Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1965, Qupperneq 14
breið gata, tengiliður haínarinnar og
bæjarins. Sé haidið af hafnargarðin-
um í bæinn, er komið á Kóngabrúna,
gamli þýzk-danski kennarinn
Andreas Liitzen, sem lengi hafði búið
unglingana í Þórshöfn undir lífið
með aðstoð reikningsbókar Kramers
og lesbókar Birk hneig dauður mð-
ur við konungskomuna árið 1871.
Hann var konu 'hollur, gamli mað-
urinn, og þó að hann væri ’.asínn,
vildi hann fyrir a ia mini fá að ávarpa
Kristján IX, þegar hann stigi á land.
Veður var fagurt og sægur. á fólki á
Kóngabrúnni. I dzen gekk fram á
móti hátigninni og tókst að ljúka
ávarpi sínu. E þegar hrópað var
húrra í sjöunrf . sinn, hneig hann
örendur niður við fætur herra síns.
Birks Læsebog hafði misst sinn bezta
mann.
Það er saga út af fyrir sig að
segja frá hinum gömlu virkjum í
Þórshöfn. Sæíarar gerðu Færeyingum
oft þungar búsifjar fyrr á tíð, og sjó-
ræningar fóru stundum um byggðim-
ar og rændu fólki, fénaði og varn-
ingi, einkum á sextándu og seytjándu
öld. Árið 1579 rændi skozkur
víkingur afurðum, sem saman höfðu
verið dregnar í Þórshöfn, og 1629
komu víkkigar frá Norður-Afríku til
Suðureyjar og rændu tugum manna
í Hvalbæ. Þó fór þeim þar likt og á
Skerjafirði árið 1627, er þeir ætluðu
að láta greipar sópa á Bessastöðum.
Eitt skipa þeinra festist á grunni við
Hvalbæ, en sá var munur á, að það
fórst þar.
Fólk í Færeyjum, sem allt bjó við
sjó fram, var mjög berskjaldað, þeg-
ar slíka gesti bar að garði, og varð
það oft fangaráð þess að grafa eigur
sínar í jörðu, en flýja sjálft á fjöll
með búsmala sinn, ef frestur gafst
til þess. Það staðfestir margar sagnir,
sem til eru þessi viðbrögð fólks, að
til skamms tíma hafa verið að finn-
ast í jörðu gamlir tólgarskildir, er
grafnir hafa verið á ófriðartímum, en
eigandinn annað tveggja ekki átt kost
á að vitja aftur eða ekki fundið.
Þar kom, að reistir voru í Þórshöfn
tveir skansar til varnar verzlunarhús-
unum, annar á Þinganesi, en hinn á
Skansatanga. Þetta var um 1580. Fyr-
ir því gekkst færeyskur maður, Magn-
us Heinason, sem um skeið hafði
mikla hylli í kóngsgarði í Kaup-
mannahöfn. Faðir Magnúsar var
raunar norskur og hafði borizt til
eyjanna á mjög óvenjulegan hgtt.
Nokkrir piltar í Björgvin ætluðu á
bát með ströndum fram. Þá hrakti
til hafs, og bar bátinn loks að jandi
í Húsavík á austanverðri Sandey. Þar
staðfestisit Heini, sem jafnan er nefnd
ur Heini hafreki í sögum og sögn-
txm, gekk að eiga dóttur Húsavrkur-
bónda og varð hinn fyrsti prófastur
Færeyja, er biskupsstóll var Jagður
niður við siðaskiptin, laust fvrir
miðja sextándu öld.
Sonur hans, Magnús, var mikill
ævintýramaður. Hann náði undir sig
Færeyjaverzluninni, og bróðir htns
varð lögmaður eyjanna. Hann var
mikill sæfari og harðfengur striðs-
maður, og tókst honurn að friða eyj-
arnar algerlega. Af þessu var hann
I miklum metum hjá Friðriki kon-
ungi II og var meðal annars sendur
könnunarferð norður í höf. Komst
hann til Grænlands, en fékk ekki
gengið á land.
Magnús Heinason var ófyrirláts-
samur í meira lagi. Hann var sakað-
ur um að hafa féflett og kúgað Fær-
eyinga og við sjórán var hann líka
bendlaður. Um skeið var hann til
dæmis í þjónustu Spánverja og
hremmdi þá enskt skip með svikum,
að talið var. En Friðrik II hélt hlífi-
skildi yfir honum, því að hann taldi
sig þurfa slíka menn til þess að efla
yfirráð sín á sjónum.
Þegar konungur féll frá, snerist
taflið við. Kristófer Valkendorf, sem
um eitt skeið var hirðstjóri á íslandi,
var þá einn hinn valdamesti maður í
Danmörku, og hafði hann lengi hugs-
að Magnúsi Heinasyni þegjandi þörf-
ina. Nú lét hann sækja hann til saka,
og var það bæði margt og misjafnt,
er hann var borinn, þar á meðal
sifjaspell. Ráðstofuréttur í Kaup-
mannahöfn dæmdi hann til dauða að
vilja hins mikla valdamanns, og Val-
Klrkjubær —
:35tofan forna og Ólafskjrkjan.
878
T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ