkert. En íslenzk Hafnarstjórn var þeim fleinn í holdi, enda höfðu þeir sjálfir meiri sambönd við Eng- land en Danmörku. Þeir fögnuðu heimastjórninni, er hún bauðst, og þá fynst skipuðu þeir sér hiklaust I stjórnmálaflokk með öðrum lands- mönnum, Heimastjórnarflokkinn. í Reykjadal var 2. febrúar haldinn há- tíðlegur ár eftir ár sem afmælisdagur innlendrar stjórnar. Rennur yfir Reykjadal rauða frelsissólin, þegar heilög halda skal heimastjórnarjólin. • Tvennt hefur í minni mínu orðið undirbúningur undir Ljósavatns- fundinn 1908, Annað er 25 ára af- mælishátíð kaupfélagsins, haldinn á Breiðumýri vorið 1917, geysifjöl- menn og vel undirbúin samkoma undir heiðum himni. Hitt er sam- koffia, er kaupfélagið bauð héraðsbú- um til síðla vetrar, mig minnir 1908, að loknum aðalfundi sínurn 1 þing- húsinu á Breiðumýri. Sú samkoma er mér enn minnisstæðari, þó að hún væri eigi fjölsóttari en húsrúmið leyfði, 250—300 manns. Þar var tjald að mörgu þvi, er bezt þótti í félags- lífi og menningarlifi héraðsins, söng Lissíar á Halldórsstöðum, söngkór Reykdæla, og átta menn stigu í ræðu- stólinn, ýmist til að flytja ræður eða frumsamin kvæði. Tvær ræðurnar eru Ljósmynd: Páll Jónsson, mér enn minnisstæðar, og þær geta verið eins konar formáli að frásögn af Ljósavatnsfundinum. Aðra þeirra hélt faðir minn. Hann lagði út af erlndi eftir norska skáldið Hinrik Wergeland í þýðingu Matthíasar Jochumssonar. Þei, ég heyri hljóð á sundi, hún er að koma, já, hún kemur. Á mér fann ég fyrr í lundi fyrirboðann, já, hún kemur. Ójafnt vatnið árin lemur, allt er á rugli róðrarlag, rétt eins og mitt 'hjartaslag. Þetta erindi heimfærði hann upp á gullöld þá, er íslenzku þjóðin ætti í vændum og kæmi vissulega, þó að róðrarlagið væri allt á rugli, rétt eins og hjartaslag þjóðarinnar á líðandi tíma. Hina ræðuna hélt Sigurður á Arnar vatni. Hann lagði út af frásögn Víga- Glúmssögu um „einkagripi" þá, er Vigfús á Vors gaf dóttursyni sínum, Glúmi, er hann hélt heim til íslands, spjótið guUrekna, sverðið og feld- inn bláa, og orðum þeim, er gjöf- inni fylgdu: „Meðan því átt gripina, vænti óg, að þú týnir ekki virðingu, en þá er ég hræddur um, ef þú lógar þeim.“ Þvílika einka- og ættargripi kvað Sigurður fslendinga hafa fengið frá móðurfeðrum sínum í Noregi: Tung- T I M I N N - SLNNUDAGSBLAÐ 869

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.