Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1965, Qupperneq 17
geymdir helgir dómar^ meðai annars bein Þorláks heiga.
inn Sófus Bugge taldi ristan af
norskum manni fyrir 800.
Þessu næst var reist Munkakirkja
svonefnda, Ólafskirkjan, sem þar er
enn, og upp úr því var Maríukirkjan
gamla notuð sem líkhús. Þessi kirkja
var síðast endurbyggð árið 1874. En
þa tókst mjög siysalega til. Lögbing-
ið hafði mælt svo fyrir, að ailt,
sem þar var inni frá fornum. tíma,
skyldi sett upp að nýju, er endur
bætur hefðu farið fram á kirkjunni.
Eigi að síður var kirkjan rúin þessu
öllu, og það eitt 'varð eftir, er ekki
varð á brottu haft: Skot í norður
vegg, þar sem óhreinir menn, er ekki
máttu samneyta öðru fólki, fengu að
hlýða messu standandi. En fyrir þetta
skot var múrað. Langflestir kirkju-
gripirnir voru fluttir í þjóðminjasafn-
ið í Kaupmannahöfn.
Loks er þriðja kirkjan, sem minj
ar eru um í Kirkjubæ, Magnúsarkirkj
an mikla. Erlendur, sem biskup var
í Kirkjubæ samtímis Staða-Árna í
Skálholti, hugðist reisa- mikla og veg
lega dómkirkju, tuttugu og átta
metra langa, helgaði heilögum
Magnúsi úr Orkneyjum. Hefur sumt
af grjótinu í veggina veríð flutt
sunnan úr Sandey og annað ofan
úr Kirkjubæjarreyn, en kalk verið
brennt úr skeljasandi frá Hvítanesi
á Straumey.
Smíði kirkjunnar varð aldrei lokið,
en múrarnir standa enn, þykkir og
öflugir og með öllu óskaddaðir. í
henni er svonefndur Guillskápur,
múrhólf í vegg og fyrir því steinn
með mynd Krists á krossinum og
Maríu Magðalenu. Er á honum latn
esk áletrun, sem greinir frá því,
hvað þarna er varðveitt helgra dóma.
Helgir dómar í þessu múrhólfi voru
sjö. Tveir eru geymdir í blýöskju,
hvor í sínu léreftshnýtinu, sem við
er fest kálfskinnsblaðka, er á hefur
verið letrað, hvað í hnýtunum var.
Meðal hinna helgu dóma eru bein
Magnúsar Oíkneyjajarls og Þorláks
helga í Skálholti.
Inn í veggina hafa verið felldar tólf
myndir, og eru sex þeirra þar e.nn.
Stigi á kirkjuloftið hefur verið í aust
urvegg, og talið er, að jarðgöng hafi
verið frá biskupsgarði i kirkjuna. Á
austasta gluggakarminum að sunnan
er biskupsmynd, sem menn ætla, að
eigi að tákna Erlend biskup, og krýnt
mannshöfuð hefur verið yfir vestasta
glugganum á þessari sömu hlið,
sennilega mynd Hákonar konungs
Magnússonar. Þakið á kirkjunni hef
ur einungis verið til bráðabirgða,
nema við austurgafl, þar sem kallazt
Nunnuklaustrið — þar voru steinbog
ar, sem hrundu í aurhlaupinu 1772.
í nágrenni kirkjunnar og bæjarhús
anna eru víða kalklímdir steinveggir í
jörðu, jafnvel inni í kirkjugarðinum.
Sóst á sum veggjabrotin, en önnur
eru fjögur til tíu fet í jörðu niðri.
Þó að miklar byggingar og fornar
færust í aurhlaupinu 1772, er enn
uppistandandi á að gizka helmingur
höfuðbyggingarinnar, er þá var.
Þetta er stokkastofa úr gildum
trjábolum með bogadyrum og
útskornum dyrakörmum. Reykstof-
an er talin allt að níu hundruð ára
gömul að stofni, en þekjan miklu
yngri, og einum bjálka er hún nú
lægri en hún áður var. í öðrum dyra-
stafnum er hola til þess að stinga í
kyndli, og eldstæði var á miðju gólfi,
en hefur nú verið flutt út í eitt
hornið. Þar er og öndvegi við gafl. í
þessari reykstofu er varðveitt margt
muna, sem minnir á líf og starí fyrri
manna á slíkum stað.
Þessa reykstofu vildi þjóðminja-
safníð danska kaupa á sinni tíð og
flytja til Kaupmannahafnar. En því
boði var hafnað, þótt ærnu fé væri
heitið, og þótti það stórmannlega
gert af Kirkjubæjarbónda. Árið 1907
var dæminu snúið við og lagt fram
rikisfé til viðhalds húsunum í Kirkju-
bæ.
Innar af reykstofu er önnur stofa,
og er þilið á miiii þeirra svo gert, að
það má færa eða taka með öllu í
burt. Herma sagnir, að hér hafi ver-
ið latínuskóli biskupssetursins. Ef til
vill hefur Sverri konungi verið hald
ið hér til náms í bernsku.
Uppi yfir þessum stofum eru mik
il loft með ýmsum vistarverum. Þar
er talið, að verið hafi slcrifstofa bisk
upa. Þar hafa þeir setið, kynslóð eft-
ir kynslóð, gömlu biskuparnir fær-
eysku, og hér hafa þeir drukkið til
lærðum mönnum, er sóttu þá heim
af öðrum löndum — Norðmönnum,
Orkneyingum, íslendingum og
Grænlendingum.
Þegar siðaskiptin urðu, var síðasti
biskupinn, Ásmundur Ólafsson, sett-
ur af og forráð stólsins fengin dönsk-
um manni, Jens Riber, er þar sat
síðastur kirkjuhöfðingja, sviptur
mestum hluta stólstekna og horfði á
Kirkjubæ rúinn flestu því, er á brott
varð flutt. Síðan komu franskir vík-
ingar, sem ekki áttu lengur við trú-
bræður að skipta í Færeyjum. Sagnir
herma, að þeir hafi þrisvar rænt í
Framhald á 886. síðu.
r t M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ
881