Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1965, Side 18

Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1965, Side 18
Sagnir herma, a3 fyrir liundraS árum hafi bændur | þorpinu Thina í AbkhashéraSi í Kákasus fangaS þar í skógunum skepnu eina svarta og loSna, er nokkra líkingu hafSi af mannl. Var hún síSan um skeiS i haldi í þorpinu. í sovézka tímaritinu Nedelja er frá því sagt; aS leiSan-gur vísindamanna, sem kona af frönskum ættum stýrSi, hafi fundiS beinagrind þessarar skepnu í Thina hinn 12, september í fyrra. Nákvæmar rann- sóknir hafa leitt í Ijós, aS beinagrlnd þessi er í mörg.im atriSum frábrugSin beinagrind manna. Hafa sumir fengf þennan fund viS nafn furSuskepnu þeirrar, sar.i miklar sögur fara af f Himalayafjöllum. „Snjómaðurinn" svonefndi hefur öðru hvoru orðið umræðuefni blaða og timarita á undanförnum árum. Efni af þessu tagi hefur jafnan kitl- að ímyndunarafl almennings, og óvönduð blöð hafa ekki vilað fyrir sór að segja lygina ■ sannleika og sannleikann lygi, — eftir því hvort betur hefur þótt henta til þess að friða þörf fólks fyrir „eitthvað dular- fullt og æsandi.“ — Sumt, sem skrif- að hefur verið um „snjómanninn,“ hefur einkum verið sótt í smiðju ímyndunaraflsins, og er þá ekki að spyrja um staðreyndir og sannleika, — hvort tveggja verður hornreka. Hins vegar hefur líka verið fjallað um snjómanninn“ á annan hátt, — reynt að finna, hvort einhver fótur er fyrir sögnunum um tilvist hans. Einn þeirra manna, sem hvað rögg- samlegast hefur gengið fram í því að rannsaka sagnir um alls konar furðudýr og fyrirbæri, skrfmsi og þess konar, er dr. Maurice Burton. Meðal þeirra sagna um furðufyrir- bæri í heimi náttúrunnar, sem hann hefur rannsakað, eru hinar ófal mörgu frásagnir af „snjómanninum“ — yeti heitir hann á tbetsku máli í upphafi greinar sinnar um „snjó- manninn," tekur dr. Burton það fram, að hann sé ekki manníræðing- ur og því ekki fær um að draga ályktamir varðandi hin flóknari íyr- irbæri innan þeirrar vfsindagreinar. Þessi þekkingarskortur hans skipti hins vegar litiu máli, þar sem hann ætti aðeins að fjalla um „snjómann- inn“ á þeim forsendum, hvort vert sé að hafa augu og eyru opin, þeg- ar hann á í hlut, eða hvort frekarl rannsókna sé þörf í þessu sambandi. Það er ekki ætlun mín með þess- ari grein, segir hann, að rekja ná- kvæmlega allar frásagnir um hann. Enda er það óþarfi, því að þegar hafa verið samdar bækur um þetta efni, þar sem unnt er að kynna sér það í smáatriðum. Hér verður aðeins dregið saman það helzta, sem fram hefur komið um hann. Verður þá fyrst vitnað í bók eftir Charles Ston- or, — „The Sherpa and the Snow- man,“ Þar segir á þessa leið: í meira en hálfa öld hafa frásagnir verið á kreiki í báfjöilum Himalaya um furðulega skepnu, sem fram að þessu er óþekkt. Þess- ar frásagnir hafa verið breyti- legar: Sumar hafa beinlínis verkað hlægilega, en aðrar hafa virzt full- komlega skynsamlegar með tilliti til umhverfis og annars. Sumar segja frá risa, skepnu í mannslíki, sem ræðst á menn, aðrar frá óvættum, sem hafi tekið sér bólfestu i auðum tjöldum Everestleiðangra. Enn aðr- ar segja frá afkáralegum verum, sem 882 T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.