Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1965, Page 12
VIII.
Þórshöfn er bær á stærð við Akur-
eyri, en þó tæplega jafnfjölmennur
enn. En fólki fjölgar þar hratt —
þúsund íbúar bætast þar við sum árin,
og nú eru þar hundrað íbúðarhús i
smíðum. Þangað er mikið aðstreymi,
einkum úr smábyggðunum. Þar að
auki hefur mannfjölgun verið allör
í Færeyjum eins og sjá má af því
að íbúunum hefur fjölgað úr fimmtán
þúsund í þrjátíu og sex tii þrjátíu
og sjö þúsund frá síðustu aldamót-
um.
Samt er þetta miklu minni mann-
fjölgun en mátt hefði ætla af við-
komu færeysku þjóðarinnar framan
af þessari öld. Ef svo hefði haldið
fram sem þá horfði, væri nú úm sex-
tiu þúsund manns í Færeyjum. Það er
tvennt, sem þessu veldur: Hjónabönd
eru nú ekki jafnbammörg og áður,
en hitt þó ekki síður, hve margt
Færeyinga hefur flutzt úr landi til
Danmerkur. Er það einkum geigvæn-
legt, hversu margt ungra stúlkna
veröur innlyksa erlendis. Þær fara til
annarra landa, aðallega Danmerkur,
bæði til náms og í atvinnuleit, því
að vinna við hæfi kvenna hefur verið
ÞklÐJ/ < kE IN
af skornum skammti heima fyrir.
Gizkað er á, að ekki komi aftur nema
tvær af hverjum þremur. Þetta er
gífurlegt áfali. Uppeldi hvers ein-
staklings kostar hundruð þúsunda
króna, og það er þungur skattur að
að ala upp fólk, sem aðrar
þjóðir hremma á blómaskeiði. En
háskalegast er, þegar ungu stúlkum-
ar hverfa úr landi hundruðum sam-
an, því að það heftir viðkomuna og
lamar vöxt þjóðarinnar. Eðlileg
mannfjölgun hlýtur að raskast, þeg
ar stórlega skerðist tala kvenna á
barneignaraldri. En að þessu eru svo
mikil brögð, að það 'hlýtur að vekja
Óhug.
En Þórshöfn mun vafalaust 'aalda
áfram að stækka, og þess verður ekki
langt að biða, að íbúar komizt upp
fyrir tíu þúsund. Enginn bær í Fær-
eyjum getur haldið til jafns við Þórs-
höfn. Klakksvík á Borðey er næst-
stærsti bærinn með fjögur púsund
íbúa eða rösklega það. Og nú er Þórs-
höfn að þokast i þá átt að verða
háskólabær. Þar var í ár stofnað svo-
nefnt fróðskaparsetur, sem kallast
myndi vísindastofnun á okkar mali.
Þetta er vísir að háskóla, þar sem
leggja á stund á færeyska tungu og
færeysk fræði. Prófessorinn er að
sönnu ekki nema einn. Christian
Matras, kunnur lærdómsmaður og
skáld, sem áður var háskólake.mari
í Kaupmannahöfn, hefur flutzt heim
til þess að stýra þessari nýju mennta-
stofnun og móta hana. Þetta framtak
Færeyinga ber vitni um mikinn stór-
hug svo fámennrar þjóðar sem þeir
eru og sterkan vilja til þess að varð-
veita þjóðernið og ávaxta þá menn,-
ingu, sem þeir hafa þegið í arf. Værl
óskandi, að þessi nýi háskóli, sem
enn hefur einungis einum prófessor
á að skipa, megi vaxa og dafna og
verða landi og þjóð til gagns og
sóma.
Eins og gefur að skilja eru stór
hverfi í Þórshöfn, þar sem einvörð-
ungu eru ný hús. Ein nýja gatan
er kennd við Jónas Bronck, prests-
son, sem átti þar bernskuspor sín.
En nafn þessa pilts er víða í heiðri
FÖR
haft: Hluti New York-borgar, Bronx,
ber einnig nafn hans. Sú var sem sé
sa#u Jónasar Broncks, að hann komst
ungur í kynni við hollenzka kaug-
menn og barst síðan vestux um haí,
þar sem Hollendingar áttu þá ný-
lendu. Keypti hann land á Manhatts-
aney og gerðist einn af frumbyggþ
um heimsborgarinnar. Svo segir í
færeysku kvæði:
Oyggin í Hudsonánni
lá har berlig og grá.
Har rak runa á vágni
ikki að líta á.
Slak hingu segl undir ránni,
Jónas hugdi og sá,
keypti so oyna í ánni
— so siga sögur frá.
Gata sú í Þórshöfn, sem kennt hef-
ur verið við Jónas Bronck, er hin
snotrasta. Samt eru þeir, sem vío
hana búa ekki alls kostar ánægðir,
Því veldur, að bæjarstjórnin hefur
ákveðið að reisa þar fangahús. U^
af þessu hafa sprottið miklar deilur,
því að enginn fögnuður þykír
að slíkri stofnun í nágrenninu.
IX
Þórshöfn er austan á suðurkjálka
Straumeyjar. Handan við um það bij.
fimm kílómetra breilt sund rís Nólá-
ey, sem varnar því, að úthafsaldari
æði upp að ströndinni í austanveðf-
um. Ef Nólseyjar nyti ekki við, hefðj
Þórshöfn aldrei orðið höfuðsf iðuí
Færeyja.
876
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ