Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1965, Side 19

Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1965, Side 19
gangi aftur á bak. — Sanikvæmt einni frásögninni átti liSsforingi einn að hafa rekizt á loðna mann- veru, sem hvíldi fram á boga sinn. Vera, sem var sex álna há, olli slíku tjóni meðal starfemanna póst- og símastöðvarinnar í Sikkim að kalla varð á hersveit til hjálpar. Að sjá „snjómann“ var sama og að deyja. Aðrir sögðu, að auðvelt væri að komast undan honum með því að henda steinum að honum, sem hann gripi viðstöðulaust, þar til hendum- ar væm orðnar of fullar til þess að hann gæti goldið í sömu mynt! Ekkert af þessu var þess eðlis, að unnt væri að taka það alvarlega, — ævintýri, sem í engu voru frábrugð- in hundruðum annarra víðs vegar um heim. Með því að rannsaka þessar frásagnir dálítið nánar varð fljótíega ljóst, að ekki var unnt að rekja neina af þessum ævintýralegu frásögnum til neinnar ákveðinnar uppsprettu. Þetta var ekki annað en hugarfóst- ur, sem áttu sér mjög óvissan upp- runa. En til voru aðrar- frásagnir, sem virtust alls ekki vera jafn afkáraleg- ar eða óskynsamlegar. Og það sem þýðingarmeira var: Menn, sem lögðu stund á rannsóknir og fjallagöngur í Himalaya-fjöllum og höfðu til að bera þekkingu á þessum svæðum, er grundvölluð var á margra ára reynslu, voru smátt og smátt að koinast á þá skoðun, að eitthvað lægi að baki þessum margháttuðu sögusögnum. Og nú er að víkja markverðari frá- sögnum. Er þá rétt að snúa sér að annarri bók eftir A. N. Tombazi, sem gefin var út árið 1925 og hét „Frásögn ljósmyndaleiðangra til suð- urhlíða Kianchenjunga.” (Kianchen- junga er eitt hæsta fjall Himalaya.) Tombazi segir á þessa leið frá því, er fyrir augu hans bar: Mjög skarpir geislar vörnuðu því, að ég sæi nokk- uð frá mér fyrstu sekúndurnar, en fljótlega kom ég auga á fyrirbærið, sem áður er getið um, í 200 til 300 metra fjarlægð neðar í dalnum. Ekki var nokkur vafi á því, að veran stóð fullkomlega upprétt og beygði sig öðru hverju til þess að slíta upp alparósir. Hún var dökk að sjá við snjóinn og bar engan klæðnað. Að einni mínútu liðinni, eða þar um bil, fór hún inn á þéttara gróður- svæði og hvarf. Ég rannsakaði fót- spor hennar, sem voru lík í lögun og mannsspor, en aðeins 6 til 7 þumlungar á lengd. Það sáust greini lega för eftir fimm tær og il, en hælfar var ógreinilegt. Sporin voru áreiðanlega eftir tvífætta veru. Með því að spyrjast fyrir, komst ég að raun um það, að enginn maður hafði haldið í þessa átt síðan í byrjun árs- ins. Burðarmennirnir sögðu náttúr- lega furðulegar sögur um djöfla, ÍÍMINN- SUNNUDAGSBLI* Ð snjómenn. Ég trúi ekki hið minnsta á þessar ævintýrasagnir né heldur á hinar — að því er virðist — skyn- samlegri frásagnir fjallabúanna, en mér er ofvaxið að láta í Ijós nokkra ákveðna skoðun. Ég get að- eins endurtekið með vissu, að þessi dularfulla vera hafði' sams konar út- línur og maður. Þessi frásögn bei með sér, að Tombazi er vantrúaður á frásagnir fjallabúanna. Samt gerir hann sér ljóst, að þótt sólargeislarnir hefðu villt honum sýn, voru fótsporin eft- ir, og þau gat hann ekki talið vera eftir mannlega veru. Því má bæta við, að frásögn hans er ekki að neinu verulegu leyti frábrugðin fyrri tíma frásögnum. Þannig segir fjall- göngumaður frá því árið 1899, að hann hafði séð fótspor á Kianchen- junga í um 6000 metra hæð, sem hurfu í snjónum. Everestleiðangur- inn, sem gerður var út árið 1923, sá eitthvað hreyfast í mikilli fjarlægð, hátt fyrir ofan snælínu, og síðar fundust för í snjónum. Og ef hald- ið er áfram að rekja frásagnir af „yeti“ í réttri tímaröð, segir næst frá honum tveim árum síðar en Tombazi sá veru þá, er hann lýsir. Árið 1936 sá hinn frægi fjallgöngu- maður, Eric Shipton, stór spor í snjónum í um 5000 metra hæð í Himalayafjöllum. Ári síðar sá Sir John Hunt tvenn fótspor í snjón- um í norðurhlíðum Zamu Gap í Aust ur-Neapal í rúmlega 6000 metra hæð. Þessi spor líktust svo mjög sporum manns, að hann hélt fyrst, að ein- hver hefði verið þama á ferð á und- an honum, en við nánari eftirgrennsl- an reyndist það útilokað. Vegna þessarar frásagnar og ann- arar ádð 1939 birtist viðtal í Times. Þar lýsti þekktur spendýra- fræðingur R. I. Pocock yfir þeirri skoðun, að förin væru eftir björn ( Ursus arctos isabellenius). Þessi skoðun hefur sett sín mörk á við- horf dýrafræðinga síðan. Að þessu mun verða vikið síðar. Árið 1948 rákust tveir Norðmenn enn á för í námunda við Zamu Gap, og það, sem meira er um vert: Þeir komust í kast við þá, sem förin til- heyrðu, reyndu að snara þá, en urðu fyrir gagnárás og meiddist einn mað- ur í hópi þeirra. Dýrin, sem Norð- mennirnir lýstu sem tveim stórum öpum, komust undan. Og árið 1951 fann Shipton aftur för, sum þeirra mjög nýleg og greinileg. Ári síðar rakst fyrsti svissneski leiðangurinn, sem gerður var á Everest, á för og var lýsing þeirra þannig: Stóra táin var venjulega beygð aftur og stóð djúpt í snjónum, á tveim förum tók ég eftir tveim þríhyrndum rákum fyrr aftan hælinn, líklega eftir hár- brúska. Að lokum stönzuðum við við hindrun á vegi dýrsins. Það var klettur og bak við hann voru djúp för eftir þrjá fætur, en sá fjórði hafði verið teygður fi'am til sökks yfir á næsta klett. Bak við hann voru sams konar för eftir þrjá fætur og sá fjórði teygður fram. Síðan tók við bein slóð. Lengra bui'tu sá ég þrjár slóðir, og lá ein frá klettun- um, en hinar frá dalnum. Slóðirnar sameinuðust og urðu sem ein væri. Þarna hafa verið á ferð sannir fjall- göngugarpar. ganga hver í fótspor annars. Dr. Edouard Wyss-Dunant, foringi þessa leiðangurs áleit að dýrin, sem förin væru eftir, lifðu í hópurn og væru ferfætlingar. sem væru um 120 kg. að þyngd. Árið 1954 gerði brezka blaðið „Daily Mail“ út sérstakan leiðangur til þess að leita að „yeti.“ Leiðang- urinn var fjóra mánuði og þrjár vik- ur á því svæði, er talið var, að helzt væri að finna hann. Leiðangursmenn urðu ekki varir við neina „snjó- menn“ eða yeti, en ljósmyndari leið- angursins, Tom Stobart, lét svo um mælt, er heim kom, að landið um- hverfis hefði verið svo víðáttumik- ið, að það hefði getað gleypt heila herdeild af leitarmönnum. Áðstaðan er slík, að ferðalög öll eru tafsöm, sagði hann, og hver dalur hefur milljón felustaði. Fleiri frásagnir eru til svipaðir þeim og hér hafa verið raktar. Sömu- leiðis eru til mai'gar ljósmyndir af förum af þessu tagi. Og síðar rnun vikið að enn einni frásögn oftir Frakkann Bordet. En hvað hefur komið fram,- ef litið er á þessa sam- antekt hér að framan? — í fyrsta lagi: Fjöldi reyndra og viðurkenndra manna, sem sumir hverjir eru líffræð ingar, hafa lýst því yfir, að för í snjó, sem ekki verði skýrð með við- unandi hætti, hafi fundizt í háfjöll- um Himalaya. í öðru lagi: Þarna er um að ræða geysistórt landsvæði, þar sem heil herdeild gæti falið sig. Jafnframt þessu höfum við svo kenningu Pococks um, að þessar slóð- ir séu eftir „rauða björninn" (þ. e. Ursus arctos isabellenius) og enn- fremur þá kenningu, að þau séu eft- ir apa, eins og sumir hafa haldið fram. Og að lokum höfum við hin venjulegu viðbrögð dýrafræðinga varðandi þetta efni. Til þess að kynnast þeim nánar, er rétt að snúa sér aftur að bók Charles Stonor, sem er bæði líffræðingur og mannfræð- ingur. Hann var einn af níu leið- angursmönnum, sem „Daily Mail“ gerði út, en auk hans voru tveir dýrafræðingar með í förinni. Áður en leiðangurinn hófst, fóru þeir til starfandi dýrafræðinga til þess að leita ráða hjá þeim. En þeir upp- skáru lítið annað en andúð, háð og vantrú. „Ég hef ekki áhuga á þess- ari snjómannsleit, var nær 833

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.